Heimsmynd - 01.03.1990, Side 14

Heimsmynd - 01.03.1990, Side 14
ingunni um tilgang lífsins og Michael er ein leiðin. Þetta sálnasafn er fræðiafl sem fræðir þá sem til þess leita í gegnum miðla. Þessa afls varð vart í Evrópu fyrr á þessari öld og síðan aftur í Bandaríkj- unum á áttunda áratugnum þegar nýöld- in var að ryðja sér til rúms. Fyrir tæpum þremur árum hitti ég mann sem hafði komist í kynni við Michael. Fyrir hans tilstuðlan fékk ég áhuga á að kynna mér þessi mál. Hann lánaði mér bókina, Message from Michael eða Skilaboð frá Michael og þegar ég fór að glugga í hana hrópaði ég upp yfir mig, loksins, loksins! En ég er alveg laus við alla dulræna hæfi- leika sjálf og lífi mínu lífi eins og ég hef alltaf gert, borða hrátt kjöt, reyki og drekk áfengi.“ Helga segir að þessi maður hafi lýst hennar sálnagerð en þær eru alls sjö: Konungur og stríðsmaður, prestur og þjónn, sögumaður og hagleiksmaður og lærdómsmaðurinn. „Maður hlýtur eitt hlutverk í upphafi sem er innsti kjarni sálarinnar og fer í gegnum öll þroska- skeið sálarinnar í efnisheimi og getur það þýtt hátt á fjórða hundrað jarðvistir, eftir því hve fólki tekst vel að þroska sig á hveiju skeiði fyrir sig. Sálin kemur frá Guði og hefur líf sitt á svonefndu ung- barnaskeiði og skiptist það í sjö þrep. Því næst hefst smábarnaskeið, þá unga skeiðið, þroskaða skeiðið og loks gamla skeiðið. Hvert skeið skiptist í sjö undir- flokka á þroskabrautinni, rétt eins og þroskaþróunin er í hverju jarðlífi. Maður velur sér einnig markmið, viðhorf og fleira sem eru liður í að þroska mann, nokkurs konar grunnpersónueigindir. Helga hafði samband við dr. José Stevens fyrir um einu ári. Hún sendi honum bréf til Kaliforníu og bað hann að koma til íslands. Eftir því sem dr. Stevens segir höfða „Michaelfræðin fyrst og fremst til sálna á þroskaða og gamla skeiðinu. Dr. Stevens bað mig að senda sér ljósmynd af mér svo hann gæti beðið Michael að greina mig. Hann er vöku- miðill sem þýðir að hann fellur ekki í trans til að ná sambandi við Michael. Hann sendi mér bréf og var greiningin á mér sú sama og komið hafði fram áður. Margir halda að það sé eitthvað betra að vera kóngur en þjónn og gömul sál frek- ar en ung sál. En eigi maður til dæmis tvö börn segir maður ekki að hið eldra sé betra en hið yngra. Það er aðeins komið lengra á þroskabrautinni.“ Það er engum blöðum um það að fletta að þótt áhangendur Michael segi að það sé ekki merkilegra að vera ung sál eða gömul, kóngur eða hagleiksmað- ur - að flestir vildu greinast sem gamlar sálir frekar en ungar. Bæði hún og fleiri sem hafa komist í kynni við Michael segja að það séu ungu sálirnar sem fram- kvæmi hlutina, eða séu með öðrum orð- um drifkraftur efnisheimsins. A móti má spyrja hvort einmitt þær sálir kunni þá ekki að hafa fleiri jarðvistir að baki, meiri reynslu - eins og önnur fræði en Michael hafa bent á. Samkvæmt Michael DÆMI UM ÞANKAGANG NÝALDARINNAR • Afþví að gömlu aðferðirnar duga ekki lengur. • Af því að breytingin frá hinu gamla til hins nýja leiðir til þroska. • Af því við höfum uppgötvað að þrátt fyrir hindranir getum við breytt. • Afþví að trúin á okkur sjálfleiðir til trúar á œðri mátt. • Af því að við verðum að finna aðferðir til að fara betur með jörðina og íbúa hennar. • Afþví að skortur og strit eru ekki mannsœmandi. • Af því að það er mikilvœgara að lifa í sátt og samlyndi en við átök. • Af því að það að hafa rétt fyrír sér þarf ekki að ráða hugsunar- hœtti okkar eins og í gegnum ald- irnar. • Af því að óttinn hið innra með okkur hefur skyggt á kærleikann allt of lengi. • Af því að það er afl hið innra með okkur sem verður ekki kceft öllu lengur. • Afþví að fólk er að berjast við að verða frjálst, frá sjálfu sér. • Af því að ástin er að sigra óttann hið innra með okkur. • Af því að við erum það sem við erum. DÆMI UM NÝALDARFÓLK • Fólk sem hefur hugrekki til að stjórna lífi sínu sjálft. • Fólk sem hefur visku til að láta aðra í friði með líf sitt. • Fólk sem veit að það verður að vera sátt við sjálft sig áður en það er sátt við aðra. • Fólk sem treystir á eigið innsœi þegar það tekur ákvarðanir. • Fólk sem setur sjálfu sér há sið- gœðismörk og byggir á eigin reynslu. • Fólk sem hugsar um líkamann, þroskar hugann og nœrir andann til að vera heilt og í jafnvœgi. • Fólk sem notar frjálsan vilja til að verða eigin gœfu smiðir. • Fólk sem veit að frelsið kemur innan frá óháð ytri kringumstœð- um. • Fólk sem nýtur leiðsagnar æðri máttarvalda, sem eru um leið, hluti af því sjálfu. • Fólk sem skilur að hið óþekkta er hluti af Guði sem enn hefur ekki verið uppgatvaður. • Fólk sem leitar fullkomnunar Guðs um leið og það fyrirgefur sjálfu sér og öðrum fyrir að vera ekki fullkomið. • Fólk sem leitast við að lœra af lífsreynslunni í stað þess að þola þjáningar lífsins. er algengt að fólk í stjórnmálum eða þeir sem sækjast eftir völdum séu sálir á unga skeiðinu en aðrir hafa bent á að einmitt slíkar sálir hafa talsverða reynslu á þess- um sviðum eða meiri reynslu. Þetta kom til dæmis fram í viðtali við stjörnuspek- inginn James Braha í febrúarblaði HEIMSMYNDAR. Þá segir Helga að skynja megi aldurs- skeið sálnanna á því viðmóti sem maður- inn sýnir öðru fólki og einnig megi lesa hana úr augum fólks. Sjálf bendir hún á að hroki sé ein sín aðalhindrun en segi ekkert til um sálaraldur hennar eða eins og hún útskýrir það: „ímyndum okkur að ég sé stödd fyrir handan og sé að kjósa mér næsta fæðingarstað og for- eldra. Ég þekki minn innsta sálarkjarna og hef yfirsýn yfir öll mín fyrri líf. Ég veit að það er ákveðið karma sem ég þarf að endurgreiða í næsta lífi, borga það sem ég hef miður gert í fyrri tilvist- um. Kannski hefur það reynst mér erfitt að læra mína lexíu og ég hef þurft að eyða mörgum jarðvistum á einu skeiði. Ég vel mér foreldra og umhverfi þar sem ég hef möguleika á að hitta það fólk sem ég þarf að jafna mitt karma með, kann- ski launa því á einhvern hátt hafi ég gengið á hlut þess áður eða öfugt. Áður en ég fæðist set ég mér fyrir þá lexíu sem ég þarf að læra í næstu tilvist því ég er staðráðin í að þroskast og því vel ég allar þessar grunnpersónueigindir saman. Takmarkið með þessu öllu er vitneskjan um það að maðurinn er brot af kærleiks- ríku alheimsafli, sem við köllum Guð og lokatakmarkið er altæk ást þar sem ég veit að næsta manneskja er hluti af mér sjálfri, við af Guði og náttúrunni allri. Á unglingsárunum velur maður sér ein- hverja hindrun sem hefur áhrif á það hvernig manni tekst að vinna úr þessu lífsskeiði. Þessi hindrun getur verið þijóska, græðgi, sjálfsvorkunn eða hroki.“ Til frekari skýringar segir hún að alls lags fælni sem fólk upplifi tengist fyrri lífsskeiðum og einn þáttur þess að vinna úr þeirri fælni sé vitneskjan um þessi fyrri líf. Sjálf hefur hún aldrei komist í það ástand sem sumir aðrir segjast þekkja að skynja fyrrilífsmyndir í gegn- um hugleiðslu eða drauma. „Mér hefur verið sagt ýmislegt en finnst það ekki skipta máli. Dr. Stevens segir mér að það sé mjög algengt að fólk vilji vita hvort það hafi verið þekktir einstakling- ar í veraldarsögunni. Ein kona spurði hann til dæmis hvort hún hefði einhvern tíma verið fræg eða tengd frægu fólki. Michael á að hafa svarað að hún hafi í einu sinna fyrri lífa verið móðursystir Sókratesar. Konunni fannst það ekki ýkja merkilegt. Flestir vilja hafa verið í sögufrægum hlutverkum og sýnir það að þeir skilja ekki alveg út á hvað líf og þroski gengur.“ Hún segir að áhuginn á Michaelfræð- unum sé vísbending um það að mikil gerjun sé í gangi. Fólk sé að leita að ein- hverri leið út úr efnishyggju. „Michael- 14 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.