Heimsmynd - 01.09.1989, Side 110

Heimsmynd - 01.09.1989, Side 110
/ Aratugur... framhald af bls. 14 maðurinn skyggði á hann. Þorsteinn liggur ekki á þeirri skoðun sinni að Dav- íð vilji taka við. Hann hefur hins vegar hvergi fullyrt að Davíð muni taka við. Nokkrir þingmanna Sjálfstæðisflokks eru mjög óánægðir með núverandi for- ystu. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur sagt að hann vilji ekki láta þessa drengi komast upp með að eyðileggja flokkinn. Annar þingmaður sagði að með þessa forystu gagnaði fyrirsjáanleg fylgisaukn- ing flokknum lítið. Þetta vita bæði Þor- steinn og Friðrik og væru því tilbúnir til að skella skuldinni hvor á annan. Þorsteinn Pálsson vill ekki ganga að Friðriki Sóphussyni og segja honum að hans nærveru sé ekki æskt lengur. Hann vill heldur ekki eiga beint frumkvæði að því að ota einhverri konu fram í slaginn. Hann hefur nefnt nafn Katrínar Fjeld- sted í nánum hópi, en telur í sömu mund að tíminn til landsfundar sé of skammur til að byggja upp stuðning við ákveðna konu. Þorsteinn Pálsson hefur lagt það til, að konur skipi þriðja sæti á öllum listum flokksins. Davíð Oddsson mun vera and- vígur slíku kvótakerfi. Davíð er hins veg- ar sagður myndu vilja losna við Katrínu Fjeldsted úr borgarstjórn og það vilja víst aðrir sjálfstæðismenn í borgarstjórn líka. Einhveijir þeirra myndu vilja sjá á eftir henni út í landsmálapólitíkina svo hún væri ekki fyrir þeim á listanum í Reykjavík. Þó virðist borgarstjóra ekki finnast meira en svo til þeirra koma sem skipa listann, að ef hann ætti að velja sér eftirmann á næstu vikum mundi hann leita út fyrir listann. Þær kenningar eru í gangi að Davíð Oddsson hyggist jafnvel bjóða sig fram til varaformanns og síðan fara á fullt í næstu þingkosningar, en til þess að framboðið verði tekið alvarlega þurfi hann að sýna fram á arftaka sem hann muni byggja upp fram að borgar- stjórnarkosningum í vor. Arftakinn, sem nefndur er í þessu sambandi, er Olafur B. Thors. Hvað Davíð gerir veit enginn, en margir bíða spenntir. Það sýnir áruna í kringum þann mann. Umdeildur er hann og ráðríkur, hrokafullur að margra mati en foringi að sama skapi. Davíð Odds- son veit vel að það er stórt skref fyrir hann að stíga að fara inn á svið lands- málanna. Hann veit að forveri hans Geir Hallgrímsson var jafnvel enn vinsælli sem borgarstjóri áður en hann varð ráð- herra. Davíð Oddson hefur einnig velt því fyrir sér hvernig honum gengi að vinna með Jóni Baldvini Hannibalssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni og Steingrími Hermannssyni. Davíð nýtur mikils stuðnings innan valdakerfis Sjálfstæðis- flokks. Er það tilviljun að Morgunblaðið virðist gera meira úr hjólastólaævintýri hans en efnahagstillögum Þorsteins Páls- sonar? Davíð hefur horft upp á Þorstein vin sinn Pálsson eiga afar erfiða daga. En enginn verður óbarinn biskup. Bæði hann og margir aðrir tala um, að Davíð hefði nú brugðist öðruvísi við ýmsum erfiðum aðstæðum sem Þorsteinn hefur staðið frammi fyrir. Hafi Davíð verið heitur undanfarið og hugsi hann sér til hreyfings, hefur það án efa haft áhrif á hann að Þorsteinn haggast ekki nú. Þor- steinn ætlar ekki að gefa þumlung eftir. Hann ætlar sér eitt tækifæri enn og sumir hallast að því að landsfundurinn verði ein hallelúja samkunda þar sem í mesta lagi verði gerðar einhverjar breytingar á kjöri í miðstjórn. Það getur allt gerst fram að landsfundi. Hugsi einhverjir sér til hreyfings, Davíð meðtalinn, kemur það líklega ekki í ljós fyrr en á síðustu stundu. Þeir eru til sem segja að Davíð gæti hirt flokkinn þegar honum sýndist. Það er samt einn maður sem stendur í vegin- um fyrir honum nú og sá er Þorsteinn Pálsson. Áratugur strákanna er ekki lið- inn en öld óvissunnar er framundan.D VIÐBÓTARHAR sem er sérhannað fyrir þig. Þú syndir, þværð þér um hárið þurrkar það og greiðir - svo eðlilegt sem þitt eigið hár. RAKARA- OG HÁRGREIÐSLUSTOFAN HRINGBRAUT119 S 22077 110 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.