Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 38

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 38
The WorldPaper Riddarar stríðsjálkanna Helstu hagkerfi drifin af hergagnaiðnaði Starfsfólk Hundraðshluti í hergagnaiðnaði starfa í iðnaði Land (íþúsundum) sem heild ísrael 90 22,6 Malasía 3 18,0 Bandaríkin 3.350 11,1 Kína 5.000 10,0 Sovétríkin 4.800 9,7 Bretland 700 9,0 Frakkland 435 6,3 Argentína 60 5,0 Egyptaland 100 4,1 Indland 280 3,0 Vestur-Þýska- land 290 2,8 Noregur 15 2,7 Singapúr 11 2,7 Italía 160 2,3 Svíþjóð 28 2,2 Heimild: Árbók Sameinuðu þjóðanna 1985/86 Byssur í smjör (framhald frá fyrri síðu) Framleiðendur og neytendur eru ekki ánægðir með hvernig umbreytingin gengur fyrir sig. Starfsfólkið í hergagna- iðnaðinum, sem er vant því að á það sé litið sem úrvalslið sovéska hagkerfisins, er langt frá því að vera ánægt með að vera flutt í aðrar tilkomuminni starfs- greinar. Pantanir í framleiðslu þeirra voru öruggar. Afhending aðfanga til þeirra gekk snurðulaust fyrir sig. Kaup og laun, kaupaukar og fríðindi voru rausnarlegri en í nokkurri annarri grein iðnaðarins. Umbreyting þýðir ekki bara tekjuskerðingu heldur líka að þjóðfé- lagsleg staða setur ofan. Þessu til viðbótar munu hundruð þús- unda almennra verkamanna sjá fram á atvinnuleysi. Þeir munu þurfa að undir- gangast nýja starfsþjálfun. Það er erfitt að segja hvernig stjórnvöld og stofnanir þeirra muni taka á þessum raunverulegu vandamálum. Þjóðhagsleg umbreyting- aráætlun er enn ekki til. Það ferli sem fram undan er ber í sér félagslega spennu og óánægju. En ekki dugir að reka upp harma- kvein. Að breyta sverðum í plóga er ekki bara biblíuviska. Það er raunhæft markmið. Sumir hagfræðingar telja að hinum gífurlegu vísinda- og tæknimöguleikum hernaðariðnaðarins megi með góðum árangri beina til vísindalegra iðngreina eins og rafeinda- og tölvuiðnaðarins, upplýsinga- og samskiptakerfa. Geim- varnakerfið, sem kallað er Orkustorm- ENGIR ÚVINIR - ENGIN VOPN ur, krafðist uppfinn- ingar hundrað nýrra efnistegunda, 240 nýrra tæknisviða og 130 tegunda áður óþekkts tæknibúnað- ar. Þessa nýju tækni og fullbúnu fram- leiðsluvörur ætti að mega markaðssetja erlendis og afla með því gjaldeyris til kaupa á neysluvar- ningi. Þessar tillögur hagfræðinganna eru rökréttar. En tómar hillur verslana leyfa því miður ekki marga valkosti. Við verðum að gera eitt- hvað raunhæft til að sannfæra neytandann um að verið sé að hugsa um hans hag, létta af honum byrði dagsins og morgun- dagsins, eins fljótt og framast er unnt. Þetta er þýðingar- mesta markmið ríkis- stjórnarinnar. Um- breyting mitt í fátækt leyfir ekki alltaf skynsamlegustu kost- ina. Og við erum svo sannarlega fátæk. Kreppa sovéska hagkerfisins er afleið- ing þróunar sem hefur í senn verið mannstýrð og brengluð. Þungaiðnaður- inn hefur alltaf haft forgang yfir léttaiðn- að. Hernaðarþarfirnar gengu alltaf fyrir þörfum borgaranna. Frjálst markað- skerfi hefði aldrei leyft að slík riðlun hlutfalla ætti sér stað. En hagkerfi Sovét- ríkjanna þróaðist ekki í samræmi við markaðslögmál heldur aðeins með til- skipunum stjórnvalda. Þannig, að ef umbreyting snýst um að hverfa úr einu ástandi í annað, er um- breyting Gorbatsjevs ekki ein heldur margar samhliða. Frá pólitísku alræðis- kerfi til lýðræðis; frá miðstýrðu hagkerfi til markaðshagkerfis. Og frá hernaðar- framleiðslu til borgaralegrar. Allt um- breytingar. En síðastnefnda umbreyting- in - örlög hennar, svipmót og hraði - er samtvinnuð öðrum breytingum sem eru að gerast í Sovétríkjunum. Hún mun öðlast kröftugri framgang eftir því sem meginmarkmiðum efnahagslegra og pólitískra umbóta sovésks þjóðfélags fleygir fram. En hið gagnstæða er jafnsatt. Arangur perestrojkunnar byggist að stórum hluta á árangri umbreytingarinnar frá hernaði til friðar.4 Want to brush up on a foreign language? With Audio-Forum’s intermediate and advanced materi- als, it’s easy to maintain and sharpen your foreign language skills. Besides intermediate and advanced audio-cassette courses —most developed for the U.S. State Dept. — we offer foreign-language mystery dramas, dialogs recorded in Paris, games, music, and many other helpful materi- als. And if you want to learn a new language, we have beginning courses for adults and for children. We oflfer introductory and advanced materials in most of the world’s languages: French, German, Spanish, Italian, Japanese, Mandarin, Greek, Russian, Portuguese, Korean, Norwegian, Swedish, and many others. Call 1-800-243-1234 for FREE 32-page catalog, or write: Audio-Forum, aupia-pqRum THELANGUAGE9GURCE 96 Broad St., Suite P354 Guilford. CT 06437 (203) 453-9794 38 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.