Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 48

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 48
M ARS 1990 all og lagði stund á húsamál- un auk þess sem hann var virkur í írska lýðveldishern- um. Hann var handtekinn í Englandi í sendiför fyrir IRA og komið fyrir í þriggja ára vist á betrunarhæli í Suffolk en verk hans Borstal Boy (1958) er lýsing á því tíma- bili. Nítján ára gamall var hann ákærður fyrir árás á lögreglumann og dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar og þar varð sögusvið fyrsta leik- rits hans, The Quare Fellow (1954). Hann hlaut almenna sakaruppgjöf 1946 en var handtekinn aftur eftir það, bæði fyrir þátttöku í uppþot- um og drykkjulæti. Hann skrifaði fjölda smásagna, ljóða og var dálkahöfundur í írsku dagblaði. Frægasta verk Brendans Behan er Gísl sem fjallar um enskan hermann sem IRA hefur í haldi sem gísl í hóru- húsi til að koma í veg fyrir að einn þeirra manna verði tek- inn af lífi. Gísl fékk glæsileg- ar móttökur á sviði í London árið 1960 og í New York skömmu síðar þar sem Behan var mikið hampað. Elizabeth Barrett Browning enska skáldið sem aðallega er fræg fyrir ástarljóð sín, Sonnets from the Portuguese, fæddist í Durham í Englandi þann 6. mars 1806. Hún var elsta barn Edward Barrett Moulton og átti ánægjulega æsku þar sem hún ólst upp í Malvern Hills í Worcestershi- re. Fimmtán ára gömul fékk hún sjúkdóm vegna meiðsla í baki og bar þess merki alla ævi. Fjölskyldan fluttist til London þegar Elizabeth var komin um þrítugt og þar birt- ust fyrstu ljóð hennar á prenti. Bróðir hennar drukknaði skömmu síðar og var harmur hennar það mikill að hún treysti sér ekki til að umgangast nema örfáa aðila. Hún var orðin þekkt nafn í heimi bókmenntanna þegar skáldið Robert Browning sendi henni svohljóðandi skeyti árið 1845: Ég elska ljóðin yðar af öllu hjarta, kæra fröken Barrett. Ég elska, eins og ég segi, þessi kver af öllu hjarta - og ég elska yður líka.“ Nokkrum mánuðum síðar hittust þau. Þau gengu leynilega í hjóna- band ári síðar og héldu sam- bandi sínu leyndu vegna ótta við föður hennar sem jaðraði Skáldið rómantíska við að vera harðstjóri. Sonn- ettur hennar endurspegla hik hennar við að ganga að eiga Robert Browning en þær komu út árið 1850. Browning hjónin fluttust til Italíu og faðir hennar fyrirgaf henni aldrei. Næsta ljóðabók hennar beindist gegn þræla- haldi í Bandaríkjunum og kom út í Boston 1848. Hjónin settust að í Flórens og þar fæddist eina barn þeirra, son- urinn Robert Wiedemann Barrett, 1849. Eitt stærsta verk hennar, Aurora Leigh, kom út 1857, féll ekki í góðan jarðveg hjá gagnrýnendum en náði miklum almennum vinsældum. Síðustu ár ævi sinnar fékk Elizabeth Barrett Browning mikinn áhuga á dulspeki og á tímabili varð hún mjög upp- tekin af ítölskum stjórnmál- um. Hún lést í örmum eigin- manns síns árið 1861. Byltingarsinninn Rósa Rósa Luxemburg, uppnefnd Blóð- Rósa, var fædd í Za- mosc í Póllandi sem þá var hluti af rússneska keisara- dæminu þann 5. mars 1871 og varð þekktur byltingarsinni. Hún átti stóran þátt í því að stofna pólska jafnaðar- mannaflokkinn og Spartak- usbandalagið sem síðar varð James Madison, fjórði forseti Bandaríkjanna og einn af höf- undum bandarísku stjórnarskrár- mnar, fæddist þann 16. mars 1751 í Port Conway í Virginíufylki. Hann var for- seti frá 1809 til 1817. Á stjórnarskrár- ráðstefnunni 1787 átti hann þátt í að skipuleggja og staðfesta stjórnarskrá Bandaríkjanna og í samvinnu við Alex- ander Hamilton og John Jay stóð hann fyrir útgáfu rita um sambandsstjórnina og sem fulltrúi á hinu nýja þingi var hann flutningsmaður fyrstu tíu laga- breytinganna. í málflutningi sínum lagði hann áherslu á trúfrelsi, málfrelsi og ritfrelsi. Hann missti forystuna í þinginu þegar hann greindi á við Ham- ilton fjármálaráðherra um hvernig Fjoröi forsetinn greiða ætti stríðsskuldir. Hamilton vildi veg alríkisstjómarinnar sem mestan og vann þann slag. Madison var utanríkisráðherra í tíð Thomasar Jefferson (1801 -1809) og notaði ætíð orðalagið „forsetinn hefur ákveðið" þannig að þáttur hans sjálfs er óskýr þótt mörg- um bæri saman um að hann réði meiru en Jefferson. Madison var kjörinn forseti árið 1808. Hann hvarf fljót- lega frá utanríkisstefnu forvera síns sem hafði sett hafn- bann á Breta og Frakka, sem þá voru í stríði, með því að aðvara hvort ríkið um sig með leynd að ef þau létu banda- ríska viðskiptahagsmuni óáreitta myndi Bandaríkjaþing láta til skarar skríða gegn hinu ríkinu. En þróunin gekk ekki eftir eins og hann hafði hugsað sér og og hann lýsti yf- ir sambandsleysi við England í nóvember 1810. Madison var endurkjörinn árið 1812 og því forseti þegar Bandaríkin drógust inn í stríðið 1812 til 1815. Við lok stríðs- ins naut Madison mikilla vinsælda samtímamanna sinna. Síðustu æviárum sínum eyddi hann á búgarði sínum í Virginíu og barðist samtímis gegn þrælahaldi með því að stuðla að kaupum alríkisstjórnarinnar á þrælum sem voru sendir aftur til Líberíu og voru ríkisjarðir sseldar í þeim til- gangi. Pegar einn hans eigin þræla flúði og náðist (en þá voru þeir iðulega seldir í refsingarskyni til Vestur-Indía), gaf Madison honum frelsi og réð hann síðan í vinnu. Áf 48 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.