Heimsmynd - 15.01.1990, Page 49

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 49
arl Lagerfeld er líka orðinn svolítið þreyttur á Chaneldrögtunum sínum og sýnir nú jakkana við gallabuxur. „Eg er ekki að svara kalli tískunnar heldur breyttu hugarfari." Tískan tekur mið af alþjóðlegum straum- um. Frakkar og Italir notfæra sér sportlegar hugmyndir bandarískra hönnuða en þeir síð- arnefndu hafa tekið ástfóstri við frönsk smá- atriði eins og alpahúfu og svarta rúllukraga- peysu. Flestir eru sammála um að stífni og formlegheit séu á undanhaldi. Strigaskór og blazer með gylltum tölum fara vel saman - líka á skrifstofunni. Allt hvítt sumarið 1990 hjá Chanel og fleirum. hristian Lacroix, einn fárra sem held- ur sig enn við mjög mynstraðan og skrautlegan fatnað, er samt sammála þeirri þróun í tískunni að konur hunsi allar reglur ef þær brjóti í bága við lífsstíl þeirra. „Eg á alveg eins von á því að þær verði í peys- um við fínustu tækifæri - því stífar reglur heyra liðinni tíð.“ Það kemur fleira til með að hafa áhrif á þróun tísku tíunda áratugar en hugarfar og lffsstfll nútímakvenna. Ahuginn á verndun umhverfis setur fata-, skó-, skartgripa- og snyrtivöruframleiðendum skorður. Hætt er við að þeir framleiðendur sem nota dýr til prófunar á framleiðslu húðkrema og annarra snyrtivara fái að heyra það. Þegar er hafin mótmælaalda gegn notkun fílabeins í skart- gripum þótt Ralph Lauren-skór úr krókódfla- skinni seljist enn vel. Spurningin er hvort loð- feldir verði enn við lýði undir aldamót en nú er það yfirlýst stefna nokkurra frægra kvenna og karla að ganga aldrei í pels, þeirra á meðal eru: Kim Basinger, Candice Bergen, Bette Midler, Peter Gabriel, Rosanna Arquette, Ali MacGraw, Terence Trent D’Arby, Broo- ke Shields, Giorgio Armani, Ivana Trump og Díana prinsessa af Wales.D portfatnaður um miðbik áratugarins frá Esprit.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.