Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 59

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 59
kemur meðal annars til af því að endur- nýjun í kennaraliði höfuðborgarinnar hefur ekki verið nógu ör. En þá er líka komið að viðkvæmri spurningu: I tugi ára má segja að París hafi haldið titli sín- um sem ein besta og mesta listafóstra í heimi. New York og ef til vill fleiri borgir stálu þessum titli. En hver er staða Parísar nú á alþjóð- lega vísu? „Það er rétt að New York hafði undirtökin allt fram í byrjun níunda ára- tugarins, þegar nýja málverkið kom til sögunnar. Sá skóli barst frá Ítalíu og Þýskalandi, en Frakkar sýndu frekar lítil tilþrif í því málverki. Nú er ákveðið millibilsástand en ég álít að línumar verði ekki dregnar jafnskarpt og áður í náinni framtíð. Menn deila hlutunum meira með sér. Sá sem vill ná árangri á alþjóðlega vísu verður að ferðast og afla sér nýrrar þekkingar. Frakkar eiga góða listamenn, en verði þeir hinir sömu af fjölskyldu- ástæðum eða öðrum ástæðum bundnir við túngarðinn heima mun það verða þeim fjötur um fót á listabrautinni. Nokkrum hefur tekist að hasla sér völl á erlendri grund og má þar nefna Daniel Burel sem er háttskrifaður hér og vel þekktur alls staðar annars staðar. Franska ríkið hefur einnig gagngert reynt að koma frönskum verkum á fram- færi með því að skiptast á sýningum við aðrar Evrópuþjóðir. Einnig eru blandað- ar farandsýningar, sem sendar eru úr landi, og þá er ekki verið að spyija um þjóðerni listamannanna heldur aðeins um listsköpun þeirra og þannig á það að vera.“ Auðvitað er ósanngjarnt að vera að rifja upp við Frakka ládeyðu í listum nú þegar við manni blasir höfuðborg þeirra, glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Mundu Frakkar aftur vilja komast í listasöguna með því að sameina fagurt borgarskipu- lag og nýstárlega húsagerðarlist? Lise er ekki frá því að svo sé. „A síðastliðnum árum hafa risið sjö meiriháttar byggingar í París sem breytt hafa ásjónu höfuð- borgarinnar á þann hátt að ég álít að svo góður árangur í borgarskipulagi og arki- tektúr líti ekki dagsins ljós í nokkurri borg nema á þrjú til fjögur hundruð ára fresti. Flér er um að ræða vísindasafnið í La Villette, verslunarkjamann í Les Hal- les, listasafnið í Orsay, pýramídann við Louvres, skýjakljúfinn í Défense, Bast- illuóperuna og Lima, arabísku menning- armiðstöðina. Frumkvöðull að þessum framkvæmdum var Mitterand forseti og var efnt til alþjóðlegrar samkeppni með- al arkitekta um byggingarnar. Sigurveg- arar komu úr ýmsum heimshornum og verkefni þeirra var ekki smátt: Þeir urðu að teikna hús sem gátu verið verðugir fulltrúar fyrir arkitektúr tuttugustu aldar um leið og þau voru arfur til framtíðar. Nýstárleg form húsanna urðu að ná sam- hljómi við hina aldagömlu París. Meiri- hluta arkitektanna tókst ætlunarverk sitt og svæði sem áður voru nokkurs konar einskis manns lötid í borginni gefa henni nú aukið vægi. Erlendum gestum er ekki lengur þeytt milli Versalahallar, Con- corde og Eiffelturnsins heldur fara fundahöldin fram í La Téte Défense og málsverðirnir gjarnan í Orsay ... Ég á sjálfsagt eftir að hneyksla marga, en bjóðist stutt viðdvöl í París er ég ekki í vafa um að langmestu ánægjuna sé að finna í návist hins nýja tíma.“D rvo góður árangur í borgar- skipulagi og arkitektúr lítur ekki dagsins ljós í nokkurri borg nema á þrjú til fjögur hundruð ára fresti.“ T'erðhugmyndir 20 manna veisla 18.000.- 30 manna veisla 27.000.- 40 manna veisla 32.000.- sem samanstendur af; Marsipantertu, Sachertertu, „Allt fyrír konuna, “ Mokkatertu rúllutertu, skúffuköku, brauðtertu, brauðrúllutertu og snittum osnið við áhyggjur og fyrirhöfn JLJT XX eimsendingarþjónusta ímar 42707 og 12340 HEIMSMYND 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.