Heimsmynd - 01.03.1990, Page 97

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 97
ingum sínum. Hér verða nefndir nokkrir af afkomendum þeirra en þeir eru marg- ir þjóðfrægir. JÓNS BÖRN SKÓLASTJÓRA Elsti sonurinn var Stefán Björnsson (1880-1914) bóndi á Sjávarborg. Næst- elstur var Jón Björnsson (1882-1964) skólastjóri á Sauðárkróki. Af hans mörgu bömum má nefna Stefán Jónsson (f. 1913) arkitekt og auglýsingarteiknara (sonur hans er Stefán Örn Stefánsson (f. 1947) arkitekt), Þorbjörgu Jónsdóttur (f. 1917) sem lengi var skólastjóri Hjúkrun- arskóla íslands, Björn Jónsson (Bjössa bomm) (f. 1920) lækni í Kanada, sem nú fyrir jólin sendi frá sér minningar af Kjóknum (Glampar á götu) þar sem hann segir frá brellum bernskuáranna í ærslafullum stfl, Gyðu Jónsdóttur (f. 1924), kona Ottós A. Michelsen for- stjóra Skrifstofuvéla hf. og áður forstjóra IBM á íslandi, Jóhannes Geir listmálara og Ólínu Ragnheiði Jónsdóttur (f. 1929) sem gift var Magnúsi Óskarssyni borgar- lögmanni í Reykjavík (synir þeirra eru Þorbjörn Magnússon (f. 1952) ævintýra- maður sem siglt hefur um heimsins höf á eigin skútu og sendi fyrir jólin frá sér frá- sögn af því ásamt konu sinni Unni Jök- ulsdóttur (/ kjölfar kríunnar) og Óskar Magnússon (f. 1954) lögfræðingur í Reykjavík og um skeið fréttastjóri DV). ORÐAÐUR VIÐ NÓBELSVERÐLAUN Þriðji sonur Veðramótshjónanna var Sigurður Árni Björnsson (1884-1964) lengi bóndi á Veðramóti en síðar yfir- framfærslufulltrúi Reykjavíkur. Hann var einn af stofnendum Ofnasmiðjunnar og stjórnarformaður hennar í 25 ár. Böm hans urðu öll mjög þekkt. Elstur var dr. Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir og forstöðumaður Tilraunastöðv- ar Háskóla íslands að Keldum frá upp- hafi til dauðadags. Pað var Rockefeller- stofnun sem veitti fé til tilraunastöðvar- innar og gerði það að skilyrði að Björn yrði forstöðumaður hennar enda höfðu vírusrannsóknir hans vakið heimsathygli. Hann hlaut heiðursmerki á alþjóðlegu móti um lömunarveiki í Genf árið 1957 en mesta athygli vöktu þó rannsóknir hans á garnaveiki og visnu í sauðfé. Er talið að dr. Bjöm hafi komist næst því allra íslenskra vísindamanna að hljóta Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Börn hans urðu öll læknar. Þau voru Edda Björns- dóttir (1936-1987) augnlæknir, Sigurður Björnsson (f. 1942) sérfræðingur í krabbameinslækningum og Jóhannes Örn Björnsson (f. 1947). Næstur Bimi var dr. Jakob Sigurðsson (f. 1916) mat- vælafræðingur, forstjóri Fiskiðjuvers rík- isins 1947 til 1959 en síðan forstjóri og aðaleigandi Sjófangs hf. Priðji þessara bræðra var Magnús Z. Sigurðsson (f. 1918) hagfræðingur í Brussel. Hann var lengi framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en hefur síðan rekið eigin fyrirtæki í Hamborg og Brussel. Kona hans er tékknesk og dóttir þeirra, Kristín Sigurðsson (f. 1947) gift Michel Czetvertynsky prins, ambassador í belg- ísku utanríkisþjónustunni. Fjórði bróðir- inn er Björgvin Sigurðsson (f. 1919) hæstaréttarlögmaður. Hann var fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands 1951 til 1972. Systir þeirra er loks Sigríður Björg Sigurðardóttir (f. 1920), ekkja Sigurðar Benediktssonar forstöðu- manns Skipadeildar SIS. Enn einn sonur Veðramótshjónanna var Þorbjörn Björnsson (1886-1970) stór- bóndi á Heiði og síðar á Geitaskarði. Meðal bama hans var Árni Þorbjörnsson (f. 1915) lögfræðingur á Sauðárkróki, um skeið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn þar (kjörsonur hans er Þorbjörn Árnason (f. 1948) lögfræðingur sem lengi hefur verið oddviti Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki og meðal annars forseti bæjarstjómar þar). Annar var Sigurður Örn Þorbjarnarson (f. 1916) bóndi á Geitaskarði en systir þeirra er Hildur Sólveig Þorbjarnardóttir (f. 1924), kona Agnars Tryggvasonar forsætisráðherra Pórhallssonar en hann var lengi fram- kvæmdastjóri hjá SÍS. Elsta systirin frá Veðramóti var Guð- rún Steinunn Björnsdóttir (1887-1976) fyrsta lærða garðyrkjukonan hér á landi. Maður hennar var Sveinbjöm Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Ofna- smiðjunnar í Reykjavík, einn af mestu framkvæmdamönnum í íslenskri iðnrek- endastétt. Einkasonur þeirra var Björn Sveinbjörnsson (1925-1985) verkfræðing- ur hjá Iðntæknistofnun en áður fram- kvæmdastjóri Vefarans hf. Meðal barna hans er Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir (f. 1957) prestsfrú í Hruna, gift séra Hall- dóri Reynissyni, fyrrverandi forsetarit- ara. Björg Björnsdóttir (1889-1977) í Vigur var ein Veðramótssystkina, gift ná- frænda sínum, Bjama Sigurðssyni (sjá hér á undan). Sigurður Bjarnason frá Vigur og þau systkini eru því einnig frá Veðramótshjónunum komin. LEIKARINN FRÆGI Haraldur Björnsson (1891-1967), hinn frægi leikari er enn einn systkinanna frá Veðramóti. Áður hefur verið minnst á hann en hann var kennari að mennt og fékkst lengst af ævi sinnar við kennslu meðfram leikarastörfum. Hann var einn fyrsti menntaði leikarinn hér á landi þar sem hann lauk prófi í Konunglega leik- húsinu í Kaupmannahöfn 1927. Pessi eft- irminnilegi, sérkennilegi, umdeildi og skapheiti leikari lék mörg eftirminnileg hlutverk í Iðnó og Þjóðleikhúsinu. Kona hans var Júlíana Friðriksdóttir hjúkrun- arkona og eignuðust þau þijú börn. þau voru Stefán Haraldsson (f. 1922) yfir- læknir og dósent í bæklunarsjúkdómum, Dóra Haraldsdóttir (f. 1924), gift í Nor- egi, og Jón Haraldsson (1933-1989) tann- læknir og arkitekt. Hann var nokkuð sérstæður í hópi arkitekta og eftir hann liggja ýmsar merkar byggingar. Næstyngst Veðramótssystkinanna var Heiðbjört Björnsdóttir (f. 1893) húsmóð- ir á Sjávarborg í Skagafirði. Börn hennar vom Hlíf R. Árnadóttir (f.1921), kona hins þekkta fræðimanns og þýðanda, Kristmundar Bjamasonar á Sjávarborg, Þorsteinn Árnason (1923-1965) læknir í Neskaupstað og Haraldur Árnason (f. 1925) skrifstofustjóri á Sauðárkróki. Yngstur var svo Guðmundur Björns- son (1894-1956) bóndi á Tungu í Skarðs- hreppi. Meðal barna hans er Ólafur Björn Guðmundsson lyfjafræðingur í Reykjavík en meðal barna hans eru Björn Már Ólafsson (f. 1947) augnlæknir og Þórey V. Ólafsdóttir (f. 1949), kona Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræð- ings utanríkisráðuneytisins.D Fátækt..._______________________ framhald af bls. 81 sjálfri mér trú um að aðrir hafi meiri ástæðu til samviskubits en ég. Eg geri allt fyrir þau sem í mínu valdi stendur.“ Prjú þau elstu eiga sama föður og þrjú þau yngstu annan, en hvorugur feðranna hefur nokkur afskipti af börnunum: „Þeir borga meðlagið, gefa þeim afmælis og jólagjafir og þar með búið,“ segir Þóra, „ég verð stundum þreytt á því að eiga aldrei frí, að vera vakin klukkan sjö á morgnana alla daga vikunnar til að sinna þeim yngstu. En það stendur mér næst og ég er alls ekki að kvarta. Þrátt fyrir allt er ég ólýsanlega gæfusöm. Þau er öll heilbrigð og vel gerð og við getum ekki án hvers annars verið. Elstu stelp- umar verða stundum svolítið vonlausar og sjá ekki fram á að ástandið breytist nokkurn tíma, en þá ræðum við málin og hressum hver aðra við. Það er enginn kominn til með að segja að við værum neitt hamingjusamari með fullar hendur fjár, og ég held að börnum sé hollt að læra að það þarf að hafa fyrir lífinu. Enda fara stelpurnar mínar óskaplega vel með peninga, í þau fáu skipti sem ég get látið þær hafa einhverja." Þóra notar hvorki ávísanahefti né greiðslukort, segist ekki treysta því að hún stæðist þá freistingu að eyða um efni fram ef hún hefði þá möguleika: „Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að fá mér greiðslukort. Ég hef séð svo marga fara illa á notkun þeirra og veit að þegar ekki er til króna á heimilinu, eins og oft vill verða síðustu daga mánaðarins, mundi ég freistast til að kaupa í matinn út á það og þar með væri mánaðardæmið komið í mínus. Það dugir ekki að lifa á pening- um sem maður á ekki og með bjartsýni, glaðværð og von hefst þetta allt saman. Þetta er bara spurning um að fram- kvæma það sem maður getur og vera ekkert að velta því fyrir sér sem maður veit að maður getur ekki.“D HEIMSMYND 97

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.