Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 77
lítið af sjálfum okkur. Það er til dæmis ótrúlegt að öll þau atvik sem þú hefur upplifað eru geymd einhvers staðar í undirmeðvitundinni og það er hægt að endurvekja þau lið fyrir lið með dá- leiðslu og láta þig upplifa nákvæmlega sömu tilfinningar. Það versta við dauð- ann er söknuðurinn. Það að einhver sem skipti svo miklu máli er ekki leng- ur. Sama upplifa margir við skilnað. Einhvers konar dauða. Eitthvað sem verður aldrei framar. En ég trúi ekki á aldrei framar.“ Samt ætlar hún aldrei framar í sam- búð. Hún segir það sjálfstætt fjöl- skylduform að vera ein með tvö börn og þótt það sé yndislegt að vera ást- fangin, þá sé sambúð eða hjónaband allt of heftandi fyrir sig: „Mér finnst karlmönnum hafa farið geysilega fram tilfinningalega undanfarin ár. Þeir eru opnari, hlýrri, mannlegri. En kannski eru þeir bara búnir að læra hvemig konur vilja að þeir séu og leika ákveðið hlutverk í upphafi sambands, sem þeir síðan detta út úr þegar til sambúðar kemur. Kannski vilja þeir ennþá að konur séu litlar og heimskar og dáist að þeim. Ég veit það ekki og ég ætla aldrei að komast að því. Ég nenni ekki alltaf að vera að láta heimsmynd mína hrynja, kenningarnar um að allt sé svo gott og gaman. En ég trúi því í alvöru að fólk sé meira gott en vont. Það eru öll þessi óskrifuðu lögmál sem við lif- um eftir sem eyðileggja fyrir okkur samskiptin. Við erum alltaf að reyna að stjórna ástinni hagfræðilega. Setja tilfinningarnar í ákveðin hólf í stað þess að leyfa þeim að flæða. Við erum svo hrædd við að brjóta normin. Að verða asnaleg í augum hins aðilans. Að gefa meira en við fáum. Láta tilfinn- ingarnar hlaupa með okkur í gönur eins og það er kallað. Tilfinningar hlaupa aldrei með mann í gönur. Ein- hvern tímann ætla ég að leyfa tilfinn- ingunum að taka yfirhöndina, leyfa þeim að flæða. Hætta að fylgja norm- unum. Það hefur mér ekki tekist hing- að til. Ég er svo trufluð af öllum þess- um óskrifuðu lögmálum. Ber svo mikla virðingu fyrir því sem ég fyrirlít!" Hún er örg út í þjóðfélagið, þótt hún neiti því í fyrstu. Örg út í yfirborðsmennsk- una, hraðann, tengslaleys- ið. „Allt það sama og mig langar að laga hjá sjálfri mér,“ segir hún hlæjandi, „farðu bara í Þjóðleikhús- kjallarann ef þú vilt sjá þjóðfélagið í hnotskurn. Það má eng- inn vera að því að stoppa og tala við þig. Það eru allir svo mikið að flýta sér áfram hringinn! Það eru allir lokaðir inni í sínum klefa eins og ísbjörg. Og það er enginn sem nennir að hlusta í tólf stundir. Fólk hlustar ekki. Sér ekki. Vill ekki heyra. Við þykjumst lifa framhald á bls. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.