Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 56

Heimsmynd - 01.03.1990, Blaðsíða 56
Brosmild, fylgin sér, full af hugmyndum, situr hún ásamt starfsliði í gömlu húsi sem munað hefur fífil sinn fegri. Á skrifstofunni er hátt til lofts og vítt til veggja, en skjalastaflarnir eru óræk sönnun þess að húsnæði fyr- irtækisins er hvellsprungið, enda umsvifin ekki smá og markmiðin háleit. Fyrir þá sem þátt tóku í fagnaðarvímu franska byltingarafmælisins voru skipulögð hátíðahöld Frakka fyrst og fremst óður til þess besta sem sam- tíminn hefur upp á að bjóða, ekki hvað síst í húsagerðarlist. Lise Didier-Mou- longuet slær á svipaða strengi. „Eg held að gæfa hvers einstaklings hljóti að vera fólgin í að skilja og þekkja sinn tíma,“ segir Li- se. „Frakkar hafa ekki alltaf verið barnanna bestir í þessum efnum og má gjarnan minnast þess að árið 1977 fannst enginn Frakki til þess að taka að sér stjómun núlista- safns Pompidou- menningarmiðstöðv- arinnar, sem þá var nýstofnuð, og varð að sækja hann til Svíþjóðar. Menn voru jafnvel ekki of vissir um hvort tæk- ist að reka stofnun- ina með glæsibrag, enda hafði samtíma- list til þess tíma ekki átt annað athvarf en lítinn stað í áttunda hverfi. Það má brosa að þessum áhyggjum nú, enda sannaðist það strax á fyrstu ævidögum Pompidousafnsins að áhugi almennings á núlist er gífurlegur og mátti líkja að- sókninni við öng- þvéiti. Nú, þrettán árum síðar, er allt sem tengist núlist hér í mjög öruggum farvegi og í hverju héraði er að finna far- andsafn sem kaupir hátt á þriðja tug listaverka árlega." Sjálf starfrækir Lise eigin menningar- miðlun Savoir au présent, sem kalla mætti á íslensku Samtímaþekkingu, en sú miðlun sér um að skapa gagnkvæm tengsl milli listamanna og almennings. Fyrirtækið er staðsett suður af París í út- hverfi sem heitir Kremlin-Bicétre, aðeins nokkur skref frá heimili Didierfjölskyld- unnar. En hver er bakgrunnur þessarar konu og hvemig gat hún hrint hugmynd- um sínum í framkvæmd? „Ég tók fyrst háskólapróf í eðlis- og efnafræði, las síðan listasögu og var lokaverkefni mitt um Frakkann Yves Klein. Ég gifti mig, eignaðist tvö börn með stuttu millibili, vann að þáttagerð fyrir sjónvarp í tvö ár, stjórnaði um eins árs skeið listhúsi og sá síðan um tíma- ritsútgáfu fyrir Pompidousafnið fjórum árum eftir opnun þess. Með mér bjó hugsjón, sú að listamenn á ýmsum svið- um myndlistar og tónlistar fengjust til að koma út meðal almennings, í fyrirtæki, skóla og stofnanir og vinna að listsköpun sinni. Eg þreifaði fyrir mér meðal hlut- aðeigandi og hafði unnið ákveðna for- vinnu í félagi við aðra og þróað hug- myndir mínar þegar Jack Lang varð menningarmálaráðherra. Af stefnuskrá hans var ljóst að hugmyndir okkar fóru saman og þar sem ég hafði forskot á É hafði unnið ákveðna forvinnu þegar Jack Lang varð menningarmálaráðherra.“ aðra sem hefðu viljað grípa gæsina og gerði strangar kröfur veitti hann mínu fyrirtæki brautargengi með fjárstuðningi og svo hafa einnig iðnaðarráðuneyti og menntamálaráðuneyti gert í sjö ár. Heildarupphæðinni, einni milljón franka á ári, er enginn vandi að koma í lóg og erum við nú að fara að færa út kvíarnar víðar en í París.“ Það sem mennta- og menningarmála- ráðuneyti vildu fyrst og fremst styðja var að listamenn fengjust til að koma út í skólastofnanir og fremja listgaldra sína fyrir opnum tjöldum. Lise og hennar fólki var trúað fyrir því að annast alla skipulagningu. Hófst nú þóf við lista- menn sem stóð í allt að tvö ár. „Við vor- um að leita meðal virkra listamanna, gjarnan þekktra, sem héldu reglulega sýningar eða áttu verk á söfnum. í fyrstu varð að grát- biðja þá um áheyrn. Ekki viðlit að fá þá til að stíga fæti inn fyrir dyr skólanna þá einu sinni þeir voru nú sloppnir út og lausir allra mála. Ég býst við að eins sé farið um íslenska listamenn og þá frönsku: Minningar frá skólaárunum eru ekki endilega þær bestu ... Smátt og smátt skýrðust þó línurnar og væntan- legri starfsemi var gefið nafn Lista- menn, gangið í bœ- inn eða Entrez, les artistes. Þátttakend- ur fengju eigin vinnustofu í skólun- um til eins árs og að- gang að tækjakosti þeirra. Ekki yrði um neina kennslu að ræða en frjáls að- gangur nemenda að vinnustofu lista- manns bryti upp umgengnisvenjur sem komnar væru í of fastar skorður og hleypti inn frjálslegu andrúmslofti. Listamenn yrðu hvatar að betra mannlífi innan stofnana sem byggðu á lítilli valddreifingu og mörgum þröskuldinum fyrir nemandann. Inn í skólana kæmi einstaklingur sem þyrfti á hjálp nemendanna að halda í ýmsu, kynni ekki á allt eins og kennararnir virt- ust oftast gera og gerði ekki til þeirra aðrar kröfur en um þægilegt viðmót. Ár- ið 1985 létu sex listamenn sannfærast. Árið eftir fengum við tíu umsóknir, því næst þrjátíu og nú er svo komið að fjöl- margir góðir listamenn telja sér það til framdráttar á listferlinum að koma þannig út á meðal unga fólksins og fá um leið upp í hendurnar góða vinnuaðstöðu og tækjakost sem þá hefði ekki getað Ung listakona, Elisabeth Ballet, á starfsvettvangi í verkmenntaskólanum í Massy dans L’Essonne. (Ljósmynd: Hélene Moulonguet) 56 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.