Heimsmynd - 15.01.1990, Side 42

Heimsmynd - 15.01.1990, Side 42
The WorldPaper FRÉTTASKÝRING Ar fólksins EFTIR TARZIE VITTACHI ( NEW YORK, BANDARÍKJUNUM Gömlu valda- YFIRSTÉTTUN - UM hefur verið sópað til hliðar af valdi fólksins í einu landinu af öðru nýlega, en þær eru alls ekki dauðar úr öllum æðum og búnar að yfirgefa sviðið. Eðli alls valds er að það reynir að varðveita sjálft sig. Hervaldið á Filippseyjum, sem Ferdínand Marcos gerði að voldugu afli til að bæla niður andóf gegn valdníðslu sinni, er stöðug ógn við ör- yggi ríkisstjórnarinnar. Þetta hervald komst á bragðið með að miðla aðgangi að valda- stólunum, þegar það reið á öldufaldi almenningsálitsins og kollvarpaði æðsta yfirmanni sínum og setti Cora- zon Aquino í hans stað. Og valdamiðl- ar eru jafnframt illræmdir valdabrjótar. Kínverski herinn, sem látið hefur sér nægja aftursætið síðastliðin tíu ár, stendur nú í fullum herklæðum álengd- ar, reiðubúinn til að ganga inn á sviðið með eða án pólitískra fyrirskipana um leið og stjórnin sýnist vera að missa tökin á fólkinu. Sovéski herinn er sennilega ekki sú ógnun lengur við Vestur-Evrópu sem áður var, en vel má vera að honum verði beitt til að koma í veg fyrir upp- lausn Sovétríkjanna með liðhlaupi ein- stakra stjórnsvæða þeirra. Rúmenski herinn, sem á sama hátt og her Filipps- eyja, skipti hollustu sinni á einni nóttu frá Nicolai Ceausescu og gekk í lið með hreyfingu fólksins, hlýtur að vita fullvel að hann er eina raunverulega skipulagða og samstæða stjórneiningin í landinu og gæti þess vegna lagt lóð sitt á vogarskálarnar á þennan eða hinn veginn ef hætta á stjórnleysi fylgir í kjölfar tilraunarinnar til að stofna til lýðræðislegra stjórnarhátta. Hervald er hin allsstaðarnálæga stað- reynd sem ekki hefur horfið þrátt fyrir flóðöldu alþýðlegs valds. Það er þarna, vígbúið, þjálfað og reiðubúið til að snúast á sveif með þeim englum eða djöflum augnabliksins, sem lofa að „færa varninginn heim“. Tarzie Vittachi er aðstoðarritstjóri WorldPaper. Sú slitna orðtugga „að færa varning- inn heim“ er lykillinn að heilbrigðu mati á raunveruleikanum í þessum sviptingasömu löndum. Tveir þriðju mannfjöldans í þeim löndum sem hing- að til hafa verið kölluð Þriðji heimur- inn og Annar heimurinn hafa ekki fengið aðgang að þeim efnahagslegu gæðum sem Fyrsti heimurinn og þeirra eigin yfirstétt telja svo sjálfsögð að þau eru ekki umtals verð. Með dyggðugu yfirbragði getum við húðflett okkar eigin þjóðfélög með hárbeittum ádeilum fyrir meinsemdir gegndarlausrar neyslugræðgi, en sann- leikurinn er sá að innkaupalisti fólks yfir þær vörur sem það vill öðlast og og heldur að það þarfnist hefur breyst með árunum. Fólk krefst þess að geta veitt sér góðan mat, aðlaðandi fatnað, þægilegt húsnæði, aðgang að nútíma- legu heilbrigðiskerfi, góða og fullnægj- andi skóla handa börnum sínum, fjöl- skyldubíl samhliða skilvirku almanna- flutningakerfi og ótal annarra gæða sem almenningur á Vesturlöndum hef- ur lengi litið á sem sjálfsagðar nauð- synjar. Þær glænýju ríkisstjórnir, sem nú eru að festa sig í sessi í Austur-Evrópu með hugsjónaglóðina ljómandi í aug- unum og vonina svellandi í brjóstun- um, munu án efa fljótt komast að því að gamanið við að setja saman flúnku- nýjar stjórnarskrár og nýtískulegar stjórnsýslustofnanir, kann að kárna fyrr en varir. Og þá munu þær standa andspænis þeim gamalkunna vanda að það er ekkert áhlaupaverk „að færa varninginn heim“. Hvernig þær fara að þvf mun verða mest ögrandi við- fangsefni þeirra. Þeirra mun verða freistað með sírenu- söng Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um hinn „frjálsa markað“ og með gylliboðum erlendra bankastofnana sem verða reiðubúnar að hengja á þær oflánabyrðar, eins og þær gerðu við Þriðja heiminn fyr- * ir 15 árum þegar þær þurftu * að koma í lóg olíuauði Ara- - banna, eða öðrum olíudollur- " um, sem þeim var falið til varðveislu. Þetta eru upp- skriftir að stórslysum. I að minnsta kosti 20 ár eða meira, eða á þeim tíma sem það, sem áður var talið staðbundin og þjóðernisleg vandamál, eins og örbirgð, stjórnlaus íbúafjölgun, tæming óendurnýjanlegra auðlinda og mengun umhverfisins breyttist í ósundurgreinanlegt flikki sem „veraldarvandi", sem aðeins verð- ur leystur með samræmdum alþjóðaað- gerðum, verður það æ ljósara að hin stóru hugmyndakerfi 19. aldar. komm- únismi og kapítalismi og gildakerfin þeim samfara, eru ófær um að veita svör við þessum viðfangsefnum sam- tímans. Ölmusum í formi „þróunaraðstoðar" var fleygt í þessi vandamál, en yfirleitt gerði sú góðgerðastarfsemi enga stoð. Hin gömlu hugmyndakerfi eru smátt og smátt að eftirláta sess sinn í mann- legri meðvitund nýjum veruleika, sem krefst veraldarvíðtækra aðgerða. Hin nýja hugmyndafræði, sem tengir íbúa heimsins saman sem hvöt fremur en nauð, er umhyggja fyrir vistkerfinu. í því málefni eru norður og suður, aust- ur og vestur, ríkir og fátækir, karlar og konur samofin, og, þótt margvíslegur skoðanaágreiningur sé uppi um for- gangsröð og framkvæmdaaðferðir, er lítill ágreiningur um hversu brýnt það sé. Við verðum að viðurkenna þörfina fyrir ný lífsgildi, lífsstíl sem byggist á því að veröldin er nú öll eitt. Pláneta okkar er fínlega samofin flækja þar sem náungans kærleikur verður hafinn upp til hinnar æðstu listar. ♦ 42 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.