Heimsmynd - 01.03.1990, Page 38

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 38
The WorldPaper Riddarar stríðsjálkanna Helstu hagkerfi drifin af hergagnaiðnaði Starfsfólk Hundraðshluti í hergagnaiðnaði starfa í iðnaði Land (íþúsundum) sem heild ísrael 90 22,6 Malasía 3 18,0 Bandaríkin 3.350 11,1 Kína 5.000 10,0 Sovétríkin 4.800 9,7 Bretland 700 9,0 Frakkland 435 6,3 Argentína 60 5,0 Egyptaland 100 4,1 Indland 280 3,0 Vestur-Þýska- land 290 2,8 Noregur 15 2,7 Singapúr 11 2,7 Italía 160 2,3 Svíþjóð 28 2,2 Heimild: Árbók Sameinuðu þjóðanna 1985/86 Byssur í smjör (framhald frá fyrri síðu) Framleiðendur og neytendur eru ekki ánægðir með hvernig umbreytingin gengur fyrir sig. Starfsfólkið í hergagna- iðnaðinum, sem er vant því að á það sé litið sem úrvalslið sovéska hagkerfisins, er langt frá því að vera ánægt með að vera flutt í aðrar tilkomuminni starfs- greinar. Pantanir í framleiðslu þeirra voru öruggar. Afhending aðfanga til þeirra gekk snurðulaust fyrir sig. Kaup og laun, kaupaukar og fríðindi voru rausnarlegri en í nokkurri annarri grein iðnaðarins. Umbreyting þýðir ekki bara tekjuskerðingu heldur líka að þjóðfé- lagsleg staða setur ofan. Þessu til viðbótar munu hundruð þús- unda almennra verkamanna sjá fram á atvinnuleysi. Þeir munu þurfa að undir- gangast nýja starfsþjálfun. Það er erfitt að segja hvernig stjórnvöld og stofnanir þeirra muni taka á þessum raunverulegu vandamálum. Þjóðhagsleg umbreyting- aráætlun er enn ekki til. Það ferli sem fram undan er ber í sér félagslega spennu og óánægju. En ekki dugir að reka upp harma- kvein. Að breyta sverðum í plóga er ekki bara biblíuviska. Það er raunhæft markmið. Sumir hagfræðingar telja að hinum gífurlegu vísinda- og tæknimöguleikum hernaðariðnaðarins megi með góðum árangri beina til vísindalegra iðngreina eins og rafeinda- og tölvuiðnaðarins, upplýsinga- og samskiptakerfa. Geim- varnakerfið, sem kallað er Orkustorm- ENGIR ÚVINIR - ENGIN VOPN ur, krafðist uppfinn- ingar hundrað nýrra efnistegunda, 240 nýrra tæknisviða og 130 tegunda áður óþekkts tæknibúnað- ar. Þessa nýju tækni og fullbúnu fram- leiðsluvörur ætti að mega markaðssetja erlendis og afla með því gjaldeyris til kaupa á neysluvar- ningi. Þessar tillögur hagfræðinganna eru rökréttar. En tómar hillur verslana leyfa því miður ekki marga valkosti. Við verðum að gera eitt- hvað raunhæft til að sannfæra neytandann um að verið sé að hugsa um hans hag, létta af honum byrði dagsins og morgun- dagsins, eins fljótt og framast er unnt. Þetta er þýðingar- mesta markmið ríkis- stjórnarinnar. Um- breyting mitt í fátækt leyfir ekki alltaf skynsamlegustu kost- ina. Og við erum svo sannarlega fátæk. Kreppa sovéska hagkerfisins er afleið- ing þróunar sem hefur í senn verið mannstýrð og brengluð. Þungaiðnaður- inn hefur alltaf haft forgang yfir léttaiðn- að. Hernaðarþarfirnar gengu alltaf fyrir þörfum borgaranna. Frjálst markað- skerfi hefði aldrei leyft að slík riðlun hlutfalla ætti sér stað. En hagkerfi Sovét- ríkjanna þróaðist ekki í samræmi við markaðslögmál heldur aðeins með til- skipunum stjórnvalda. Þannig, að ef umbreyting snýst um að hverfa úr einu ástandi í annað, er um- breyting Gorbatsjevs ekki ein heldur margar samhliða. Frá pólitísku alræðis- kerfi til lýðræðis; frá miðstýrðu hagkerfi til markaðshagkerfis. Og frá hernaðar- framleiðslu til borgaralegrar. Allt um- breytingar. En síðastnefnda umbreyting- in - örlög hennar, svipmót og hraði - er samtvinnuð öðrum breytingum sem eru að gerast í Sovétríkjunum. Hún mun öðlast kröftugri framgang eftir því sem meginmarkmiðum efnahagslegra og pólitískra umbóta sovésks þjóðfélags fleygir fram. En hið gagnstæða er jafnsatt. Arangur perestrojkunnar byggist að stórum hluta á árangri umbreytingarinnar frá hernaði til friðar.4 Want to brush up on a foreign language? With Audio-Forum’s intermediate and advanced materi- als, it’s easy to maintain and sharpen your foreign language skills. Besides intermediate and advanced audio-cassette courses —most developed for the U.S. State Dept. — we offer foreign-language mystery dramas, dialogs recorded in Paris, games, music, and many other helpful materi- als. And if you want to learn a new language, we have beginning courses for adults and for children. We oflfer introductory and advanced materials in most of the world’s languages: French, German, Spanish, Italian, Japanese, Mandarin, Greek, Russian, Portuguese, Korean, Norwegian, Swedish, and many others. Call 1-800-243-1234 for FREE 32-page catalog, or write: Audio-Forum, aupia-pqRum THELANGUAGE9GURCE 96 Broad St., Suite P354 Guilford. CT 06437 (203) 453-9794 38 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.