Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 30

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 30
„Grundvallar- spurningin í þessu starfi er að við erum að leitast við að lækna fólk fyrir það sjálft, en ekki fyrir okkur læknana eða ættingja sjúklingsins . . - Þorsteinn Svörfuður Stefánsson svæfíngarlæknir Þorsteinn Svörfuður Stefánsson útskrifar hjartasjúkling daginn eftir vel heppnaða aðgerð. sveitaþorp samanborið við hin stóru ríki. Við flýjum hins vegar alveg eins undan því að taka á hinum siðferðilega vanda og aðrar þjóðir, því að það liggur í tíðar- andanum alls staðar í okkar hluta heims- ins að halda dauðahaldi í lífið. En ég hugsa að hér mundi finnast einhver læknir með nægilegt bein í nefinu til að fylgja eftir óskum fólksins, og einstakt tilfelli yrði þannig leyst í kyrrþey án þess að skapa nokkurt fordæmi. Þetta er erf- iðara viðfangs í stórum samfélögum þar sem allir eru ókunnugir og mikil hræðsla ríkjandi í læknastéttinni, eins og í Bandaríkjunum við málssóknir vegna hvers kyns frávika frá hinni almennu reglu. En það er nauðsynlegt að fá um þetta umræðu því að tæknin knýr á um- byltingu hugarfarsins og breyttra við- horfa við lífi og dauða. Þetta varðar ekki bara samband læknis og sjúklings heldur siðferðisviðhorf alls samfélagsins. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson er 52 ára gamall svæfingarlæknir á gjörgæslu- deild Landspítalans. Var 12 ár við fram- haldsnám og störf í Svíþjóð, lengst við Sahlgrenska spítalann í Gautaborg. Doktorsritgerð hans fjallaði um svæfing- ar á öldruðum. Hann er hár, grannur og hraustlegur og talar rólega og yfirvegað um starf sitt og erfiðar ákvarðanir því samfara. Það er óvenju lítið um að vera þennan þriðjudagsmorgun þegar okkur ber að garði. Gjörgæsla Landspítalans hefur yf- ir ellefu rúmum að ráða og er gjörgæsla fyrir allar deildir Landspítalans og ríkis- spítalana, nema fyrirbura og nýbura, og hjarta- og kransæðasjúkdóma. „Hér er ryndís Konráðsdóttir starfar að Heiinahlynningu Krabbameinsfélagsins ásamt þremur öðrum hjúkrunarfræðingum og tveimur læknum. Frá síð- astliðnu hausti gekk Rauði krossinn til liðs við þetta starf og Heimahlynningin er nú starfrækt allan sólarhringinn, virka daga sem helga. Bryndís segir að starfsliðið sé þegar orðið of fátt til að anna eftir- spurn eftir þessari þjónustu og starfsfólkið leggur á sig mikla ólaunaða sjálfboða- vinnu utan venjulegs vinnu- tíma til að geta fullnægt þörf- um þeirra sem eftir leita. Til lengdar er auðvitað ekki hægt að byggja starfsemi sem þessa á slíkri óeigingirni og fórn- fýsi. Höfuðmarkmið þessarar þjónustu er að styðja þá, sem eru með langt genginn krabbameinssjúkdóm, til þess að vera sem lengst heima, eft- Bryndís Konráðsdóttir á vakt heimilishlynningar ir því sem þeir óska og þeirra aðstæður leyfa. Starfið er byggt á grundvelli hugmyndafræði, sem kallast hospice og er orðin útbreidd um allan heim. í þeirri hugmyndafræði er gengið út frá að dauðinn sé eðlileg staðreynd lífsins og lögð áhersla á að á síðasta tímabili ólæknandi sjúkdóms séu hvorki gerðar tilraunir til að lengja né stytta líf sjúkl- ings, þegar von um h'fsgæði og færni einstaklingsins þverr. Með starfshópi Heimahlynningar vinnur ráðgjafarnefnd, sem í eru meðal annarra prestur, sálfræðingur, heimspek- ingur og fleiri sérfræðingar, enda er litið á þarfir sjúklings- ins í heild. andlegar, líkamlegar, félagslegar og trúarlegar. „Við virðum rétt hvers einstaklings til sjálfsákvörðunar." segir Bryndís, „og leggjum áherslu á að sjúklingur geti verið þátttakandi í ákvörðun- um er varða líf hans og dauða eftir að hafa fengið nægilegar, hlutlausar og heiðarlegar upplýsingar. Við leggjum mikið upp úr að hann geti átt þess kost að dvelja síðustu stundirnar á eigin heimili ef aðstæður leyfa." Hvert er svo viðhorf sjúkl- inganna til þessarar þjónustu? Eygló Viktorsdóttir tekur á móti okkur í íbúð sinni og eiginmanns síns við Rauðalæk. há kona og grönn. björt yf- irlitum og stillileg. Hún segist ekki hafa langa reynslu af Heimahlynningunni, en þetta sé ómetanleg þjónusta sem hefði þurft að koma miklu fyrr. Hjá henni uppgötvaðist krabbameinsæxli í ristli sem var fjarlægt í byrjun desem- ber. „og gerbreytti líðan minni til hins betra.“ En krabba- 30 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.