Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 76

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 76
Er fátækt á íslandi? LÍTIB BMUÐ OG FÁIR LEIM Það er enginn fátækur á íslandi. Hér geta allir haft það svo gott. Allt sem þarf er vilji til að leggja hart að sér og vinna eins og maður. Þegar fólk tal- ar um fátækt á það við að það hafi ekki komist í utanlands- ferð í tvö ár eða hafi ekki get- að keypt sér nýjan bíl.“ Þetta eru þær fullyrðingar sem við heyrum sí og æ þegar talið berst að kjörum fólks á Is- landi. Og flestir trúa þessu. Flestir aðrir en þeir sem þekkja það af eigin raun að reyna að framfleyta sér á lægstu launum sem borguð eru í landinu. Þeir sem það hafa reynt vita að það er ekki verið að vinna fyrir utanlandsferð, nýjum bfl, flottara sófasetti eða einbýlishúsi. Það er verið að vinna fyrir brýnustu nauðþurft- um, mat og húsaskjóli. Vinna sextán til átján tíma á sólarhring og hrekkur hvergi nærri til. Allir eru sammála um að lægstu launin séu of lág, að af þeim geti enginn lifað, en samt er fólki boðið upp á kauptaxta sem varla duga fyrir lægstu húsaleigu, hvað þá meiru. Örvæntingin eykst. Fólk sér ekki út úr skuldunum. Sér ekki fram á að geta menntað börnin sín. Óttast um velferð þeirra á meðan verið er að vinna, því ekki er svigrúm til að borga barna- gæslu af fjörutíu þúsund króna launum á mánuði. Einstæðar, ómenntaðar mæður verða harðast úti. Ofan á ómanneskju- legt vinnuálag bætist þrúgandi sektar- kennd gagnvart börnunum. Sektarkennd yfir að hafa ekki tíma fyrir þau, að geta ekki veitt þeim það sem önnur börn fá, að vera í sífelldu húsnæðishraki og standa í flutningum jafnvel oft á ári. Börnin verða oft taugaveikluð vegna þessara sífelldu flutninga, samlagast illa félögum sínum í skóla, verða viðföng skólasálfræðinga sem hafa samband við mæðurnar og bæta enn við sektarkennd- ina. Þrautalendingin er að snúa sér til Félagsmálastofnana, leita aðstoðar kerf- isins og sitja þá jafnvel undir þeim áburði að vera að misnota aðstöðu sína, lifa á samborgurunum. Það er verið að koma hér upp flokki ónytjunga, segir fólk, og vissulega er sú þróun óhugguleg að það skuli vera væn- legri kostur að vera á framfæri Félags- málastofnana eða á atvinnuleysisbótum, heldur en að vinna. „Kerfið býður upp á þetta“, segir Guðlaug Jónsdóttir starfs- maður Mæðrastyrksnefndar en þangað leita nú sífellt fleiri eftir aðstoð og á síð- asta ári bárust umsóknir um styrki frá tvö hundruð og áttatíu fjölskyldum, að- allega fjölskyldum einstæðra mæðra og öryrkja. „Það er ekki sniðug þróun að ungt fólk sjái sér hag í því að vera at- vinnulaust,“ segir Guðlaug, „en ég skil það vel að ungar konur sem eru einar með börn og hafa verið að vinna fyrir rúmum fjörutíu þúsundum á mánuði skuli ekkert vera að flýta sér að verða sér úti um aðra vinnu þegar þær geta fengið fimmtíu þúsund frá Félagsmála- stofnun og notið þess um leið að hafa börnin sín heima. Verkalýðshreyfingin er óskaplega léleg og það er alveg fárán- legt að vera að borga fólki laun sem allir eru sammála um að ekki sé hægt að lifa af.“ Lægstu kauptaxtar nema nú um þrjá- tíu og átta þúsund krónum á mánuði fyr- ir dagvinnu og þótt flestir reyni að verða sér úti um eftirvinnu, aukavinnu, yfir- borganir og álag gefur auga leið að þeir sem eru á þessum launum geta ekki leyft sér mikinn munað. Geta raunar alls ekki framfleytt sér og þá eru slegin lán til að fjármagna rekstur heimilisins, lán sem safna vöxtum og verðbótum og engan veginn er svigrúm til að borga. Pen- ingaáhyggjurnar liggja eins og mara á herðum fólks og eiga stóran þátt í þeirri upplausn sem ríkir í heimilislífi og hjóna- böndum. Innheimtulögfræðingar verða fastagestir á heimilum, en af þeim sem ekkert á er ekkert hægt að taka og ofan á svimháa vexti og verðbætur bætist lög- fræðikostnaður og innheimtukostnaður. Fólk gefst upp, skilur, skiptir á milli sín skuldum og börnum og heldur áfram eftir FRIÐRIKU BENÓNÝS Prautalendingin er að snúa sér til félagsmála- stofnana, leita aðstoðar kerfisins og sitja þá jafnvel undir þeim áburði að vera að misnota sér aðstöðu sína, lifa á samborgurunum. 76 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.