Heimsmynd - 01.11.1990, Page 12

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 12
UPPLJÓSTRANIR FLOTTI HLJOPILIÐIÐ ... GRUPPUPIUR ... AFRAM STJORNARFORMAÐUR? HÆTTUR VIÐ AÐ SELJA Spurst hefur að Sigurður Helgason eldri hafi hætt við að selja 100 milljón króna hlut sinn í Flugleiðum. Hefur því verið haldið fram að ástæða þessara snöggu sinnaskipta Sig- urðar sé sú að honum hafi verið veitt vilyrði fyrir áfram- haldandi setu í stóli stjórnarformanns Flugleiða. Víst er að margir harma þessa ákvörðun Sigurðar því hlutabréf í Flug- leiðum hafa til skamms tíma þótt hin besta fjárfesting og færri fengið en vildu. SKURKAR AÐ VINUM Afrakstur samstarfs Silju Aðalsteinsdóttur rithöfundar og Bubba Morthens tónlistar- manns lítur senn dagsins ljós, en þau hafa í sameiningu unnið að því að skrifa nokk- urs konar ævisögu poppgoðs- ins. Margir kynnu að spyrja hvort brunnurinn væri svo þurrausinn að þrautalending- in væri að skrifa ævisögu þrí- tugs manns. Silja lætur slíkar aðfinnslur ekkert á sig fá en bendir þess í stað á það sann- leikskorn sem í því felst að tvítugur maður geti hafa lifað ríkara lífi en sá áttræði sem ekki hefur hreyft sig frá sömu hundaþúfunni allt sitt líf. „Það sem kom mér hvað mest á óvart þegar við vorum að vinna bókina var einmitt það hversu ríku lífi ekki eldri maður en Bubbi hefur lifað.“ Ýmislegt er látið fjúka í bókinni, sem margir eiga ef- laust eftir að fetta fingur út í. Silja bendir á að það hafi ætíð verið siður Bubba að skafa ekki utan af hlutunum, jafnvel þótt það kunni að koma við kaunin á ýmsum. I bókinni lýsir Bubbi til dæmis kynnum sínum af undirheim- um Reykjavíkurborgar og segir þá meðal annars að margir skúrkar bæjarins hafi verið kunningjar sínir um árabil. „Það er ómögulegt að segja til um hvernig líf Bubba hefði þróast ef tónlistin hefði ekki frelsað hann frá því lífs- mynstri sem hann virtist orð- inn flæktur í,“ segir Silja. Hún bendir þó á að hann hefði eflaust einnig orðið góður á því sviði, eins og í öðru sem hann tekur sér fyrir hendur, hefði hann ílengst í þessum hópi. GLEYMT 0G GRAFIÐ Ekkert hefur heyrst né spurst til tímaritsins 2000 síð- an fyrsta tölublað þess kom út með miklum látum í byrj- un sumars. Blaðinu, sem er í stóru broti, þykir svipa mjög til bandaríska tímaritsins Int- erview sem var hugarfóstur listamannsins mikla Andy Warhol. Gripið var til mjög nýstárlegra aðferða við að kynna tímaritið þegar það kom út en því var meðal ann- ars dreift til unglinga sem voru á gangi um miðbæ Reykjavíkur að kvöldlagi. Útgáfustjórn 2000 verst allra fregna um framtíðaráform tímaritsins og hverjar viðtök- ur það hlaut hjá lesendum. Einhver flótti virðist þó hafa hlaupið í liðið því tveir af þeim fimm sem skipa útgáfu- stjórn þess hafa haldið utan en ekkert fæst uppgefið um það hvort þeir sem heima sitja hyggist halda útgáfu tímaritsins áfram. Sigurður Helgason, hættur við að selja sinn hlut. Silja Aðalsteinsdóttir. KVENHYLLI Hljómsveitin Rikshaw, sem nú hefur starfað í rúm fimm ár, gerir mikinn usla meðal kvenþjóðarinnar hvar sem hún kemur. Spurst hefur að hópar stúlkna hafi elt hljómsveitar- meðlimina frá Reykjavík til Vestmannaeyja þegar þeir tróðu þar upp undir nafninu Loðin rotta fyrir skemmstu. Þetta mun vera þekkt fyrirbæri erlendis en þar hafa stúlk- ur, sem elta popphljómsveitir stað úr stað, fengið viður- nefnið groupies sem gæti útlagst grúppupíur á slæmri ís- lensku. Að sögn kunnugra láta hljómsveitarmeðlimirnir, Richard Schobie, Sigurður Gröndal, Ingólfur Guðjónsson og Sigfús Ottósson, sér vel líka aðdáun kvenþjóðarinnar. Lítið er þó vitað hvort kvenhylli hljómsveitarmeðlima skil- ar sér í aukinni hljómplötusölu en ný plata frá þeim, Angels and Devils, er væntanleg þann 15. nóvember. Öll lögin á nýju plötunni eru frumsamin með enskum textum. Ástæða þessa er að sögn söngvara hljómsveitarinnar, Richards, sú að enn blundar í þeim félögum draumurinn um að koma tónlist sinni á framfæri erlendis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.