Heimsmynd - 01.03.1990, Page 21

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 21
Hún er sá miðill sem hvað mest- ar vonir eru bundnar við meðal áhugafólks um dulræn fræði. Hún starfar á vegum Sálarrannsóknarfé- lags íslands og hefur gert um nokkurt skeið. Þórunn Maggý er komin á sex- tugsaldur, hefur eignast sjö börn og á erfitt líf að baki. Engu að síður er hún eins sannfærð og fleiri um að ný öld sé gengin í garð. „Jörðin er að sigla inn í hjartastöðina eins og sjá má af þróuninni síðustu mánuðina.“ segir hún glaðbeitt og)hispurslaust. Hún lýsir sér sem miðli. „Ég fell ekki í dá eins og sumir miðlar heldur vinn ég yfirskyggð eins og það er kallað. Þegar fólk fellur í dá yfirgefur sál þess lík- amann sem er mikið álag fyrir hann. Ég byrja alla skyggni- lýsingarfundi á því að biðja fyrir við- stöddum, landinu okkar eða þeim stað sem fundurinn er haldinn á. Ég bið um að ég og aðrir megum bera ljósið og kærleikann með okkur. Ég skynja annars vegar sterkt það sem er í kringum mig og svo hins vegar eitthvað sem kemur að ofan. Það kemur fyrir að fólk þræti fyrir hluti en viðurkenni síðar að þetta hafi allt stemmt. Um daginn kom kona á fund með vinafólki sínu. Faðir hennar kom til mín en hún þekkti hann ekki. Það voru vinir hennar sem skynjuðu hvað var að gerast og hnipptu í hana.“ Hún segir að fólk leiti mikið til Sálar- rannsóknarfélagsins. „Bæði er fólk að leita eftir aðstoð í erfiðleikum en margir vilja líka fá vitneskju um að eitthvað bíði þeirra eftir þessa jarðvist. Fólk vill sann- færast um að þessi tími hér á jörðu sé þess virði að efla sálina, þroskast og leita sannleikans. Fólk er einfaldlega að leita uppruna síns. Fólk býr yfir meiri næmni en það gerir sér oft grein fyrir. Innsti kjarni sálar þess er mun þroskaðri en sá hugur sem það þekkir og er mótaður af uppeldi og aðstæðum. Við veljum þessar aðstæður sjálf og þá foreldra sem ala okkur upp. Ég var gefin sem barn. Sú móðir sem ól mig upp var afar ströng og það uppeldi gerði mér kleift að stunda það starf sem ég er nú í.“ Þórunn Maggý hefur skynjað þenn- an dulræna hæfileika sinn frá unga aldri. „Ég fór sálförum sem barn og hélt að allir aðrir gerðu slíkt hið sama. Fyrir mér hefur þetta alltaf verið eðlilegur hlut- ur. Ég var sjúklingur fram að tíu ára aldri og segi sjálf að ástæðan sé sú að ég hafi upphaflega ekki viljað koma inn í þetta líf. Mín uppáhaldsiðja var að sitja með Bíbí, dúkkuna mína, í fanginu í lok- rekkju og fljúga um herbergið en þá sá ég sjálfa mig sitjandi á rúminu. Seinna flaug ég lengra og þá oft á staði sem ég þekkti ekki. Einna skemmtilegast þótti mér er ég sat á skýi og horfði niður á fólk. Ég var talin skreytin sem barn og þótti hafa óvenjufrjótt ímyndunarafl vegna þess að ég sagði frá reynslu minni og skynjunum. Eg var líkt og önnur börn Með barnabörnum sínum. Hún veit að hún hefur þekkt þau áður, segir hún. HEIMSMYND 21

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.