Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 10

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 10
Frá stjórnarfundi Sýnar nýverið. Sveinn R. Eyjólfsson og Jónas Kristjánsson. BLimiR FA SYN - OG SJÁANDl LÍKA! að er víst sönnu nær að segja að skjálfti fremur en titringur hafi farið um Stöðvarmenn á Krók- hálsinum þegar tilkynnt var um nýja hluthafa í sjónvarpsstöð Sýnar hf., hlutafé yrði yfir 180 milljónir og kappkostað að sjónvarpssendingar gætu hafist með haustinu. Fyrir ýmsa hinna nýju hluthafa í Stöð 2 var þetta áfall. Þcir höfðu staðið í þeirri trú að Stöðin mundi sitja ein að markaðnum og stutt yrði í það að hún færi að verpa gull- eggjunum. Nú var sýnt að allur yrði sá róður erfiðari og fjarri því að Stöðin mundi sigla lygnan sjó þegar öldurnar lægði eftir yfirtöku hinna nýju aðila. Samkvæmt heimildum HEIMSMYND- AR höfðu einungis 99 milljónir verið greiddar inn þegar fyrri eigendur og hóp- ur manna með þeim greiddu að fullu sín hlutafjárloforð upp á 150 milljónir 5. febrúar. t>á stóðu leikar þannig að þær fjórar milljónir, sem þremenningarnir áttu af fyrra hlutafé, gátu gert herslu- muninn á vegasaltinu ef Eignarhaldsfé- lagið stillti sínu hlutafé á þá sveifina. (Fjölmiðlun 250 milljónir - Eignarhalds- félagið 100 milljónir - hópurinn með þre- menningunum 154 milljónir). Sögur hafa gengið um mikinn og heiftugan ágrein- ing milli Gísla V. Einarssonar, formanns stjórnar Eignarhaldsfélagsins, og Þor- varðar Elíassonar, varaformanns þess og sjónvarpsstjóra, um afstöðuna til hlut- hafahópanna, en Þorvarður kannast ekki við að ágreiningur þeirra snúist um þetta, enda væri það brigð á samkomu- lagi Eignarhaldsfélagsins við hluthafa- hópinn í Fjölmiðlun. Stjórnarformaður Stöðvarinnar, Jóhann J. Ólafsson, segir að allt hlutaféð sé nú komið inn. Eftir er að sjá hver samstaða manna milli reynist að baki þessu fjármagni. En hver svo sem ofan á yrði í innbyrðis erjum innan Stöðvarinnar er ljóst að framundan er slagur upp á líf og dauða um framtíð þessa eftirsótta fyrirtækis. Það kann því að skipta litlu máli hver þar vinnur sigur. Sigurvegari orrustunnar getur hæglega orðið sá sem tapar stríðinu. HEIMSMYND reyndist sannspá um það í grein sinni um Stöð 2, að sam- skiptalok Verslunarbankans og svo- nefnds Hekluhóps ættu eftir að draga á eftir sér langan slóða um samfélagið. Um miðjan febrúar var tilkynnt að þrír aðilar úr Hekluhópnum, sem raunar heldur enn saman undir nafninu Ara- mót, hefðu gengið ásamt Frjálsri fjöl- miðlun (DV) til samstarfs við SÝN hf., sem alllengi hefur verið með áætlanir á prjónunum um stofnun helgarsjónvarps. Þetta voru þeir Árni Samúelsson bíó- kóngur, Þorgeir Baldursson í prent- smiðjunni Odda og Lýður Friðjónsson ( Vífilfelli. Þetta er geysifjársterkt félag strax í upphafi með 184 milljón króna hlutafé. Áuk þessara manna sitja í stjórninni Jónas Kristjánsson og Sveinn R. Eyjólfsson af hálfu DV og er Jónas formaður. í spjalli við HEIMSMYND kvað Jónas fyrirtækið verða rekið upp á gamla mátann: tekjurnar kæmu fyrst og síðan yrðu útgjöld ákveðin í samræmi við það. Áætlanir fyrri eigenda yrðu allar endurskoðaðar nú og ekki endilega ein- skorðaðar við helgarsjónvarp, aðrir möguleikar yrðu skoðaðir. Sýnarmenn væru opnir fyrir samstarfsmöguleikum við Stöð 2, til dæmis um myndlyklanotk- un. Sýn hóf göngu sína með ráðningu þriggja lykilmanna frá Stöð 2: Goða Sveinssonar dagskrárstjóra, sem verður sjónvarpsstjóri, Páls Baldvins Baldvins- sonar aðstoðardagskrárstjóra, sem verð- ur innkaupastjóri, og Jóns Gunnarssonar auglýsingastjóra, sem verður markaðs- stjóri Sýnar. Aðspurður hvort Sýn mundi feta í fótspor Stöðvar 2 og yfir- bjóða fleira starfsfólk, sagði Jónas þetta hafa verið snögga en vel heppnaða að- gerð og yrði að öðru leyti farið hægt í mannaráðningar til vors. Það er áreiðanlega ekki ofsögum sagt að þetta hafi verið „snögg og vel heppn- uð aðgerð“, því að þetta eru menn í lyk- ilstöðum á Stöð 2. Þarna er því alvarlega vegið að helstu tekjuliðum Stöðvarinnar og þarf mikið að hafa gengið á til að þessir lykilmenn yfirgæfu skútuna, snöggt og fyrirvaralaust. Þeir hljóta ein- faldlega að hafa misst trúna á því að í hönd færi betri tíð með blóm í þeirra heimahaga. Stöð 2 á enn stórar upphæðir óupp- gerðar við erlend dreifingarfyrirtæki kvikmynda og áskrifendur eru byrjaðir að kvarta yfir lélegri dagskrá. Hið nýja hlutafé í Stöð 2 hefur enn ekki komið henni nema að takmörkuðu gagni, þar sem einungis 150 milljónir hafa runnið til fyrirtækisins, hitt er fast í Islandsbanka. Innlend dagskrárgerð er það sjónvarps- efni sem er dýrast, en um leið það efni sem gerir íslenskri sjónvarpsstöð kleift að skera sig úr í samkeppni um hylli áhorfenda. Samdráttur á því sviði gæti því hæglega kippt fótunum undan Stöð- inni. Jón Óttar hefur verið með hug- myndir um að afla aukins fjár með því að gera Stöðina að almenningshlutafé- lagi. Haraldur Haraldsson stjórnarmaður er hugmyndinni hlynntur, en segir betra að stilla vörunni upp í hillur fyrst en selja ekki eftir myndlista. Það gæti því orðið bið á fjáröflun eftir þeirri leið. Ýmsir hafa orðið til þess að benda á að nú hafi þeir hópar kaupsýslumanna, sem annars vegar standa að Stöðinni og hins vegar Sýn, skapað sér stöðu til að tala saman. Vafasamt verði að teljast að hinn litli íslenski markaður þoli sam- keppni þriggja aðila. Eigi að vera áfram við lýði metnaðarfull samkeppni við rík- issjónvarpið, verði hún að vera af hálfu stöðvar með fullburða fréttastofu og ís- lenska dagskrárgerð, sem hvort tveggja kosti mikla peninga. Missi Stöð 2 veru- legan fjölda áskrifenda séu allar forsend- ur brostnar fyrir tilveru hennar í núver- andi mynd; sem afþreyingarstöð ein- göngu sé hún of skuldsett til að standast samkeppni við Sýn. Starfsfólk hennar hljóti þá að tvístrast og sú mikla starfs- reynsla sem þar er saman komin að fara forgörðum. Finni forráðamenn þessara stöðva hins vegar flöt á því að starfa 10 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.