Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 55

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 55
MkUr “ ^ eru Unnur, Rebekká^og^Ása. Sólveig Pétursdóttir á efri árum. og um skeið þingmanni Kvennalistans, þau eru skilin. 3. Böðvar Jónsson (f.1925), bóndi á Gautlöndum. e. Þórleif Pétursdóttir (1894-1974), gift Jóni Norland lækni. Börn þeirra voru: 1. Gunnar Norland (1923-1970), enskukenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík, þekktur meðal nemenda sinna fyrir hressilega framkomu. 2. Agnar Norland (f.1924), skipaverkfræðingur í Noregi. 3. Sverrir Norland (f.1927), raf- eindaverkfræðingur, forstjóri Smith og Norland í Reykjavík, kvæntur Margréti Þorbjörgu (systur Thors Vilhjálmssonar rit- höfundar af Thorsætt - sjá HEIMSMYND, mars 1989). ENN EINN KAUPFÉLAGSFORKÓLFURINN 4. Jón Jónsson (1861-1945) var fjórði í röð Gautlandasystk- ina og hafði hann viðurnefnið Gauti. Hann stundaði nám í Möðruvallaskóla og gerðist síðan einn af leiðtogum samvinnu- hreyfingarinnar í Þingeyjarsýslum. Hann kynnti sér samvinnu- mál í Danmörku veturinn 1890 til 1891 og var síðan í þjónustu Kaupfélags Þingeyinga. Hann var fenginn til að ferðast um Norður-Þingeyjarsýslu og undirbúa stofnun Kaupfélags Norð- ur-Þingeyinga og varð síðan týrsti kaupfélagsstjóri þess og gegndi því starfi í 22 ár. Hann bjó lengi í Ærlækjarseli og var kenndur við þann bæ. Kona hans var Sigurveig Sigurðardótt- ir. Börn þeirra voru þessi: a. Sólveig Jónsdóttir (1897-1982), kona Sigvalda Jónssonar, bónda í KJifshaga í Öxarfirði. Börn þeirra eru Sigurður Jón Sigvaldason (f.1926), byggingarverkfræðingur í Reykjavík, Pétur Sigvaldason (f.1929), bóndi í Klifshaga, og Jóhann Sig- valdason (f.1932), yfirkennari í Lundarskóla á Akureyri. b. Sigurður Jónsson (1899-1979). byggingarverkfræðingur í Reykjavík, forstjóri Slippfélagsins um langan aldur. Fyrsta kona hans var Kristjana, dóttir Hannesar Hafsteins, skálds og ráðherra, og eru afkomendur þeirra taldir upp í HEIMS- MYND, des. 1989. c. Þorlákur Jónsson (1900-1975), sýslu- og bæjarfógetaskrif- ari á Akureyri, síðast fulltrúi í fjármálaráðuneytinu í Reykja- vík. Börn hans eru: 1. Jón Þorláksson (f. 1928) lögfræðingur. 2. Ólafur Þorláksson (f.1929) lögfræðingur (meðal barna hans er Ragna Ólafsdóttir (f.1954), kona Páls Baldvins Baldvins- sonar, bókmenntafræðings og gagnrýnanda). 3. Anna Þóra Þorláksdóttir (f.1931) kennari, átti Knút Björnsson lækni. 4. Þórhallur Þorláksson (f. 1923), bílstjóri í Reykjavík, og 5. Jón Óli Þorláksson (f.1924), járnsmiður á Akureyri, (meðal barna hans sr. Hjálmar Jónsson (f.1950), prófastur Skagfirðinga). d. Jón Pétur Jónsson (1904-1975), sjómaður í Reykjavík. e. Gunnlaugur Björn Jónsson (1904-1965), sjómaður í Bost- on í Bandaríkjunum. f. Þuríður Jónsdóttir (1906-1972), kona Skarphéðins Guðna- sonar húsasmíðameistara. g. Kristjana Jónsdóttir (1910-1972) á Akureyri. 5. Þuríður Jónsdóttir (1863-1925) var fimmta í röð Gaut- landasystkina. Hún fluttist til Ameríku ásamt manni sínum Helga Stefánssyni. Dóttir þeirra var Sigurbjörg Helgadóttir Stefánsson (1896-1985), skólastjóri á Gimli í Manitoba. UPPHAF JAFNAÐARSTEFNU Á ÍSAFIRÐI 6. Rebekka Jónsdóttir (1865-1959) var sjötta systkinið frá Gautlöndum. Hún varð fjörgömul og talin margspök og óljúg- fróð. Maður hennar var sérkennilegur gáfumaður. Hann hét Guðmundur Guðmundsson og hafði alist upp með fátækri móður sinni norður í Húnavatnssýslu. Þegar hann var íull- orðinn braust hann til mennta og settist í Lærða skólann í Reykjavík og lauk síðan guðfræðiprófi. Bríet Bjarnhéðins- dóttir var æskuvinkona hans og hún sagði að hann hefði verið allra manna lausastur við hégóma og hleypidóma og það svo að sumum þótti jafnvel nóg um og kölluðu sérvisku. Til dæmis þótti skólabræðrum hans í Reykjavík það skrýtið að hann fékkst ekki til að bera hvítan hálsflibba í neðri bekkjum Lærða skólans. Svo mikið er víst að ekki er til nein almennileg ljósmynd af Guðmundi, honum hefur líklega þótt það helber hégómi að fara til ljósmyndara. Að loknu námi fékk hann rýrt brauð í Gufudal í Gufudalssveit og bjó þar ásamt konu sinni og börnum í fátækt í nokkur ár og var síðan jafnan kenndur við þann stað. Eftir aldamót tók séra Guðmundur sig upp og hætti prests- skap en settist að á ísafirði. Um hríð ferðaðist hann um á veg- um Góðtemplarareglunnar og boðaði bindindi. Hann var rit- fær í besta lagi og snjall ræðumaður. Hann var kosinn í bæjar- stjórn á ísafirði 1909 og sat þar samfellt til 1919. Réttur lítilmagnans var honum hjartans mál og brátt varð hann spor- göngumaður jafnaðarstefnunnar á ísafirði og átti drjúgan þátt í að gera Alþýðuflokkinn að stórveldi þar. Hannibal Valdi- marsson taldi séra Guðmund djúpvitrasta og ritfærasta forvíg- ismann jafnaðarstefnunnar á Islandi. Klerkurinn stofnaði vikublaðið Njörð árið 1916 og Skutul árið 1921, hvort tveggja málgögn Alþýðuflokksins. Lifibrauð sitt hafði hann af Bökun- arfélagi Isfirðinga sem hann stofnaði og veitti forstöðu á árun- um 1908 til 1934. Þá beitti hann sér fyrir stofnun Kaupfélags ísfirðinga árið 1920 og fetaði þannig í fótspor tengdaföður síns og mága frá Gautlöndum, þó undir merkjum annarrar stjórn- málastefnu. Kaupfélagið á ísafirði varð brátt stórt og öflugt fyrirtæki. Sjálfur bjó Guðmundur ásamt Rebekku konu sinni í pínu- HEIMSMYND 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.