Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 93

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 93
STÖÐ 2 SAGAN ÖLL mitt hingað til. Sátt við gallana og kostina. Að vera sáttur þýðir ekki að manni finnist maður vera fullkominn. Það er ótal margt í sjálfri mér sem ég þarf að laga. En fyrst og fremst þarf ég að þora að vera ég sjálf. Það er megin- markmiðið. Að vera ég sjálf einn dag í einu. Bara vera.“ Og hún er. Meira en flestar mann- eskjur leyfa sér nokkru sinni. Kannski þess vegna er hún hrædd. Fólk er svo grimmt í dómum. Hún er nýlega byrj- uð að lesa upp úr eigin verkum opin- berlega, áður fékk hún aðra til þess. „Eg skelf allan tímann. Get varla hald- ið á bókinni. Finnst vera að líða yfir mig. En það er allt í lagi. Það má alveg vera hræddur. Og þetta venst. Það get- ur enginn gert manni neitt ef maður er trúr sjálfum sér.“ Enn horfa augun beint í gegnum mig. Og ég skil þá menn sem ásaka hana um að skapa sér örlög. Nom eða ekki. Þessi kona á eftir að rita nafn sitt á spjöld sögunnar.D STÖÐ II . . . framhald af bls. 27 afssonar. Um þetta verður þó ekki full- yrt hér meðan ekki fæst upplýst hvaða reglur eru í gildi. Margir viðmælenda HEIMSMYND- AR hafa harmað að farsælum banka- stjóraferli Höskuldar Ólafssonar skuli ljúka með þessum hætti og telja raunar ómaklegt að hann einn sé opinberlega dreginn til ábyrgðar fyrir að leggja rangt mat á viðskiptin við Stöðina. Það sé að vísu ljóst að hann hafi haft ofur- trú á fyrirtækinu og frumkvöðlunum, en það sé ólíkt hans stjórnunarstil að ráðskast einn með hlutina. Höskuldur var ófáanlegur til að tjá sig um málið og sagðist hvorki mundu játa né neita upplýsingum sem væru bornar undir hann né tjá sig um málið á nokkurn hátt, hvort sem væri almennt eða um einstök atriði. VATNSENDINN Einhver furðulegasti endinn - eða öllu heldur endaleysan - í þessari mála- flækju allri saman er Vatnsendinn. Þessi furðulega jarðarsala byrjar að teygja anga sína inn í málið eftir miðj- an desember og átti að mati Hekiu- hópsins sinn þátt í að viðræðurnar við Verslunarbankann runnu út í sandinn 18. desember. Það er þó ekki fyrr en eftir jól sem salan á jörðinni er áþreif- anlega dregin inn í umræöurnar og efa- gjörnum boðið að ræða við hinn virta til sama tíma til að standa við hlutafjár- loforð sitt. Þann 6. janúar var svo gerð- ur samningur milli Borgarinnar og Magnúsar Hjaltested um kaup á meg- inparti jarðarinnar fyrir 170 milljónir króna, yrðu 12 milljónir greiddar út á árinu, þó ekki fyrr en fyrirvörum í samningnum hefði verið fullnægt, en afgangurinn á 10 árum. Fyrirvararnir voru um það að Kópavogi, sem jörðin tilheyrir, yrði boðinn forkaupsréttur að jörðinni og, hafni Kópavogur for- kaupsréttinum. að alþingi það sem nú situr samþykki lög sem heimili borg- inni eignarnám og sölu á landinu á grundvelli samkomulagsins. Kópavog- ur hefur 28 daga frest til að neyta for- kaupsréttar síns. Sama dag var tilkynnt að frestur þremenninganna til greiðslu hlutafjárloforðs síns hefði verið fram- lengdur til 5. febrúar. Fljótlega kom í ljós, að sala jarðar- innar var öll heldur vafasöm og þá ekki síður hitt, hvort andvirði hennar gæti nokkurn tímann runnið til Stöðvar 2. Magnús sat jörðina í skjóli erfðaskrár, sem bannaði honum sölu á jörðinni eða veðsetningu hennar nema í tilvikum. sem hér eiga ekki við. Mögulega hafði hann þegar með því að leggja hana að veði eða með undirritun samnings fyr- irgert ákvæðum erfðaskrárinnar og yrði þá að deila andvirði hennar með meðörfum sínum af báðum hjónabönd- um föður síns. Ekkja föður Magnúsar, sem hafði verið borin út af jörðinni 1969, tilkynnti að hún mundi krefjast „Ásknfendastofninn gæb' hrunið fyrir hvort sem er samkeppni við nýja sjónvatpsrás ríkissjónvaipsins eða helgarsjónvaip einkaaðila11. lögmann Jónas Aðalsteinsson og ganga úr skugga um að þetta sé vissulega raunhæfur grundvöllur fyrir því að fyrri eigendur Stöðvarinnar geti nú komið inn með 150 milljónir króna í hlutafé. Eftir samningum bankans að dæma á gamlársdag, bæði samning um aukn- ingu hlutafjár og starfsaming við þá þremenninga og Vatnsendahjónin Magnús og Kristrúnu Hjaltested, virð- ist bankinn hafa tekið væntanlega sölu á jörðinni sem jafngildi peninga. Raun- ar taldi Morgunblaðið að formlega hefði verið frá þessum málum gengið þannig að Magnús Hjaltested hefði samþykkt tryggingarvíxil með fyrirheiti um sölu jarðarinnar til Reykjavíkur- borgar og síðan lagt sjálfan kaupsamn- inginn að veði eftir að hann var frá- genginn. Um svipað leyti var upplýst að Reykjavíkurborg hefði gert bind- andi tilboð í jörðina, sem eigandi yrði að svara fyrir 6. janúar. Jafnframt var eigendum Stöðvarinnar gefinn frestur réttar síns með málshöfðun, ef af söl- unni yrði, og lögspekingar töldu að hún mundi geta sett lögbann á greiðsl- ur til Magnúsar um leið og þær færu fram. Þá þykir hitt ekki síður vafasamt, að alþingi mundi samþykkja eignarnám og breytingu á lögsögu milli Reykjavíkur og Kópavogs eins og málin eru í pott- inn búin og í andstöðu við bæjarstjórn Kópavogs. Sumir ganga svo langt að segja að eignarnám eftir að samningur liggur fyrir sé óþinglegt og alþingi muni ekki fást til að taka það fyrir. Eignar- nám þjóni þá enda engum tilgangi nema til að freista þess að fara í kring- um ákvæði erfðaskrárinnar, gera Magnúsi kleift að sitja einum að and- virði jarðar, sem hann megi ekki selja upp á sitt eindæmi. Raunar hefur fé- lagsmálaráðherra lýst yfir að eins og málið standi núna mundi hún ekki standa að flutningi málsins ef til kæmi. Enn kemur það til að Kópavogur lét HEIMSMYND 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.