Heimsmynd - 15.01.1990, Side 69

Heimsmynd - 15.01.1990, Side 69
KLETTURINN ryggvi Pálsson bankastjóri Tryggvi Pálsson er bankastjóri hins nýstofnaða íslands- banka. Liðlega fertugur og orðinn einn af áhrifamestu mönnum í íslensku bankakerfi. Hann segir velgengni í sínum huga tákna meira en stöðu og ríkidæmi. Vill láta gott af sér leiða og skilja við starf og félaga í góðu lagi. Rækta fjölskyldu og innri mann. Vera sáttur yið sjálfan sig, en reyna þó jafn- framt að bæta sig. Símenntun þykir honum lykilatriði, skóla- menntun úreldist svo fljótt á þessum tímum upplýsingastreym- is. Hann fer alltaf í háttinn um miðnættið og á fætur klukkan sjö. Borðar trefjablandað kornmeti í morgunmat og tekur lýsi. Stundar skíði, skokk og leikfimi. Drekkur ekki kaffi, reykir ekki og neytir áfengis í hófi. „Ég reyni að halda góðu sam- bandi heimafyrir og standa drengilega að málum á vinnustað. Hef trú á að til þess að ná árangri sjálfur verði að laða gott fólk til samstarfs, sjá út hverjum er að treysta og byggja stjórnun á valddreifingu. Það er líka hollt að breyta af og til um verkefni og halda góðum tengslum við þá sem eru manni samtíða. Vinnusemi er höfuðatriði. Hugurinn verður að vera vakandi þótt vinnudeginum sé lokið. Pað gengur ekki að slökkva á perunni um leið og skrifstofudyrnar lokast á eftir manni.“ • Vakna klukkan sjö • Trefjar og lýsá í morgunmat • Líkamsrækt • Ekkert kaffi • Engar reykingar • Áfengi í hófi • Símenntun • Drengskapur • Vinnusemi HEIMSMYND 69

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.