Heimsmynd - 15.01.1990, Page 25

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 25
hver veð fyrir þeim skuldbindingum Páls. Bankaráðsmaður kvað bankann hafa einhverjar „veðdruslur" frá Páli. Við sáum bréf frá Páli þar sem hótað var riftun, en töldum engan grund- völl fyrir því. (Páll Jónsson segir aftur á móti að á grundvelli villandi eða rangra upplýsinga hafi hann haft góða möguleika til riftunar og málshöfðun af sinni hálfu hefði ein sér nægt til að „blokkera" þau viðskipti sem þarna var verið að koma á). í viðræðunum við Verslunarbankann var skuldastaðan talin vera 1150 milljónir og eiginfjárstaða neikvæð um 400 milljónir. Við færðum rök fyrir því að að skuldir væru vanáætlaðar um að minnsta kosti 200 milljónir. Og eftir gamlársdag yrði svo að bæta við neikvæða eiginfjárstöðu 105 milljónum til Páls og andvirði starfssamninganna við þá félaga, sem kosta einhvers- staðar milli 30 og fjörutíu milljónir. Eftir þá samninga kom ekki til álita að við kæmum inn í þetta dæmi. Við lögðum alltaf áherslu á það, að dæmið yrði að leysa til fulls við inngöngu nýrra eigenda. Við vildum fá traustan meirihluta en ekki endilega að fyrri eigendur færu út úr fé- laginu tækist þeim að koma inn með eitthvert hlutafé, töldum það raunar háskalegt fyrir félagið að missa þá út á þessum tíma. Þessir menn hafa sýnt kjark. áræði og dugnað. En þeir hafa verið glannafengnir og nauðsynlegt að hægt væri að setja þeim þröngar skorður. Parna hefði þurft strax í upphafi að taka fast á allri stjórnun og koma á markvissum vinnubrögð- um með raunhæfum kostnaðaráætlunum, sem í aðalatriðum væri hægt að standa við. Auðsæilega hafa hinar miklu tekjur Stöðvarinnar orðið til þess að rugla menn í ríminu og gífurleg- ur metnaður orðið til þess að menn misstu kostnaðinn iðulega gersamlega úr böndunum. Við óttumst einmitt að það sem nú hefur gerst í málefnum Stöðvarinnar sé það að dæmið hafi ekki verið leyst í heild og að þeir sem nú setji í þetta peninga eigi eftir að tapa þeim, vegna þess að það er ekki nægilegt. Enn er til dæmis eftir að sjá fyrir þeim 150 milljónum, sem fyrri eigendur áttu að koma með inn í fyrirtækið. RÍKISSTJÓRNARSAMNINGARNIR Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Próunar- félags íslands var einn þeirra sem komu að næturlangri samn- ingagerð á vegum ríkisstjórnarinnar. Hann segir að málið hafi borið þannig að ríkisstjórninni að þáverandi eigendur báðu um aðstoð ríkisvaldsins til að losa hlutabréf sín, sem Verslun- arbankinn hafði að handveði fyrir 225 milljón króna skuldum, úr vörslu bankans og greiddi þannig fyrir því að á árinu 1990 væri hægt að stofna almenningshlutafélag um Stöðina. Ríkis- stjórnin hafði þá í huga að Þróunarfélag íslands gæti séð um þessa breytingu, var í sjálfu sér reiðubúin að borga þessa fjár- hæð, en vildi ekki fyrir neinn mun fá bréfin sjálf í sína vörslu og bjóða þannig mögulega heim ásökunum um að komin væri til önnur ríkissjónvarpsstöð. Eftir nokkurra klukkustunda skoðun taldi Gunnlaugur þessa leið ekki færa: Þróunarfélagið gæti ekki staðið að þessum viðskiptum. Rök hans voru í sem stystu máli á þessa leið: Þær 225 millj- ónir, sem bréfin standa að veði fyrir í Verslunarbankanum eru bara toppurinn á ísjakanum. Heildarskuldirnar við Verslunar- bankann eru tæpar 400 milljónir. Aðrar tvö hundruð milljónir yrðu að koma til á næstu dögum og 100 í viðbót ef leysa ætti út Alltaf opið hjá okkur Isbúðirnará Hjarðarhaga 47 og Aðalstræti4 HEIMSMYND 25

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.