Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 62

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 62
Marion Davis í hlutverki 1931. Hún var viðhald blaðakóngsins Randolph Hearst og var ekkert til sparað, hvorki tími né peningar, þegar hennar kvikmyndir voru gerðar. Loretta Young heillaði kvikmyndahúsagesti upp úr skðnum í þessum klæðnaði í Cafe Metropole 1937. Ginger Rogers í sveillu í Follow llte Fleel 1936. Vöxtur hennar var fullkominn en kjólana þurfti að hanna með tilliti til dansatriða. irgnæfa stjörnuna sjálfa. Ein kona á þessum árum þótti bera íburðarmikla kjóla betur en flestar aðrar. Það var Marlene Dietrich. Þar kom ekki aðeins til glæsilegt útlit heldur og sterk út- geislun sem náðist að festa á filmu. Dietrich var fyrir ofan alla tísku og all- ar hefðir, að mati samtímamanna. Hún þoldi meira skraut, meiri íburð og öðruvísi hatta en aðrar. Hún var töfra- ljóminn í hnotskurn en að áliti margra jarðbundin og skynsöm, laus við alla stjörnustæla. Þegar Dietrich var komin inn í búningsherbergið sitt að aflokn- um tökum var uppáhaldsiðja hennar að elda gúllas. íðkjólar Hollywoodmyndanna voru notaðir þegar atriðin sner- ust um kvöldverðarboð. Ef um hanastélsveislu var að ræða var faldurinn styttur. Ef um teboð eða garðveislur var að ræða þurfti yfirhöfn og voru strúts- fjaðir hámark herlegheitanna. Skikkjur og slár voru mikið notaðar yf- ir kvöldkjóla, vanalega í sömu efnum og kjólarnir. Þá voru loðskinn notuð til að glæða kvöldkjóla glæsileika og fyll- ingu. Barbara Stanwyck vakti athygli í slíkum kjól í myndinni Kraftaverka- konan árið 1931. Hún er ein hinna eft- irminnilegu Hollywoodstjarna, þótti mikil leikkona og í hversdagslífi laus við tilgerð, íklædd ullarsokkum og strigaskóm oft á tíðum. Á síðari árum náði hún því hins vegar að vera á lista yfir best klæddu konur í Bandaríkjun- um, löngu komin yfir miðjan aldur. Umhverfisverndarsjónarmið voru vart til á þessum árum og enginn velti því fyrir sér hversu mörgum silfurref- um var slátrað til að lífga upp á ímynd þokkagyðjanna í hlutverkum sínum. Silfurrefurinn var langvinsælastur skinna en þar á eftir komu hreysikatt- arskinn, minkur og safali. Þegar kom að fylgihlutum við glæsi- klæðnaðinn voru hattar og hanskar meiri nauðsyn en jafnvel skór. Hattar voru af öllum stærðum og gerðum. Þrátt fyrir allan glæsileikann, sumar stjörnur höfðu meiri reisn til að bera en aðrar, voru þær sem þekktastar eru ennþá frægar fyrir einfaldleik sinn í klæðnaði. Katharine Hepburn hefur þótt framúrstefnulega einföld frá fyrstu tíð, í síðbuxum og peysum. í þá daga stakk hún oft í stúf við aðrar glæsikon- ur kvikmyndanna þegar hún með hjálp hönnuðar tróð fram á sviðið í einföld- um svörtum kjól með eina slæðu til skrauts. Minningin um gullaldarárin í Holly- wood lifir á gömlum myndum en klæðnaðurinn einn skipti ekki meiri sköpum en svo að konur eins og Bette Davis, Katharine Hepburn, Greta Garbo og Marlene Dietrich standa upp úr sökum persónulegrar útgeislunar og sjálfstæðs stíls.D Marlene Dietrich í Blonde l/ms1932, glæsileikinn uppmálaður en eldaði gúllas í búningsherberginu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.