Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 72

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 72
Systkinin Valtýr og Hulda Á heimili foreldra Valtýs á Akureyri Valtýr og Kristín l J*Jj : ■' > * ■, V- i W: íift viSap MrTTIif \ mm ME : aBwaiö- * .ys kona hans á Þingvöllum 1952. hinum konungkjörnu þingmönnum og það var hann til 1915 og tvö síðustu þingin var hann forseti efri deildar. Það sem mestum ljóma mun varpa á nafn Stefáns um ókomna tíð mun þó líklega vera afrek hans í náttúrufræðum. Grasafræði var hans eftirlæti en grasaþekking á íslandi var þá af mjög skornum skammti. Hann eyddi sumrum í rannsóknum á grösum og árið 1901 var höfuðverk hans prentað í Kaup- mannahöfn. Það var Flóra íslands sem var undirstöðurit og hefur haft gríðarleg áhrif allt til okkar daga. Hann átti líka drjúgan þátt í stofnun Hins íslenska náttúrufrœðifélags og Náttúrugripasafnsins og frumkvæðið að stofnun Lystigarðs Akureyrar. GLÆSIMENNI KEMUR AÐ VEÐRAMÓTI Um Stefán sem persónu fer ýmsum sögum. Valtýr, sonur hans, sagði hann hafa verið svo meinhæðinn að margir hefðu ekki þolað hann í daglegri umgengni og hann sjálfur hefði átt erfitt með að þola hann með köflum af sömu ástæðum. Með háðinu hefði hann stundum sært fólk svöðusárum sem lengi voru að gróa. Hulda, systir Valtýs, dregur hins vegar úr þessu og segir ofmælt hjá bróður sínum. Þá var tekið til þess hversu fínn í tauinu Stefán var og hefur það víst fylgt mörgum af ætt- inni. Hann var glæsimenni og allt að því spjátrungur. Har- aldur Bjömsson leikari segir í ævisögu sinni frá komu föður- bróður síns að Veðramóti, æskuheimili sínu. Haraldur þjáðist af minnimáttarkennd hins lágvaxna drengs í skugga eldri bræðra sem ólu miskunnarleysi í brjósti og litu með fyrirlitn- ingu á þennan væskil sem beygði af í sérhverju mótlæti. Þessa minnimáttarkennd bar hann í gömlum snjáðum fötum sem voru lúð af líkömum margra bræðra. Einu sinni þegar Stefán Stefánsson skólameistari kom ríðandi í heimsókn á spegil- gljándi gæðingum með hóp vaskra manna í för var Haraldur rekinn inn í stofu til að heilsa þessum mikla manni. Þá leit Stefán á hann með meðaumkun í svip og sagði: „Alltaf ert þú í sömu stykkjóttu treyjunni.“ Meira þurfti sjö ára drengur ekki. Hann hljóp organdi í burtu frá þessum ríkmannlega manni. Kona Stefáns var Steinunn Frímannsdóttir frá Helgavatni í Vatnsdal en móðir hennar var fín Reykjavíkurdama að upp- lagi og uppvexti. Þau eignuðust tvö börn sem bæði urðu þjóð- fræg, Valtý Stefánsson ritstjóra og Huldu Valtýsdóttur skóla- stjóra. HÆGFARA ELJUMAÐUR Valtýr Stefánsson (1893-1963) var eins og áður sagði búfræð- ingur að mennt. Hann lauk kandidatsprófi frá Búnaðarháskól- anurn í Kaupmannahöfn 1914 og starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands í sex ár áður en hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Hann fékk orð fyrir að vera mikill alvöru- maður, dulur og íhugull, en gat einnig verið hrókur alls fagn- Valtýr með Ólafi Thors Ritstjórar og framkvæmdastjóri Morgunblaðsins forsætisráðherra þegar Valtýr gegndi enn störfum þar. Frá vinstri: Matthías Johannessen, Jón Kjartansson, Sigfús Jónsson, Valtýr Stefánsson, Eyjólfur K. Jónsson og Sigurður Bjarnason.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.