Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 32

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 32
að vera til sem lifandi einstaklingur þeg- ar heilastarfsemi hans sleppir. Læknis- fræðilega er þó ekki erfitt að taka ákvörðun í slíkum tilfellum en hún er rædd og borin undir sérfræðinga, sem stundað hafa sjúklinginn, sérfræðinga í taugasjúkdómum, svo og nánustu ætt- ingja. Síðan er stoðbúnaður, oftast önd- unarvél, tekinn úr sambandi og frekari meðferð hætt. Sjúklingurinn deyr þá oft- ast innan hálfrar stundar. Ef ekki er um heiladauða að ræða verða ákvarðanir flóknari og erfiðari. Þá er oftast ófullnægjandi að horfa ein- göngu gegnum þröngan sjónauka læknis- fræðinnar. Dæmi: Sjötugur maður, sem verið hefur í fullu fjöri og sér fram á gott líf í ellinni, verður fyrir áfalli og lendir inn á gjörgæsludeild þar sem hann er í öndunarvél. Meðan á meðferð stendur gefa sig fleiri h'ffærakerfi og það þarf að bæta við stoðvélum, hann deyr og er lífg- aður við. Líkurnar á því að hann geti lif- að því lífi í ellinni, sem hann hafði áður horft fram til með tilhlökkun og ánægju, eru hverfandi. Næsta víst er að hann verði heilaskertur, bundinn við rúm og hjólastól á langlegudeild hjúkrunarheim- ilis, þar sem verður að mata hann og hugsa um hann eins og barn. Á læknir- inn þá að gefast upp í baráttunni við að halda í honum lífinu, eða á hann að senda hann „lifandi“ frá sér? Er læknir- inn að gera sjúklingnum greiða með því? Er hann að gera nokkrum greiða með því? I þessu tilfelli er of seint að spyrja sjúklinginn sjálfan, læknirinn verður að taka ákvörðun í samráði við aðra, en hans er ábyrgðin að lokum. Annað dæmi: Kona með krabbamein í brjósti hefur undirritað yfirlýsingu um að hún vilji ekki neina meiriháttar vélræna meðferð til að halda í sér lífinu, þegar sjúkdómurinn er kominn á lokastig. Hún gerði þetta meðan hún var við þolanlega heilsu og með fulla andlega krafta. Ári síðar er hún komin á gjörgæslu, meðvit- undarlaus, truflun á saltstarfsemi líkam- ans og meinvörp orðin útbreidd. Eigin- maður hennar krefst þess að hún fái fulla meðferð á gjörgæslu. í þessu tilfelli mundi ég og margir starfsbræður mínir hér og erlendis telja að álit ættingjans ætti ekki að hafa áhrif á ákvörðun lækn- isins. Það er grundvallaratriði, að það er sjúklingurinn sjálfur sem ræður. Þriðja dæmi: Á að leyfa vakandi og andlega heilbrigðum sjúklingi að hafna meðferð sem sennilega mundi hjálpa honum. Um er að ræða sjúkling með al- varlegan taugasjúkdóm, sem tímabundin lömun fylgir. Hann yrði að vera í öndun- arvél einhverjar vikur, en að því búnu ætti lömunin að ganga til baka og sjúkl- ingurinn að ná sér aftur til fyrra horfs. Sumir mundu segja að hér bæri læknin- um að taka sér forræði yfir sjúklingnum, en ef við aðhyllumst það grundvallar- Steinn Júnsson grannskoöar röntgenmynd með aðstoðarfúlki sínu. atriði, að fullveðja einstaklingur með fullu ráði og rænu eigi rétt á að velja sjálfur lækni sinn og meðferð, ber lækn- inum að virða þessa ákvörðun hans. Viðhorf fólks til dauðans er auðvitað breytilegt eftir aldri. Börn geta auðvitað ekki tekið ákvarðanir í þessu efni eins og fullorðið fólk, en þau sýna oft ótrúlegan, ómeðvitaðan lífsvilja, sem dugar þeim í baráttu við erfiða sjúkdóma, sem eldra fólk hefði ekki af. Gamalt fólk veit að stundin nálgast. Það vill oft heldur lifa góðu lífi og styttra, heldur en vera hjálp- arþurfi með allar daglegar þarfir, þjást og líða illa. Það er algengt að gamalt fólk setji lífsnautn ofar lífslengd. Fólk vill lifa og hafa heilsu. Líf án heilsu er að flestra dómi ekkert líf.“ Þessi mál verða æ brýnni fyrir lækna og samfélag í alþjóðlegu samhengi. Is- lenskir læknar fylgjast vel með í þessum efnum. Þorsteinn Svörfuður var fenginn til að vera meðal þátttakenda í panelum- ræðum á norrænu þingi svæfingarlækna í Kaupmannahöfn í sumar þar sem um- ræðuefnið var Mannúð og gjörgœsla. Þar „Þá getur maður nálgast niðurstöðu og sagt við sjálfan sig, sjúkling og aðstandendur að líkurnar á bata séu svo litlar að maður setur spilin á borðið . . - Magnús Böðvarsson lyflæknir 32 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.