Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 85

Heimsmynd - 01.03.1990, Síða 85
En hvers vegna varð Havel forseti? Hvaða atvik leiddu til þess að leikskáld sem hafði verið bannað í rösk tuttugu ár þætti jafnsjálfsagður í embætti forseta eftir fall kommúnista og raun ber vitni? Eftir niðurlægingu Tékkóslóvakíu f968 kaus Havel að vera áfram í landinu hvað sem það kostaði. Hann var þá þegar orð- inn allþekktur utan Tékkóslóvakíu, leik- skáld á besta aldri sem fengur var í fyrir vel stæð og framsækin leikhús hvar sem var í heiminum. Frægð hans erlendis gerði það að verkum að hann átti nokk- urra kosta völ öfugt við flesta landa sína. Honum stóð til dæmis til boða að hefja störf hjá Joseph Papp við Public Theater í New York og hann gat að auki þegið boð um ríflegan fjárstyrk í Bandaríkjun- um á meðan hann væri að koma undir sig fótunum þar í landi. En hann kaus að vera eftir heima. Hann var rithöfundur sem fann til ábyrgðar og átti land og tungu þrátt fyrir allt. Arin sem fóru í hönd urðu Havel erfið og tóku sinn toll af heilsu hans. Hann hélt áfram að skrifa, barðist við að fá til þess næði án þess að svíkja hugsjón sína og missti aldrei sjónar á kröfunni um grundvallarmannréttindi. Það er reyndar mikið undur hve Havel hefur afkastað miklu á ritvellinum við þessar erfiðu að- stæður, hátt í tug leikrita, en ennþá stór- kostlegra er það að hann skyldi vaxa sem leikskáld á þessum tíma. Fyrir 1968 hafði hann sýnt að hann hafði meistaratök á leikforminu og var með ólíkindum fundvís á frumlegar, tragikómískar leikfléttur og alls óvænt hvörf, en síðan hafa verk hans öðlast einhverja þá dýpt sem snertir sammann- legan streng. Hann er þar af frábærum næmleika að fjalla af fullkominni einurð um það sem brennur á honum sjálfum. Hann virðist ganga beint að kjarna til- vistar hvers kúgaðs einstaklings og spyrja einfaldra spurninga um grundvall- aratriði sem okkur vesturlandabúum lá- ist oft að íhuga. Honum hefur tekist að færa í orð og heillandi leik þá hluti sem hver hugsandi maður hlýtur einhvern- tíma að standa frammi fyrir. Öll viljum við vera heil, breyta heiðar- lega, vera trú hugsjónum okkar og elska af heilindum. Við viljum geta treyst ná- unganum og að hann geti treyst okkur, við viljum bera ábyrgð og hafa áhrif á samfélag okkar og umhverfi. Við viljum líka vernda rétt okkar til að hafa sjálf- stæðar skoðanir. Allt eru þetta einfaldar og sjálfsagðar kröfur sem við gerum til sjálfra okkar jafnt og annarra. Hins veg- ar eru þetta alls ekki auðveld markmið í flóknum daglegum samskiptum við aðra, enda tekst okkur misjafnlega við að fylgja þeim; og þessi markmið færast enn fjær ef alræðið ríkir. Við þær aðstæður er engu að treysta, ekkert trúnaðartraust milli valdhafa og þegna, engin friðhelgi í einkalífi, hugsun hvers einstaklings er heft og orð hins opinbera glata merkingu sinni. Þar með rýrnar innihald tungu- málsins smám saman uns hinn skapandi neisti þess kulnar. Þar með glatast hug- sjónir og örvænting verður alls ráðandi. Vitund um þessa hluti er sterk í Havel og hann býr yfir því skáldlega innsæi að skynja margslungin samskipti manna frá degi til dags, og hvernig þau verða sífellt flóknari og erfiðari því meir sem þeir fjarlægjast grundvallarsannindin sem gera þá heila. Hann hefur alltaf átt draum um þjóðfélag sem væri byggt á heilindum og gagnkvæmu trausti. Sjálfur hefur hann lifað í samræmi við hugsjónir sínar af fullkomnum trúnaði og jafnan verið reiðubúinn að fórna frelsi sínu fyrir þær. Þannig er ferill þessa leikskálds engu líkur og í raun ótrúlegri en nokkurt leikrit, og manngerðin sjálf heilsteyptari en nokkur leikpersóna. Václav Havel er það sem er svo sorglega fágætt, hann er flekklaus hetja. Þess vegna var hann gerður að forseta. Það var einfaldlega krafa fólksins um að hugsjónir hans og skýlaus trúnaður yrðu leiðarljós á vegin- um til betra og heiðarlegra samfélags.D Ný sending Dömu- oq herrasloppar Stórglæsilegt úrval Ennfremur mikið úrval af nærfötum, slæðum og margskonar gjafavörum. Snyrtivöruverslunin Gullbrá, Nóatúni 17, sími: 624217. Sendum ípóstkröfu. HEIMSMYND 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.