Heimsmynd - 01.03.1990, Page 44

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 44
M ARS TÍMAMÓT 1990 Valgarður Egilsson, læknir og skúld. vœri ekki fœddur á Grenivík þann íuttugasta mars 1940 hvar og hvenœr hefði hann þá viljað fœðast? „A íslandi 1890, því þá var fólk svo bjartsýnt." Inn í hvernig aðstœður? „Inn í bjartsýnan heim.“ Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst viljað vera? „Jesús Kristur." Hvaða tímabil í sögunni heillar þig mest? „Upphaf sögu manna við Olduvaigljúfrin í Tanzaníu." Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? „Jóhanni Bessasyni langafa mínum. Hann hafði svo mikið skegg að hann batt það upp í tryppi ef hann vantaði snæri og var allra manna sterkastur.“ Hvernig húsgögn viltu hafa í kringum þigl „Bókahillur, allt annað er aukaatriði." Hvernig matur finnst þér besturl „Hafragrautur með nýrri lifrapylsu. Annars er ég ókresinn á mat.“ Hverju leggurðu mest upp úr við val á fatnaðil „Ég hef engan áhuga á fatnaði nema skófatnaði, en vil hafa alla skó í laginu eins og íþróttaskó.“ Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mestl „Hún er úr samtímasögunni og ég veit ekki hvað hún heitir. Það er kona af indverskum ættum sem ég sá einu sinni á járn- brautarstöð í Metz í Frakklandi og talaði ekki einu sinni við.“ Hvernig slapparðu afl „í einveru. Þá fæ ég næði til að vinna.“ Hver er besta kvikmynd sem þú hefur séðl „Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Oskar Gíslason.“ Hverju sérðu mest eftirl „Að hafa ekki verið móður minni betri sonur." Svokölluð Mars-lög (einnig nefnd Apríl- lög) voru sett af ung- verska þinginu í Pozony, þar sem Bratislava er nú, í bylt- ingunni 1848. Þar var lagður grundvöllur að nútímaríki í Ungverjalandi. Eftir bylting- una í París í febrúar 1848 og í Vín skömmu síðar ákváðu frjálslyndir þingmenn í neðri deild ungverska þingsins að bægja frá uppþotum með lagasetningu sem ýtti undir endurbætur og breytingar í átt til aukins þjóðfrelsis. Leiðtogi frjálslyndra, La- , os Kossuth, kynnti frum- varpið fyrir þinginu en markmið þess var að vernda völd aðalsins um leið og lagður yrði grundvöllur að sjálfstæði ungverska rík- isins sem að- eins yrði sam- einað austur- ríska keisaradæminu að nafninu til og var frumvarpið samþykkt að lögum af báð- um deildum þingsins. Sam- kvæmt lögunum skyldi undir- konungur sitja í Búdapest og taka ákvarðanir án þess að bera þær undir þingið í Vín, Ungverjar skyldu ráða þjóð- varðliðinu, ríkisfjármálum. Leiðtoginn Kossuth Fiskurinn er merki marsmánaðar (19. febrúar - 19. mars). Árstími fisksins er í lok vetrar þegar veður er umhleypingasamt. Þetta endurspeglast í eðli fisksins, £ margbrotinni og misjafnri skapgerð. Tími fisks- ins er biðtími. Vorið er að nálgast og með því fyrirheit sumarsins en enn ríkir þó vet- ur. Á þessum tíma er litið yfir öxl yfir liðinn vetur, um leið og horft er fram á við. Þetta birtist í því að fiskurinn leitast við að hafa yfirsýn yfir mál og hugleiða þau í stærra sam- hengi. Fiskurinn er í eðli sínu til- finningavera og getur verið margslunginn í tjáningu, að því er Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnuspekingur segir. Fiskurinn er oft fjölhæfur og hann hefur sterkt ímyndunarafl. Sagt er að fiskurinn geti bæði synt á móti straumnum þegar sá gállinn er á honum en jafnframt berist hann með straumnum þegar það hentar honum betur. Venjulegur fiskur er ljúfur og vingjarnlegur í viðmóti. Sem stjórnandi getur fiskurinn verið óútreiknanlegur og mis- lyndur. Hann er næmur, oft hjálpsamur og fórnfús. Auk listaáhuga er áhugi á andlegum málum áberandi hjá mörg- um fiskum. Veikleikar fisksins eru gleymni, undansláttur og hon- um hættir til að flýja ábyrgð. Honum hættir til að leita á náðir vímugjafa og hann er stundum rótlaus. Draumlyndi hans leiðir til þess að oft verð- ur minna úr framkvæmdum en áætlunum. Hann er áhrifa- gjarn og honum hættir líka til að gleyma sjálfum sér alger- lega. Tilfinningaólga getur lit- að skoðanir hans og viðhorf. Fiskurinn þarf að venja sig á það að koma beint fram, segja það sem segja þarf, jafnvel þótt það særi aðra. Meðal líkamlegra veikleika fisksins eru aumir fætur, lé- legt sogæðakerfi, erfiðleikar í sambandi við hreinsun blóðsins og ójafnvægi í starfsemi kirtla. ímyndunarafl fisksins leiðir til þess að þegar hann er innan um sjúkt fólk finnst honum hann veikur sjálfur. Þekkt fólk í fiskamerki eru: Harry Belafonte, Enrico Caruso, Albert Einstein, Frederic Chopin, Victor Hugo, Ted Kennedy, Rudolf Nureyev, Elizabeth Taylor, George Washington og John Steinbeck. FISKURINN 44 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.