Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 14
STOÐ 2 SAGAN OLL JAFNINGI GYLLENHAMMERS OG CARLSSONS Þegar Jóni Óttari Ragnarssyni var skipað á bekk með þeim Per Gyllenhammer forstjóra Volvós og Carlsson forstjóra SAS með veitingu verðlauna og titilsins Markaðsmaður Norð- urlanda var þegar svo komið að þeim sem til þekktu hér heima fannst útnefningin heldur hjákátleg, ef ekki beinlínis fáránleg. Dagblöðin létu nægja stutta eindálksfrétt án mynda og voru mjög spör á lýsingarorð. Þegar betur er að gáð má^þó segja, að enginn íslendingur sé betur kominn að slíkum verð- launum en Jón Óttar: Með fimm milljón króna hlutafé - þar af þremur innborguðum - hafði honum tekist á undraskömm- um tíma - þremur árum - að byggja upp stórveldi með yfir 50 prósent markaðshlutdeild á hinum þrönga íslenska markaði - og nær 1500 milljóna króna skuldsetningu. Með öðrum orðum höfðu tapast 1,2 milljónir á dag þá 1200 daga sem Stöðin hafði starfað. Geri aðrir betur. Allt byggist þetta á markaðssetn- ingu. Varla er hægt að gera betur á því sviði en að ryðja hug- mynd braut nánast án eigin fjármagns, án skipulags og stjórn- unar; sannfæringarkrafturinn hefur verið slíkur að allt hefur orðið undan að láta; inn- byggðri tregðu stjórnsýslu- og fjármálakerfa hefur verið sóp- að burt, ríkisstjórnir og borg- arstjórnir dansað eftir pípu ljósvakaguðsins. Síðustu dag- ana fyrir áramót vöktu aðstoð- armenn ráðherra heilu næturn- ar við að fara yfir dæmi Stöðv- ar 2 og reyna að finna leiðir fyrir ríkisvaldið til að koma inn til bjargar Stöðinni, annað- hvort með ríkisábyrgð á skuld- um eða inngripi eins eða fleiri sjóða. Á sama tíma var borgar- stjórinn í Reykjavík önnum kafinn að búa til 150 milljón króna veð í jörðinni Vatnsenda - fasteignamat rúmar 12 millj- ónir - sem eigendur Stöðvar- innar höfðu nýlega fengið ítök í - og fengið alla andstæðinga sína í borgarstjórn með í púkk- ið. í dæmi Stöðvar 2 kemur ís- lenska samfélagið fram í hnot- skurn, tengsl og átök fjármálaklíkna, stjórnmálahópa og ráða- manna, sem eru reiðubúnir að beita almannafé í harðvítugri valda- og hagsmunabaráttu um aðstöðu til að móta skoðanir almennings á mönnum og málefnum. HIÐ FULLKOMNA BANKARÁN Þann 13. desember 1985 skrifar lágt launaður dósent við há- skólann, Jón Óttar Ragnarsson, grein í DV undir fyrirsögn- inni “Hið fullkomna bankarán“. Nokkru áður höfðu nokkrir ungir menn ætlað að sigra heiminn með þátttöku í alþjóðasigl- ingum undir merki kaupskipafyrirtækisins Hafskips. Endalok þeirrar útgerðar voru á allra vörum. Jón Óttar var heldur ekki myrkur í máli í texta sínum: „Eg held að ekki sé ofmælt, að Is- lendingar, ekki síst þeir yngri, séu þrumu lostnir yfir síðustu atburðum í þjóðlífinu. Að einkafyrirtæki skyldi lánast það sem alla bankaræningja dreymir um, og það sennilega á lög- legan hátt, hljómar eins og reyfari í jólabókaflóðinu. Ekki að- eins tókst fyrirtækinu að ryksjúga innstæður þúsunda íslenskra erfiðismanna, heldur er obbinn af eigin fé bankans horfinn í þessa hít. Þetta mál er vitaskuld þannig vaxið að ekki kemur annað til greina en allir angar þess séu rannsakaðir til þrautar undanbragða- og tafarlaust.“ Síðar segir hann: „Orsökin liggur að sjálfsögðu í því kerfi sem við höfum komið okkur upp: ríkisreknum fyrirgreiðslust- ofnunum, þar sem enginn er ábyrgur gerða sinna. . „Mest er hættan þar sem er snertiflötur einka- og ríkisfyrirtækja, því að þar skapast meðal annars sú hætta að einkaaðilar komist yfir almannafé. Hlutverk einkafyrirtækja er að skila arði og þeirra skylda gagnvart hluthöfum er auðvitað að draga sem mest úr áhættunni, sem af því leiðir. Hvaða leið er betri til þess en að komast í þægilega aðstöðu gagnvart ríkinu sem borgar oft vel og á réttum tíma og gerir litlar gæðakröfur. Spillingin felst í því, að kerfi sem lætur stjórnmálamenn deila út almannafé kippir á skömmum tíma öllum stoðum undan siðferðisvitund þeirra.“ En dósentinn lætur sér ekki nægja að fordæma spillingu samtíðarinnar. Hann dregur upp bjarta mynd af þeirri kynslóð sem nú sé að hasla sér völl: „Maður framtíðarinnar er nefnilega ekki sá iðjusami kerfisþræll, eða áhyggjulausi bírókrat sem sósíalisminn hefur galdrað fram í stórum stíl. Maður framtíðarinnar er þvert á móti náskyldur kapítalista nútíðar og fortíðar. Maður sem tekur áhættu með eigið fé í stað þess að vera sníkjudýr á öðrum. Islenskt samfé- lag hefur hins vegar kallað fram afar óheppilegt fyrir- brigði af kapítalisma: sem hættir til, ekki eigin fé, heldur almannafé. . „I staðinn eig- um við að stefna að samhentu þjóðfélagi frjálshuga einstakl- inga sem taka frelsi fram yfir forsjá, áhættu fram yfir öryggi, en taka þá áhættu á eigin ábyrgð - ekki almennings í landinu. . . að minnsta kosti ekki án þess að spyrja hann að því fyrst!“ Hvert orð í þessari grein er áreiðanlega eins og talað út úr hjarta allra þeirra kaupsýslu- manna, sem fjórum árum síðar voru reiðubúnir til að taka á sig þær 1500 milljón króna skuldir, sem saman höfðu safn- ast í millitíðinni til að komast yfir veldi hans: Stöð 2 með rúmlega 40 þúsund áskrifend- um að læstri dagskrá. En þá var dósentinn ungi róinn á önnur mið: Hann stóð sólar- hringum saman í viðræðum við ríkisvaldið um að beita al- mannafé til að koma í veg fyrir að kúltúrsnauðir „menn fram- tíðarinnar“ sölsuðu undir sig þetta óskabarn hans og tækju að reka það á hreinum gróðaforsendum. HÖMLULAUS FRUMKRAFTUR Hvað hafði gerst í millitíðinni? Það var ekkert smáræði sem dósentinn hjartahreini hafði komið í verk. Stærsta fjölmiðla- fyrirtæki í einkaeigu á íslandi hafði orðið að veruleika, með yfir 100 manns í föstum störfum og annan eins fjölda í lausa- mennsku, með sambærilega dagskrárlengd og sjálft ríkissjón- varpið og náði til meira en helmings þjóðarinnar. Öllum ber saman um að frumstæður drifkraftur Jóns Óttars hafi verið lykilatriði að kraftaverkinu. Hann einhenti sér að því að gera drauminn að veruleika, hrífa með sér sína nánusíu samstarfs- menn, varfærna bankastjóra, forstjóra erlendra stórfyrirtækja sem seldu búnaðinn til stöðvarinnar, setja markið æ hærra áð- ur en næsta áfanga var náð, stækka, auka, færa út kvíarnar. Það var aldrei neitt dok eða hik. Fyrst voru 5000 áskrifendur taldir nægja til að Stöðin bæri sig, þá 7000, 14000. 23000. En til þess að ná fleiri áskrifendum þurfti að auka við búnað og tæki, bæta við mannskap. Nú, jsegar áskrifendurnir eru 43 þúsund, grillir þó varla enn í ljósið í endanum á göngunum. Sífelldar sögur gengu um að Jón Óttar hefði reist stöðinni Frumherjarnir Hans Kristján Árnason og Jón Óttar Ragnarsson í sam- kvæmi vorið 1986, þegar þeir voru á kafi í að gera draum sinn að veru- leika. 14 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.