Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 74

Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 74
„Stífar gáfumannsstellingar eru ekkert fyrir mig.“ „Ég hef fengið bréf með alls konar sóðaskap og einn sendi mér klámmyndir sem búið var að fróa sér yfir.“ myndaríkur krakki og dreymdi um að upplifa eitthvað spennandi: „Ein af þessum stelpum sem stálust niður í Vatnagarða í leit að sjóreknum líkum,“ eins og hún segir sjálf. Hverfið var í uppbyggingu. Nóg af stillönsum að prfla í og hálfbyggðum húsum að týnast í. Ævintýrið og þjóðsagan voru lifandi þáttur í hversdagsleikanum. Draugar og heilagur andi jafnraunverulegir og pabbi og mamma: „Maður barðist við að vakna klukkan -sex á morgnana og laumast út til að merkja sér rólu á róluvellinum. Við sett- um sand í þær. I sandinum var heilagur andi og auðvit- að tók enginn rólu með heil- ögum anda í. Svo læddist maður aftur heim í rúm og átti örugga rólu þegar út var komið klukkan níu. A kvöldin kíkti ég undir rúmið mitt í leit að draug- um. bæði spennt og hrædd, en þar var aldrei neitt.“ Það var faðir hennar sem fóðraði þjóðsagna- trúna: „Pabbi var mikill þjóðsagnamaður og sagði okkur krökkun- um endalausar sögur. Hann taldi að óþarfi væri að vera eins og Tómas og þurfa að taka á hlutunum til að trúa þeim.“ Sjálf samdi Vigdís sögur í tíma og ótíma, var að eigin sögn sfljúg- andi og batnaði ekkert þótt hún væri flengd fyrir lygarnar: „Þegar dótt- ir mín byijaði á dagheimili var fóstran hennar stelpa sem hafði alist upp í sömu blokk og ég og hún sagði við mig: „Ég hef bara þekkt eitt barn sem var lygnara en hún dóttir þín og það varst þú sjálf.“ Ég ætlaði mér þó ekk- ert illt með þessum lygum. Ég var bara að skapa minn eigin heim úr þeim undrum sem voru allt í kringum mig. Hugarflugið átti svo miklu meiri mögu- leika í þá daga. Þá sat maður og hlust- aði á leikritin í útvarpinu og skapaði persónurnar í huganum. Nú er þetta allt búið. Allt er sett í mynd og hugar- flugið hefur ekkert svigrúm.“ Eftir landspróf lá leiðin í Kennara- skólann: „Ég fékk mótþróa eftir lands- prófið og neitaði að fara í menntaskóla eins og flestir vinir mínir gerðu. Mér leið vel þessi fjögur ár í Kennaraskól- anum og sé ekkert eftir þeim mótþróa. Eftir stúdentspróf frá Kennaraskólan- um kenndi ég í eitt ár við kaþólska skólann og fór síðan í íslensku og bókasafnsfræði í Háskólanum. Það var h'ka gaman, nema hvað mér þótti bókasafnsfræðin óskaplega leiðinleg.“ Þegar hér var komið sögu var Vigdís komin í sambúð með Filip Frankssyni og búin að eignast soninn Hólmar. Fimm árum seinna bættist dóttirin Þór- dís við fjölskylduna. Og þegar börnin voru átta og þriggja ára fluttist fjöl- skyldan til Danmerkur þar sem Filip fór í framhaldsnám í myndlist. Vigdís skúraði í banka á nóttinni og upplifði áþreifanlega hroka Dana gagnvart út- lendingum í láglaunastörfum: „Þeir gera ráð fyrir því að maður hljóti að vera algjör vanviti ef maður er í svona starfi. Eg gleymi því aldrei þegar ein konan fór með mig inn á klósett til að sýna mér hvemig skipta ætti um rúllu fyrir handþurrkur. Hún sýndi mér hvernig ætti að gera það og sagði mér að koma niður með gömlu rúlluna þeg- ar ég væri búin að skipta. Ég gerði það auðvitað og þegar ég kom niður kallaði hún á allar hinar konurnar benti á mig eins og ég væri eitthvert fyrirbæri og sagði: „Sjáið hana bara, hún gat skipt um rúllu þótt ég sýndi henni það bara einu sinni." Annars eru Danir yndis- legt fólk og það var mjög gott að búa þar.“ Á daginn meðan börnin voru í skóla og á dagheimili fór Vigdís í fyrsta sinn að reyna að gera alvöru úr því að skrifa. „Ég skammaðist mín þó hálf- partinn og fór með þetta eins og mannsmorð. Fannst þetta vera einhver ónáttúra. Konum virðist oft finnast það. Þetta vantraust á sjálfum okkur er innbyggt í þjóðfélagið og uppeldið og mér finnst oft að það komi skýrast fram þegar við förum inn á svið þar sem við verðum að byggja algjörlega á eigin sannfæringu.“ ftir eitt ár í Danmörku kom 1 Vigdís heim með börnin og ' 1982 kom fyrsta bókin henn- ar Tíu myndir úr lífi þínu út. Ári seinna skilja þau Filip og | það er freistandi að spyrja 1 hvort skilnaðurinn hafi kom- ^ ið til vegna skrifta hennar. „Ég held að margar konur sem byrja að skrifa standi frammi fyrir því að velja milli hjónabandsins og skriftanna. Ég valdi. En við Filip erum mjög góðir vinir og höfum alltaf verið og ég vil alls ekki halda því fram að honum sé um að kenna. Ég er ekkert á móti hjónabandinu sem slíku en það hentar mér ekki. Mér finnst sorglegur þessi samruni sem oft verður í hjóna- böndum. sérstaklega þar sem það er svo oft konan sem rennur inn í karlinn. Þetta með að verða eitt þykir mér óhugguleg kenning. Ég er ekki á því að konur þurfi endilega sérherbergi til að skrifa í eins og Virginia Woolf hélt fram, en fjárhagslegt sjálfstæði er grunnurinn að sjálfsvirðingu og mér finnst lífsnauðsyn að vita það að maður getur séð fyrir sér og börnum sínum sjálfur. Fyrst og síðast verða konur þó að passa það að láta engan hugsa fyrir sig. Það er ennþá svo grunnt á því við- horfi að konur geti ekki hugsað fyrir sig sjálfar. Konur eiga að þegja á safn- aðarsamkomum. Það hefur ekkert breyst síðan í Biblíunni. Það fer konum svo vel að þegja. Þær eru miklu sætari með lokaðan munninn!“ Hefur það hvað hún er sæt hamlað Vigdísi í því að vera tekin alvarlega sem rithöfundur? „Æ, ég er nú ekkert alltaf að hugsa um hvort ég sé sæt eða ekki og hef ekki orðið vör við að það skipti máli. Hins vegar hef ég oft verið spurð að því hvort ég sé norn og fengið 74 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.