Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 70

Heimsmynd - 01.03.1990, Qupperneq 70
sem var kennari og vinur systkinanna Huldu og Valtýs. Valtýr og Hulda systir hans. Ólafur Davíðsson, Blaðið, sem tæplega nokkur íslendingur telur sig mega án vera, er að langsamlega mestu leyti beint eða óbeint verk Valtýs Stefánssonar . . . Valtýr Stefánsson gerði Morgunblaðið að risa íslenskra blaða og Morgunblaðið er lifandi sönnun þess að sjálfur var hann risinn í hópi íslenskra blaða- manna.“ Pannig skrifaði Ólafur Thors forsætis- ráðherra við andlát Valtýs árið 1963. En hver var þessi Valtýr? í raun var hann búfræðingur að mennt og alinn upp á nafntoguðu fræða- og skóla- heimili á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðan á Akureyri. Að honum stóð þekkt skagfirsk ætt, Heiðarætt, og Valtýr hafði tekið í arf lifandi áhuga á stjórnmálum, þjóðfræðum og náttúru landsins en hug- ur hans stóð alla tíð til ræktunarmála. Hvað olli því að hann tók við ritstjórn þess blaðs sem illgjarnar tungur kölluðu danska Mogga og gerði það að slíku stórveldi í íslensku þjóð- lífi? RÆKTUNARMAÐUR RITSTJÓRI KAUPMANNAMÁLGAGNS Eins og mörgum er kunnugt var Morgunblaðið stofnað árið 1913 af Vilhjálmi Finsen sem gerði það strax að lifandi og út- breiddu fréttablaði. Hann hafði engan áhuga á að binda blað- ið í neinar flokksviðjar. Meðeigandi hans var Ólafur Björns- son í ísafold en svo gerðist það árið 1919 að Vilhjálmur neydd- ist til að selja sinn hlut í blaðinu félagi kaupmanna í Reykjavík sem ætluðu að nota það sem auglýsingamiðil og pólitískt mál- gagn gegn vaxandi styrk jafnaðar- og samvinnumanna í land- inu. Félagið hét Árvakur. Margir kaupmannanna báru erlend ættarnöfn (svo sem Fenger, Proppé, Jensen-Bjerg, Jacobsen, Copland, Zimsen, Nathan, Olsen og Claessen) og það var til- efni nafngiftarinnar danski Moggi. En blaðið gekk ekki vel á næstu árum og ljóst varð að uppstokkunar var þörf. Utgáfu- stjórn Morgunblaðsins ákvað í ársbyrjun 1924 að ráða sem rit- stjóra ungan lögfræðing, sem hafði haft nokkur afskipti af pólitík og skrifað greinar undir dulnefni. Hann hét Jón Kjart- ansson. Sá átti góðan vin sem hann hafði kynnst á Mensu, mötuneyti stúdenta á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Jón setti það sem skilyrði fyrir því að taka við ritsjórastöðunni að vinurinn yrði líka ráðinn ritstjóri. Þessi vinur var Valtýr Stef- ánsson sem hafði reyndar verið orðaður við Framsóknarflokk- inn og meðal annars skrifað erlendar fréttir í Tímann. Auk þess var hann eigandi búnaðarblaðsins Freys. Þannig varð hinn ungi búfræðingur og ræktunarmaður ritstjóri málgagns kaupmanna í Reykjavík og áður en yfir lauk varð hann aðal- eigandi Morgunblaðsins, var um síðir talinn eiga um 40 pró- sent hlutabréfa í blaðinu. Margir ættmenna hans og tengda- manna hafa síðan komið við sögu Arvakurs, Morgunblaðsins og íslenskra stjórnmála. Valtýr Stefánsson var af þjóðþekktri stjórnmálaætt. Faðir hans var Stefán Stefánsson skólameistari og náttúrufræðingur sem setið hafði á þingi um alllangt skeið en var látinn þegar hér var komið sögu. En föðurbróðir Valtýs var hinn víðfrægi klerkur í Vigur, séra Sigurður Stefánsson, sem sat að mestu óslitið á Alþingi á árunum 1886 til 1923. Báðir voru þeir bræð- ur Valtýingar um og upp úr aldamótum og síðar í Sjálfstœðis- flokknum gamla. Og reyndar kemur Valtýr Guðmundsson, sem valtýskan er kennd við, mjög við sögu þessarar fjöl- skyldu. Hann ólst upp á næsta bæ við þá bræður og var eins konar fóstbróðir Stefáns Stefánssonar. Þaðan kemur nafnið á Valtý Stefánssyni. Valtýr Guðmundsson var enn á lífi sem há- skólakennari í Kaupmannahöfn þegar nafni hans tók við rit- stjórn Morgunblaðsins og að sögn þess síðarnefnda var það ekki síst að ráðum hans að hann ákvað að taka við ritstjórn- inni. Þannig var valtýskan enn að verki með nokkrum hætti í íslenskum stjórnmálum árið 1924. HEIÐARÆTTIN - TVEIR SKAPFERLISÞÆTTIR En hver er þá þessi ætt Valtýs Stefánssonar? Hún er kennd við bæinn Heiði í Gönguskörðum undir Tindastóli í Skaga- firði. Þar bjuggu á síðustu öld hjónin Stefán Stefánsson (1829- 1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Þau voru mjög ólík að skapferli og má sjá eðlisþætti skiptast á í afkomendum þeirra, annars vegar ör lund og gáski, hins vegar djúp alvara. Stefán var ákafamaður og örgeðja, fljótur til reiði og ekki síð- ur til sátta. Hann var búsýslumaður mikill og hélt hjúum sín- um og börnum svo mjög til vinnu að jaðraði við þrældóm. Til dæmis var Sigurður sonur hans, síðar Vigurklerkur, gjörður að beitarhúsamanni strax eftir fermingu, og varð að dúsa þar fjarri öllu mannlífi vikum og mánuðum saman. Sjálfur sagði hann að þetta hefði haft mikil áhrif á lundarfar sitt. Hann varð dulur í skapi, heldur óþjáll á þeim árum og ekki mann- blendinn. Að öðru leyti var Stefán á Heiði hinn mesti fram- faramaður, beitti sér fyrir samgöngubótum, sundkennslu og skólahaldi, og mátti í aðra röndina ekkert aumt sjá, var gjöfull til fátækra. Hann var ofsafenginn rétttrúnaðarmaður og vildi gera syni sína að prestum. Það rættist þó aðeins um annan þeirra. Hann sendi þá til mennta, sem var ekki lítið afrek af venjulegum bónda um þær mundir, og ennfremur stuðlaði hann að því að fátæka stráknum í Heiðarseli var komið í skóla. Það var fyrrnefndur Valtýr Guðmundsson. Guðrún, 70 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.