Heimsmynd - 15.01.1990, Page 44

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 44
m iklar sveiflur ríktu í tísku 9. áratugar- ins. Ahrifa hátískunnar gætti langt út fyrir glæsta sali tískuhúsa Parísarborg- ar og litsíðnanna í Vogue. Pað er eiginlega ekki fyrr en á þessum árum að tískan verður fyrirferðarmikil á sviði alþjóðaviðskipta. í fyrsta sinn um árabil leit nýtt hátískuhús dagsins ljós í Parísarborg. Ungir, frumlegir hönnuðir blómstruðu líka sem aldrei fyrr. Yves Saint Laurent varð að almenningshluta- félagi. Samkeppnin jókst, nýir hönnuðir skutu gömlum ref fyrir rass og nokkrir urðu fyrir barðinu á alnæmi. Margir urðu sam- keppnisstreitunni að bráð þar sem markið var sett á tuttugu sýningar á ári. ítalskir og jap- anskir hönnuðir komu sér upp útibúum í París. Hæst launuðu fyrirsæturnar voru hvít- ar, svartar og skáeygðar og hugmyndimar sem skutu upp kollinum voru keimlíkar hvar í heiminum sem þær urðu til. Fjöldaframleiðsla tískufatnaðar jókst og helstu hátískuhönnuðir fóru að framleiða ódýrari línu. 9. ÁRATUGAR OG NÚ ySL kvöldkjóll meö klaul 1986. \ Azzedine Alai'a 1986 á hápunkti ferils síns. arl Lagerfeld segir að á Hiroko Koshino 1986, þessum áratugi hafi tísk- láknrænn fyrir an tekið mið af fótleggj- japanska hönnun. um, enda var pilsfaldurinn stöð- ugt að færast upp. Petta var einnig áratugur- inn sem konur fóru að stunda líkamsrækt af kappi og leikfimiklæðnaður varð að tísku- vöru. Líkamsrækt varð markmiðið, vaxtarlag- ið verðlaunin og stöðug ástundun gjaldið sem greiða varð.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.