Heimsmynd - 15.01.1990, Page 28
1UNGUMÁL
STJARNANNA
Einn fremsti stjörnuspekingur
Bandaríkjanna, James Braha, í
viðtali við HEIMSMYND um
austræna og vestræna
stjörnuspeki — frjálsan vilja og
örlögin sem skráð eru í
stjörnurnar
Hvað gerir það að
verkum að sumt fólk
hefur slíkan pers-
ónuleika að aðrir
falla í stafi í návist
þess? Af hverju er
kyntöfrum svo mis-
skipt, auölegð.
visku, lystisemdum,
viljastyrk, hamingju
og bamaláni? Svarið
felst í afstöðu stjarn-
anna á þeirri stundu
sem þú dregur fyrst
andann.
Þekktur stjörnuspekingur í Banda-
ríkjunum, James Braha, var staddur
hér á landi nýlega. Hann hefur lagt
stund á dulspeki, íhugun og stjömu-
speki frá tvítugu og hefur hlotið mikla
viðurkenningu í röðum áhugafólks um
þessi mál fyrir rit sitt um forna hind-
úíska stjörnuspeki (Ancient Hindu
Astrology for the Modern Western
Astrologer), sem kom út í Bandaríkj-
unum fyrir nokkrum árum og þykir ein
skýrasta bókin í þessum fræðum sem
komið hefur út á Vesturlöndum. Þá
sendi hann frá sér nýlega bókina Astro-
Logos, tungumál lífsins eða áhrif
stjarnanna á líf, örlög og persónuleika.
Astro er gríska orðið yfir stjörnu og
Logos þýðir orð. Sú bók er ætluð al-
menningi sem kynning á því hvernig
nota megi samtímis aðferðir hindúa-
stjörnuspeki og þeirrar vestrænu.
í stuttu máli sagt gengur vestræn
stjörnuspeki út frá frjálsum vilja ein-
staklinga, þar sem afstaða stjarnanna
ákvarðar persónuleika þeirra og mögu-
leika en stjörnuspeki hindúa gengur út
frá því að örlögin séu ákveðin út frá af-
stöðu stjarnanna um leið og bam fæð-
ist. Braha sem fleiri dulspekingar er
þeirrar trúar að karma-lögmálið spili
einnig stórt hlutverk. Hlutskipti manna
í þessu jarðlífi sé ekki slysni. Ef ein-
hver er slyngur pólitíkus sést það
glögglega á stjörnukorti hans en Braha
segir að það sé einnig vísbending um
að viðkomandi hafi hlotið þjálfun í
gegnum margar jarðvistir. Frægt fólk
hefur með öðrum orðum lagt hart að
sér í fyrri lífum til að ná þessu tak-
marki. Venjulega segir hann að frægt
fólk hafi sterkt fyrsta hús í stjörnukort-
inu þótt undantekningar séu til eins og
Steven Spielberg, Hollywood-leikstjór-
inn frægi. „Spielberg hefur mjög veikt
fyrsta hús en aðrar afstöður í korti
hans benda til frama og árangurs. Þetta
28 HEIMSMYND
ODD STEFÁN