Heimsmynd - 15.01.1990, Page 72

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 72
/ Sumir halda að hún sé norn sem vefi mönnum örlög. Aðrir halda að hún sé scet stelpa sem geti pínulítið skrifað, en sé aðallega bara scet. Enn öðrum þykir hún einhver merkilegasti rithöfundur sem komið hefur fram hérlendis á síðari árum. Hún er höfundur bókarinnar Ég heiti Isbörg. Eg er Ijón. Mest seldu íslensku skáldsögunnar fyrir jólin. Sem er jafnframt af mörgum talin þess maklegust að hljóta fyrstu íslensku bókmenntaverðlaunin. En hver er hún? árið er tinnusvart og augun ótrúlega blá. Svipurinn sam- bland af bamslegri einlægni og ákveðni. Svartur, síður jakki og hvít- doppóttar gammo- síur, breitt belti og sokkar upp að hnjám. Hún réttir mér hendina og lít- ur beint í augun á mér og ég fæ þá til- finningu að hún sjái í gegnum mig. „Þú ert ljón,“ segir hún. Fullyrðing sem hún efast ekki um að sé rétt. Hún fær sér kaffi og sígarettu og ég sé að þrátt fyrir úthugsað útlit og framkomu er hún pínulítið feimin. Skelin er ekki sérlega hörð. Hún er í vöm. Henni leiðast blaðaviðtöl. Er hrædd um að vera misskilin. Mistúlk- uð. Langar mest af öllu til að vera hún sjálf. Opin, einlæg og barnsleg. En er hrædd við dóm heimsins. „Hvað viltu vita?“ spyr hún og lítur aftur á mig þessum himinbláu augum. „Allt,“ segi ég. Og hún hlær. Örlítið hásum, frjáls- legum hlátri og spennan á milli okkar er horfin. Hún heitir Vigdís. Hún er ljón. Fædd í Reykjavík þann fimmtánda ágúst 1953. Ólst upp í Kleppsholtinu, ein sjö barna þeirra Gríms M. Helga- sonar, sem nú er nýlátinn, og Hólm- fríðar Sigurðardóttur. Hún var hug- eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS konum svo vel að þegja. Þcer eru miklu scetari með lokaðan munninn!‘ 72 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.