Heimsmynd - 15.01.1990, Page 17
gengu kaupum og sölum með afföllum og undir því auglýs-
ingaverði, sem Stöðin var að bjóða öðrum með afslætti, auk
þess sem Stöðin réð þá ekki fyllilega við að skipuleggja aug-
lýsingatíma sinn sjálf. Kaupmaður nefndi okkur dæmi um hlut
sem var keyptur hjá honum fyrir 50 þúsund krónur. Þegar
hann krafði greiðslu var honum boðið að jafna þetta með aug-
lýsingu gerða á Stöðinni. Hann lét gott heita, en áður en hann
vissi af var auglýsingabirtingin komin upp í tæpa hálfa milljón
króna. Hann kvartaði við Olaf H. Jónsson, og var lofað að
birtingu hennar yrði hætt, en hins vegar yrði þetta að fá að
standa svona á reikningunum um sinn, því að það bætti eig-
infjárstöðuna.
Allt vakti þetta mikla gremju meðal sumra auglýsenda og
ekki síður auglýsingastofanna. Ofan á það bættist að Mynd-
verið undirbauð stórlega auglýsingagerð miðað við taxta aug-
lýsingastofanna og varð sú gremja með öðru til þess að auglýs-
ingastofur með SÝN í fararbroddi hófu undirbúning að helg-
arsjónvarpi, hafa tryggt sér út-
sendingarleyfi og rás hjá yfir-
völdum og segjast örugglega
hefja útsendingar seinna á
þessu ári. Kann Stöðin að eiga
eftir að súpa seyðið af þeirri
samkeppni sem hún þannig
sjálf vakti upp.
Einn þeirra starfsmanna,
sem áttu rétt á bíl á kostnað
fyrirtækisins auk 270 þúsund
króna launa, fékk bíl í gegnum
fjármögnunarfyrirtæki, samdi
við umboðið um að greiða
hann í auglýsingum, en tók
sjálfur tékkann frá fjármögn-
unarfyrirtækinu í sínar hendur.
Eftir að auglýsingar höfðu
birst frá bílaumboðinu á besta
tíma í 19:19 í 3 til 4 mánuði fyr-
ir 8 milljónir var málið kannað
og starfsmaðurinn látinn fara.
Það voru meðal annars svona
viðskiptahættir, sem grófu
undan trausti Stöðvarinnar,
sem leiddu til þess að Verslun-
arbankinn fékk Jón Sigurðsson
skipaðan fjármálastjóra og eft-
ir því sem völd hans jukust
þegar leið fram á síðastliðið ár
var tekið fyrir þetta. Áður
hafði hann gert það eitt af sín-
um fyrstu verkum að klippa á eftirlitslausa greiðslukortanotk-
un allt að 20 efstu toppanna.
LÉTTGEGGJUÐ STJÓRNUN
Það má segja að Stöð 2 hafi vaxið eins og villigróður. Eftir
að hún var einu sinni farin af stað uxu sprotarnir í allar áttir.
Hún var ekki ávöxtur af vandaðri áætlanagerð, fyrirhyggju og
aðhaldssemi. Þótt miklu væri til kostað að fá úrvalsmannskap
tók auðvitað nokkurn tíma að fá einstaklinga til að falla sam-
an í liðshópa. Aðgangsfrekir einstaklingar gátu verið nokkuð
sjálfráðir um þau tæki og búnað, sem þeir kröfðust fyrir sína
þætti og sín verk. Kröfur um stórar fjárfestingar fóru ekki í
gegnum neina vandlega síun, eins og gerist í fyrirtækjum með
grónum valdastrúktúrum eða fyrirfram ákveðnum boðleiðum
og skýrt afmarkaðri persónulegri ábyrgð á ákvörðunum. Þetta
var um margt frjálslegt, spennandi og æsilegt andrúmsloft að
vinna í en gaf líka ótal tækifæri til hatramra árekstra milli
sterkra persónuleika um forgangsröð fjármuna og verkefna.
Fyrst í stað sættu menn sig við þetta sem hverja aðra byrjunar-
örðugleika, sem yrði að ganga í gegnum. „Fyrr eða síðar gáf-
ust allir upp á ruglinu í Jóni Óttari,“ sagði einn fyrrverandi
starfsmaður - og þeir fyrrverandi eru orðnir allstór hópur.
„Hann var höfuð fyrirtækisins, en um leið á kafi í dagskrár-
gerð, sem gerði það að verkum að allar áætlanir leystust upp.
Fyrst var kannski haldinn fundur um dagskrárgerð mánaðar-
ins sem yrði að vera innan 20 milljón króna fjárhagsramma.
Þessu var skipt í þætti, áætlaðir stúdíótímar og útitökur, sviðs-
búnaður og annað og sent til framkvæmdastjómar til sam-
þykktar eða synjunar, síðan skrifuð handrit og reynt að skera
niður allan óþarfa. En svo kom Jón Óttar og þekkti engar
fjárhagshömlur fyrir sína þætti og hirti oft lungann úr upphaf-
legri fjárhagsáætlun. Sem dæmi má nefna útilífs- og ferða-
þætti, sem teknir voru á einum degi og klipptir á fjórum tím-
um. Svo kom Jón Óttar með þættina ísland er landið og þurfti
köfunarklefa með myndavélar, flóabáturinn Baldur var leigð-
ur fyrir hundruð þúsunda. Afleiðingin var stöðugt stríð við
Björn Björnsson og dagskrárdeild og aðrar deildir sem komu
við sögu. Og þegar Jón Sigurðsson kom til sögunnar með sitt
fjárhagslega aðhald varð sam-
vinna þeirra aldrei á marga
fiska. Hans Kristján, Ólafur
H. Jónsson og síðan Jón Sig-
urðsson voru allir vel liðnir af
starfsliðinu, vinsælir og buðu
af sér góðan þokka. Jón Óttar
er einfaldlega sér á parti, allir
viðurkenna dugnað hans og
kjark, en hrista hausinn yfir til-
tektum hans, hann fer offari í
flestu sem hann tekur sér fyrir
hendur, er léttgeggjaður. Vala
Matt. er sértilfelli. Hún kom
þarna inn með eigendunum og
hefur verið dálítið erfitt að
finna henni stað. Hún var sett
yfir grafíkdeild við stofnun
hennar en það gekk ekki. Hún
stjórnaði ekki, en þó mátti
ekkert gera án hennar og
deildin varð höfuðlaus her.
Hún ber núna tilkomumikinn
titil, Art director eða listráðu-
nautur, er í 19:19 en samt ekki
í fréttum og ekki í grafíkdeild.
Hvað sem líður hennar verð-
leikum er hún sláandi dæmi
um það að svona stórfyrirtæki
á ekki að reka á grundvelli til-
viljunarkenndra persónusamb-
anda eða fjölskyldumálefna.
Þetta er harður bissniss og öll mistök í mönnun, efnisvali og
efnistökum eru því dýru verði keypt.“
MISTÖK í FJÁRMÖGNUN
Tekjuhlið Stöðvar 2 hefur alltaf verið sterk og álitleg og
kannski átt þátt í að villa mönnum sýn. Þó hefur alltaf verið
ljóst að til þess að hún yrði sú gróðalind, sem margir hafa séð í
hillingum, yrði að grynnka á skuldunum og losna við hinn of-
boðslega fjármagnskostnað auk þess sem stjórnun og rekstrar-
aðhald yrðu að komast í lag. Eðlilegast hefði verið að stofna
um hana almenningshlutafélag og að uppistaðan í því hefði
orðið áskrifendahópurinn. Hefðu áskrifendurnir fengist til að
skrifa sig fyrir jafnhárri upphæð í hlutabréfum og áskrifta-
gjaldinu nam hefði tekið 4 til 5 mánuði að koma eiginfjárstöð-
unni á slétt. Eigendurnir virðast líka hafa haft þetta á bak við
eyrað, því að í viðtali við HEIMSMYND haustið 1987 segir
Olafur H. Jónsson: „Mér þykir ekki ólíklegt að áskrifendum
Stöðvar 2 verði gefinn kostur á því í framtíðinni að gerast
hluthafar, þetta er jú einu sinni fyrirtæki, sem á að þjóna
þeim.“ Þá taldi hann ekki koma til greina að selja fyrirtækjum
Ólafur H. Jónsson kom inn í fyrirtækið á eftir hinum enda horfir dæmið allt
öðruvísi við honum.
HEIMSMYND 17