Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 27
HVERNIG LÆKNAR ÁKVEÐA
HVER A AÐ
OG HVER Á AÐ
Á stærstu spítölum
landsins þurfa læknar,
sjúklingar og
aðstandendur þeirra æ
oftar að glíma við
spurninguna um hvar
skuli draga mörk lífs og
dauða. Tæknilegar
framfarir gera
valkostina æ áleitnari,
sársaukafyllri og
vandmeðfarnari.
eftir ÓLAF HANNIBALSSON
ODD STEFÁN
Læknisfræðilegri þekkingu hefur fleygt fram á síðustu
áratugum og þá ekki síður þeirri tækni, sem læknar hafa
tekið í þjónustu sína. Þetta leiðir tíl þess að læknar standa æ
oftar frammi fyrir spurningunni um hvort lengra líf verði
sjúklingnum, ættingjum hans og vinum til yndis eða hvort
„lækningin“ leiði til lífs sem verður sjúklingnum án inntaks
og tilgangs og samferðamönnum hans kvöl. Atakanlegust
eru þau dæmi sem við höfum erlendis frá þar sem
sjúklingum er haldið á lífí í vélum og með margvíslegum
tækjabúnaði meðvitundarlausum, jafnvel árum saman, í
þeirri veiku von, að einhvern tíma geti komið að því að þeir
vakni til vitundar og jafnvel enn veikari von um að slíkt
kraftaverk leiði til eðlilegrar tilveru það sem eftir er.
Dramatískustu ákvarðanirnar eru þær sem teknar eru á
skurðstofum slysadeilda, þar sem læknirinn verður að taka
ákvörðun á staðnum og stundinni, án þess að þekkja til
sjúklingsins og oft án þess að geta ráðfært sig við
aðstandendur. En læknar standa frammi fyrir slíkum
ákvörðunum líka annars staðar í heilbrigðiskerfinu, þótt ekki
sé með jafndramatískum hætti.
Þórarinn Arnórsson skurðlæknir, Níls Christian Nílsen svæfingarlæknir og Hannes Petersen
aðstoðarlæknir við uppskurð á Landakoti.
Af þessu leiðir ný viðhorf og nýtt samband læknis, .
sjúklings og aðstandenda. Hér á landi hafa menn löngum
borið takmarkalítið traust til sérfræðiþekkingar læknanna og
viljað eftirláta þeim allar ákvarðanir. í Bandaríkjunum hafa
ágreiningsmál lækna, sjúklinga og aðstandenda þeirra æ
oftar orðið mál sem dómstólar hafa verið látnir skera úr.
Það hefur ýtt undir að læknar hafí meira samráð við
skjólstæðinga sína, jafnvel svo að varpa örlagaríkum
ákvörðunum yfir á þeirra herðar. Steinn Jónsson,
gjörgæslulæknir á Landakoti, er menntaður í
Bandaríkjunum. Hann segir að það samráð sem hann
vandist úti í Texas hafi í fyrstu verið tekið óstinnt upp af
skylduliði sjúklinga hér; mönnum fannst að læknirinn væri
að varpa ábyrgðinni yfir á sig. En skilningur á nauðsyn
samráðs af þessu tagi hefur smám saman verið að aukast hér
og læknar telja nauðsynlegt að aukin umræða fari fram um
þessi viðkvæmu mál.
HEIMSMYND fékk að fylgjast með nokkrum læknum
Landakots og Landspítalans í starfi og leitaði hjá þeim svara
við spurningunni um hvernig ákvörðun væri tekin á þessum
tæknivæddu stofnunum um hverjir skuli lifa og hverjir
deyja.
HEIMSMYND 27