Heimsmynd - 01.03.1990, Side 36

Heimsmynd - 01.03.1990, Side 36
The WorldPaper Friðargróði í stað stríðsgróða: Nú er rétti tíminn En bandaríska hergagnaiðnaðarsamsteypan er enn í felum Eftir Stanley Fine aðmírál í Washington D. C. Tvær kynslóðir Bandaríkjamanna hafa vaxið upp í andrúmslofti ófriðar. Föðurlandsást hefur iðulega verið mæld í stuðningi manna við sívaxandi varnarútgjöld, gerð hugvitsamlegri vopna og samþykki við að blanda sér í málefni annarra þjóða hvar sem væri í heiminum. Peir, sem fá á sig stimpilinn „linir í varnarmálum", fá á sig dóm sem skýjaglópar eða jafnvel óþjóðræknir vinstrisinnar. Afleiðingin af þessu er sú að bæði innan varnarkerfisins - sem gengur undir nafninu hernaðar- iðnaðarsamsteypan - og vítt og breitt í þjóðfélaginu, eiga fjöl- margir líf sitt undir sterkum vörn- um. Þeir líta á allt sem er minna en óbreytt ástand sem óæskilega afturför. Þótt nákvæmar tölur séu ekki tiltækar má gera ráð fyrir að um 25 milljónir Bandaríkjamanna eða gróft reiknað um tíu prósent þjóðarinnar eigi líf sitt undir doll- urum til varnarmála. Álíka marg- ir bandarískir borgarar eiga svo óbeint afkomu sína undir varnar- útgiöldum. í fyrsta sinn síðan 1939 verða Bandaríkin að horfast í augu við ein- stætt vandamál. Hvernig við byrjum að leysa upp hernaðar-iðnaðarsamsteypuna í ljósi friðarumleitana Mikhails Gorbat- sjevs og minnkandi spennu milli austurs og vesturs. Dwight Eisenhower, fyrrverandi for- seti, vakti máls á vandanum strax 1961 þegar hann í marglofaðri kveðjuræðu sinni komst svo að orði að „í stjórnar- stofnunum okkar verðum við að vera á verði gegn óréttmætum áhrifum hernað- ar-iðnaðarsamsteypunnar, hvort sem markvisst er leitað eftir þeim áhrifum eða ekki.“ Eisenhower vék aftur og aft- ur að þörfinni fyrir jafnvægi í varnarút- gjöldum, „jafnvægi milli kostnaðar og þeirrar bættu stöðu, sem ætlað er að ná.“ Þarna var engin tæpitunga töluð af manni sem varð forseti Bandaríkjanna fyrir tilstilli hernaðar-iðnaðarsamsteyp- Stanley Fine, varaaðmíráll á eftirlaunum í bandaríska flotanum, var fjármálastjóri ráðu- | neytisdeildar fyrir flotann frá 1975 tíl 1978. ENGIR ÓVINIR - ENGIN VOPN unnar og var þekktur um allan heim fyr- ir frábæra frammistöðu sem hershöfð- ingi og æðsti yfirmaður herja banda- manna í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta er flókið vandamál. Hvernig á þjóð sem eytt hefur trilljónum dollara í 50 ár til að viðhalda risavöxnum herjum og hervæðingu að taka á þeim sálfræði- legu og efnahagslegu hindrunum sem rísa gegn því að snúa til eðlilegra friðar- tíma? Hvaða gagn er að risavöxnum vömum, ef óvininn vantar? Það hefur lítið verið hugsað um áhrif þeirrar spumingar á hemaðarstofnanir þjóðarinnar og sið- ferðistyrk þeirra. Svo lengi sem kalda stríðið hafði möguleika á að breytast í heitt stríð var auðvelt að innræta mönn- um í þjónustu hersins nauðsynlegan bar- áttuvilja til að halda heraflanum í stöðugri viðbragðsstöðu, enda þótt líf í herþjón- ustu falli seint undir friðsamlega iðju. Það eru fleiri hindranir en efnahags- legar í vegi umbreytingar. Einstaklingar í „samsteypunni“ láta stjórnast af starfs- frama sínum, sálfræðilegum, tilfinninga- legum, pólitískum, trúarlegum og hug- lægum vangaveltum, sem ekkert hafa að gera með efnahagslegar þarfir eða varn- armálaútgjöldin - eða ef út í það er far- ið, hernaðarógnun við þjóðina. Vegna þess að varnarútgjöld eru svo rótgróin í amerísku þjóðfélagi hefur ver- ið fátt um áætlanir stjórnmálamanna, kaupsýslumanna og leiðtoga úr hópi menntamanna um umbreytingu til frið- ar. En með því að umræðan í Bandaríkj- unum beinist nú meir og meir að svo- kallaðri „friðar-arðsúthlutun“ getur þetta farið að breytast. Samtök í Wash- ington, sem kallast Þjóðarnefndin um efnahagslega umbreytingu og afvopnun - og státar af hagfræðingnum John Kenneth Galbraith og George McGo- vern, fyrrum öldungadeildarþingmanni, meðal virðulegra meðlima sinna - hafa leitt saman verkalýðs- og starfsgreinafé- lög, velferðar- og friðarsamtök til þess að vekja upp umræðu um allt þjóðfélag- ið um hvernig megi nýta friðardollarana til hagsbóta fyrir borgarana. Áformuð er röð umræðuþátta í sjónvarpi með heitinu „Bandaríkin eftir kalda stríðið og útdeiling friðararðsins“. Þeim fyrsta verður sjónvarpað í maí. Fulltrúa- deildarþingmaðurinn Ted Weiss hefur lagt fram í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp um Efnahagslega aðlög- un vegna varnarmála, sem á vax- andi fylgi að fagna á þessu ári hinnar miklu umbreytingar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að komið verði á fót nefndum til könnunar á því hvernig hergagna- iðnaðurinn getur skipt yfir til borgaralegrar framleiðslu, veitir starfsfólki sem sagt er upp allt að tveggja ára aðlögunartíma á laun- um og sér fyrir áætlunargerð í hverju fyrirtæki fyrir sig. Þetta frumvarp er þegar orðið fyrirmynd um allan heim að löggjöf, sem stefnir að því að tryggja stöðuga og skipulega umbreytingu til borgara- legrar framleiðslu. Umbreyting hefur átt sér stað áður. Meiriháttar iðnaðar- og hemaðarafvopnun átti sér stað eftir seinni heimsstyijöld- ina og Kóreustríðið 1953. Þótt þær aðgerðir væru sársaukafullar í sumum greinum iðnaðarins reyndust þær vel framkvæmanlegar. Til lengri tíma litið urðu þær til eflingar hagkerfinu. En brýnast af öllu er að Bandaríkin eignist nýja leiðtoga, ósljóvgaða af fyrndum hugmyndum og færa um að setja fram skýrt mótaða, nýja og yfir- vegaða hugsjón um líf í jafnvægi eftir kalda stríðið - ólíkt nýlegu ákalli Bush forseta til stuðnings við fjárframlög Bandaríkjanna til varnarmála. Hann sagði að það væri „mjög þýðingarmikið að láta þessar uppörvandi breytingar ekki lokka okkur til sjálfsánægju og ábyrgðarleysis" eða „til að slaka á ár- vekni okkar gegn alheimsógnun“ af hálfu Sovétríkjanna. Skynsamleg umbreyting ætti að koma frá forystu þjóðarinnar, frá „toppi til tá- ar“. Fjárlög Bush forseta fyrir fjárlaga- árið 1991, sem gera einungis ráð fyrir lágmarksniðurskurði á varnarútgjöld- um, sýna glögglega að sú forysta er enn ekki fyrir hendi. ♦ Tap einstakra ríkja Bandaríkjanna vegna friðar Andvirði verksamninga hergagnaiðnaðarins og laun starfsmanna sem hluti af ríkisframleiðsu hvers ríkis Ríki 1981 1986 Kalifornía 6,63 6,97 Illinois 1,43 1,60 Massachusetts 6,92 8,03 New York 2,97 2,99 Ohio 2,58 3,69 Texas 4,43 4,97 Heimild: Bandaríska viðskiptaráðuneytið 36 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.