Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 13

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 13
Helga Agústsdóttir er alveg sannfærð um það að fólk eigi óta! jarðvistir að baki. „Alls lags fælni sem fólk upplifir tengist fyrri lífs- skeiðum." Fólk sem hefur áhuga á dulspeki er ekki endilega gætt dulrænum hæfileikum og án efa er slíkt fólk í minnihluta. Helga Agústsdóttir er ein þeirra sem er í hópi áhugafólks um dul- ræn málefni eða handan-mál eins og hún kallar þau sjálf. Hún er kennari að mennt, rúmlega fertug, tveggja barna móðir og vinnur sem textagerðarmaður á auglýsinga- stofu. Helga er sem stendur að þýða bókina The Michael Handbook og gefur Iðunn bókina út. Þaö er Helga sem hefur skipulagt heimsóknir dr. José Stevens, prófessors við Berkley háskóla í Kaliforníu til Is- lands og er hann væntanlegur í þriðja sinn hingað nú í mars. Dr. Stevens mun halda námskeið hér um Michael og kom- ast færri að en vilja. Tæplega hundrað manns eru á biðlista að komast í einka- tíma hjá Dr. Stevens. „Dr. Stevens kennir sálfræði við Berk- ley, rekur sjálfstæða sálfræðiþjónustu og hefur skrifað fjölda bóka. Hann er að auki bæði sérstæður og skemmtilegur miðill." En fyrir hvað stendur þetta Michael? Með örlitlu brosi útskýrir Helga að Michael sé sálnafjölskylda, samsett úr rúmlega 1000 sálum sem löngu eru komnar yfir móðuna miklu. „Þær hafa hver um sig lokið öllum jarðvistum sín- um, lært þær lexíur sem þær ætluðu sér og hafa nú sem samstæð heild það verk- efni að kenna okkur sem erum núna að afla okkur lífsreynslu og þekkingar. Eftir því sem Michael segir lifum við minnst fjörutíu sinnum og getum átt allt að fjög- ur hundruð jarðvistir að baki þegar til- vist okkar í efnislíkama lýkur. Dr. Stevens komst í kynni við Michael og tók ákvörðun um að þróa miðilshæfi- leika sína. Miðilsstarf hans er fólgið í því að leyfa kennara að koma í gegnum sig og nota rödd sína til að koma á framfæri fræðslu. Hann er sjálfur skyggn.“ Helga komst í kynni við þetta fyrir- bæri fyrir nokkrum árum. Hún segist alls ekki líta á þetta sem trú þótt hún sé nokkuð viss í sinni sök um endurholdg- anir og sálnagerðir en samkvæmt Micha- elfræðunum skiptist fólk niður í sjö sálnagerðir. Einhver benti Helgu á hvaða sálnagerð hún væri og var það fyrsta skrefið í þá átt að hún fór að kynna sér Michaelfræðin. „Aðalsmerki þessara fræða eru mannkærleikur og um- burðarlyndi. Fólk er orðið leitt á eilífri samkeppni og efnishyggju. I auknum mæli eru margir að leita svara við spurn- HEIMSMYND 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.