Heimsmynd - 01.11.1990, Side 8

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 8
FRA RITSTJORA Skemmtilegur skortur á minnimáttarkennd /prófkjöri Sjálfstæðisflokks undanfarnar vikur höfum við fengið forsmekkinn af komandi kosningabaráttu - en eðli slíkrar baráttu er að frambjóðendur markaðssetja sig og stefnu sína. Allt frá því að Margaret Thatcher var tekin í gegn af auglýsingafólki sem litaði á henni hárið og ákvað týpuna frá toppi til táar, frá hvítum perlu- eyrnalokkum niður í svarta kvarthælana, hafa aðrir fylgt í kjölfarið. Frúin hefur setið í tólf ár þannig að þetta hlýtur að virka. Markaðssetning manns sem vill komast á þing í upplýsingaþjóðfélagi nútímans krefst þess að hann gefi af sér eins frjálslega, létta og sportlega ímynd og talið er að falli í kramið. Jakkafötin eru í sumum tilfellum sett inn í skáp, skyrtuermar brettar upp, efstu tölurnar eru fráhnepptar, peysu er skutlað kæruleysislega yfir öxlina og brosið er kankvíst. Imyndin er þaulhugsuð. Allt er tínt til til að gefa sem glæstasta ímynd af frambjóðandanum, hinn stórkostlegi ferill og hið mikla innsæi í þjóðfélagsmál, ættartalan, makinn, börnin og fleira sem kór- ónar hið alþýðlega yfirbragð viðkomandi hugsjónamanns. I kosningablaði Sjálfstæðisflokksins fyrir prófkjörið hefst ein grein um einn frambjóðandann svona: „Eigum við ekki að halda pólitíkinni utan við þetta spjall. “ Orðin eru sögð af þunga . . . „Ég held að fólk nenni ekki að lesa einhverja upp- talningu á afrekum mínum eða því hvernig ég ætli að fara að því að frelsa heiminn. „ Þá vitum við það að í röðum íslenskra stjórnmálamanna leynist einn sem hugsanlega getur frelsað heiminn. Hvaða vol er þetta um ísland sem fátækasta ríki Vesturlanda um alda- mótin? Stjórnmálamenn okkar eru svo vissir um eigið ágæti að þegar allt er að fara fjandans til tala þeir um afrek sín og getuna til að frelsa heiminn. Hamingjan hjálpi okkur. Eru það þessir eiginleikar sem hafa fleytt okkur fram veginn (norður og niður) síðustu þús- ulid ár? Einhver skemmtilegur skortur á minnimáttarkennd og raunhæfum samanburði! En auðvitað þurfa menn að markaðssetja sig. Út á það gengur tilveran í nútímanum. Allt frá því að stórsjarmörinn Kennedy sigraði Nixon í kappræðum í sjónvarpi fyrir þrjátíu árum hefur fólk áttað sig á mikilvægi útlits og ímyndar. Löngu síðar fór fólk að draga hæfni Kennedys sem forseta í efa. Hverju áorkaði hann svo sem? En það kæfði ekki hugmynd- irnar um nauðsyn þess að hafa persónutöfra til að hasla sér FRAMLAG völl á vettvangi stjórnmálanna. Því reyna allir fram- bjóðendur að brosa. Fyrirmyndin er himtrcharismatiski leiðtogi en 20. öldin hefur fætt marga slíka af sér, leiðtoga sem með persónutöfrum sínum hrífa fjöldann með sér. Þessir charismatisku leiðtogar geta verið mjög vara- samir, sjálfum sér og öðrum stórhættulegir. Stalín, Mússólíni, Hitler og Maó höfðu þessa náðargáfu og leiddu þjóðir sínar og heiminn út á barm glötunar En þessir kallar voru ekki búnir til á auglýsinga- stofum, enda eru persónutöfrar og hæfnin til að hrífa fjöldann meðfæddur eiginleiki. Margaret Tha- tcher hefur hins vegar notið liðveislu auglýsingast- ofu í sköpun ímyndar sinnar. Hún er ekki og þykist ekki vera charismatiskur leiðtogi, þótt margir andstæðingar hennar við- urkenni hið gagnstæða. Hún er kölluð járnfrúin og hún er ekki lýðskrumari. Hún er stjórnmálamaður með markmið og framtíðarsýn sem hún er tilbúin að færa fórnir fyrir. A Islandi má deila um það hvort forystumenn í stjórnmál- um séu gæddir charisma. Einhverjir hafa þessa persónutöfra en þeir hinir sömu eru líka lýðskrumarar. Og alls staðar skín hrokinn í gegn. Vissan um eigið ágæti. Einn þekktasti herfor- ingi 20. aldarinnar, Douglas MacArthur, þótti óvenju char- ismatiskux leiðtogi en hann þótti einnig hæfur hershöfðingi þar til hrokinn varð honum að falli. Svo viss var hann í eigin sök að hann hunsaði fyrirskipanir yfirboðara síns, Trumans Bandaríkjaforseta, og allar viðvaranir um gagnárás Kínverja í Kóreustríðinu sem leiddi til ósigurs og eyðingar herja MacArthurs. Þessi hroki er skiljanlegur að því leytinu til að í kringum charismatiska leiðtoga safnast oftast hópur smjaðrara sem eru að maka eigin krók. Þannig veður leiðtoginn í villu. Það eru eintómir já-menn í kringum hann og raunveruleikaskynið brenglast. Napóleon var orðinn geggjaður þegar hann heimt- aði að vera drottnari Evrópu í stað þess að láta sér nægja að vera keisari Frakklands. Persónutöfrar fá ekki ráðið fram- vindu sögunnar. Þannig geta leiðtogar leitt þjóðir sínar í ógöngur. Leiðtogar sem eru blindaðir af eigin getu, eigin töfrum, eigin skrumi og eigin metnaði. Það er grunnt á hégómanum í fólki. Allir hafa þörf fyrir virðingu og viðurkenningu - oftast þeir mest sem minnst geta. // » Inga Huld Hákonar- dóttir var í Berlín þeg- ar sameining þýsku ríkjanna stóð fyrir dyr- um. Nú, þegar ár er liðið frá hruni Berlín- armúrsins, lýsir hún ástandinu í borginni, framtíðarsýninni, gleð- inni og óttanum við þær afleiðingar sem sameiningin kann að hafa í för með sér. Myndirnar sem fylgja greininni tók Alda Lóa Leifsdóttir sem búsett er í Berlín. Laufey Elísabet Löve, blaðamaður HEIMS- MYNDAR, hafði um- sjón með stórglæsileg- um tískuþætti sem hefst á blaðsíðu 74. Hún fjallar einnig um ann- að efni tengt kvenlegri fegurð, eins og um- hirðu húðar og fleira, sem fellur undir Nóv- emberþátt blaðsins á síðum 32 til 45. Gunnar Haraldsson blaðamaður skrifar grein um vináttu á bls. 88. Þar segja nokkrir einstaklingar frá bestu vinum sínum og út- skýra í hverju vináttan er fólgin. Sólveig Ólafsdóttir stundar framhaldsnám í fjölmiðlafræði við Bostonháskóla. í þessu blaði fjallar hún um amerískan prófessor í Boston sem kennir börnunum sínum ís- lensku. Árni Blandon bók- menntafræðingur fjall- ar í þessu blaði um listmálarann Vincent Van Gogh, vini hans og geðveiki, í afar at- hyglisverðri grein með gullfallegum myndum af verkum Van Goghs, Pauls Gauguin og Emiles Bernard á bls. 68. Kristján Frímann skrifar reglulega um drauma í HEIMS- MYND. Þeim sem hafa áhuga á að fá ráðningu drauma sinna er bent á að skrifa til ritstjórnar tímaritsins og merkja umslagið: Draumalandið, tíma- ritið HEIMSMYND, Aðalstræti 4, 101 Reykjavík.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.