Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 50

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 50
HÁRIÐ í TAGL Hvað sem hár- greiðslumeistarar segja, vita flestar konur að strípur, litun og permanent eru engin heilsu- bót, heldur aðeins frískandi og fegrandi um stundarsakir. Að auki þykir sýnt að ný hár- greiðsla eða önnur meðferð á hárinu er ekki aðeins nauð- synleg fyrir sálarlífið heldur og heilsuna því rannsóknir hafa sýnt að blóðþrýstingur fólks lækkar þegar fagmaður fer fimum höndum um hár þess. Tvennu hafa þó konur kvartað undan hér á landi í sambandi við hárgreiðslu. í fyrsta lagi þykir það orðið æði kostnaðarsamt, þar sem þvottur, klipping og litun getur kostað allt upp í sjö þúsund krónur. í öðru lagi hversu tímafrek ferð á hár- greiðslustofuna getur verið. Hjá þeim vinsælustu í faginu getur viðskiptavinurinn búist við því að sitja í nokkrar klukkustundir inni á stof- unni. I erli og önn dagsins getur þetta fælt konur frá því að fara á stofu þótt aðrar kunni að líta á slíka ferð sem afslappandi tækifæri til að hitta aðra og fletta blöðum um leið og beðið er. Fyrir þær konur sem vilja spara tíma og peninga benda erlend tískublöð á nokkrar aðferðir í því skyni. Ein er að safna hári og binda það í tagl. Ræktarlegt hár eða hár sem er að vaxa niður í rétta sídd virkar mjög vel í tagli. Það er góð og hentug lausn fyrir þær sem eru að flýta sér. Taglið er í raun eitt fárra fyr- irbæra í hártískunni sem hef- ur lifað af fjóra áratugi og er nú „hámóðins" eins og eldri frúmar segja. Ólíkt tjásu- klippingum, permanentliðum og öðrum tískufyrirbrigðum hefur taglið þróast frá því að vera greiðsla táningsstúlkna rokktímabilsins, hippanna á sjöunda áratugnum, uppeld- isfræðinga á þeim áttunda yf- ir í glæsilega greiðslu karla sem kvenna. Vel greitt hár í tagli er smart án þess að vera settlegt, fínt án þess að vera formlegt, unglegt en samt yf- irvegað, snyrtilegt en samt þokkafullt og umframt allt sí- gild og sniðug úrlausn. Taglinu líkja tískuforkólfar við önnur sígild fyrirbæri, svo sem svartar rúllukragapeys- ur, svarta flatbotna skó og perlur. Æskilegt er að hárið sé eins og perlurnar, sítt og skínandi, og hvort sem er tagl eða perlur er hvort tveggja viðeigandi við hvaða tækifæri sem er. Hárið þarf ekki að vera axlasítt til að setja það í tagl og er það fyrirtaks lausn á vandræðalegri sídd þar sem freistingin til að láta klippa sig er yfirþyrmandi. Því síð- ara og ræktarlegra sem hárið er á hinn bóginn því glæsi- legra er taglið. í því skyni eru aftur komin á markaðinn gervitögl sem tengja má við Taglið er fyrirtaks lausn á vandræðalegri liársídd. Taglið er sígild greiðsla og hentar við öll tækifæri. Taglið er eins sígilt og svarta rúllukragapeysan, flatbotna skórnir og perlufestar. hár sem er bundið saman í hnakkanum. Tögl af þessu tagi voru vinsæl á sjöunda áratugnum og geta verið sniðug við einstök tækifæri. Karlmenn með hárið í tagli urðu viðundur upp úr 1970 þegar áherslan á herralegt út- lit var aftur að ryðja sér til rúms. A sjöunda áratugnum voru margir hippar með tagl en á þeim áttunda aðeins dópsalar og aðrir dólgar. Þegar tískukonungurinn Karl Lagerfeld fór að greiða hárið í tagl upp úr 1980 komu aðrir í kjölfarið og nú eru það jafnt leikarar sem tónlistarmenn Taglið í tímans rás eða síðustu tvær aldirnar. Thomas Jefferson, þriðji forseti Bandaríkjanna, var á undan sinni samtíð en það eru tískusýningarstúlkurnar ekki. Og engum datt orðið tíska í hug þegar Marlon Brando var með hárið í tagli í kvikmyndinni Desirée árið 1954. 50 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.