Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 18

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 18
hans að þá eða síðar gæti einhverjum þótt eitthvað athugavert við slík innherjaviðskipti. Allt hans líf er plott. Ef menn eru ekki vinir hans þá eru þeir óvinir. Hann hefur blindan metnað. Það verður að segj- ast að hann er klár í plottinu, sér marga leiki fyrirfram. Hann átti hugmyndina um að fá Þorvarð sem sjónvarpsstjóra til að tengja Eignarhaldsfélagið órjúfanlega hinum nýja meirihluta. Þar byrjaði allt ruglið. Gísli V. Einarsson og hann eru líkir og þarna brast vinátta Þorvarðar og Gísla. Hann settist í stól Þor- varðar meðan á sumarfríi hans stóð. Þegar Þorvarður kom til baka vildi hann halda áfram og setja Þorvarð í sérverkefni. „Ég er sá eini sem get þetta,“ var viðkvæði hans. Hann telur sig einfaldlega alltaf bestan. Og allir í kringum hann eiga að græða fullt af peningum. Það er ömurlegt að horfa upp á virðulegan formann Verslunarráðs eins og tuskubrúðu í hönd- um hans. Jón hvíslar í eyra hans á stjórnarfundum og hugsanir Jóns streyma út um munn Jóhanns J. Olafssonar. Þeir bera svo gott úr býtum. Ahættuþóknunin nemur 4 til 5 milljónum á ári og framkvæmdastjórnarmennirnir fá allt að 300 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum stjórnarlaunum. Hann er klókur í þessari skák. Spurningin er af hverju eng- inn vill vera lengur í fyrirtæki með Jóni Ólafssyni. Það er ein- hver ára, atmosfera. Maður segir nei takk, þetta er ekki týpa sem maður vill eiga eitthvað með. Haraldur (Haraldsson) í Andra er sterkasti maðurinn þarna og hefur óbifanlega trú á Jóni líka. Halli er töff týpa og hefur líka unnið sig upp úr engu. Kannski skapar það samkennd? En Halli er gegnumtraustur. í Kringluhópnum varð það sama uppi á teningnum. Jón átti drjúgan þátt í að það samstarf gekk ekki. Allir fengu sig full- sadda af honum, sneru við honum baki og hann einangraðist. Efnahagsleg velgengi Jóns er undraverð. Hann hefur komið sér ótrúlega vel fyrir. Á síðari árum hefur hann byggt yfir sig glæsivillu í Stigahlíð. Hann náði kaupum á kvikmyndahúsinu Regnboganum af Framkvæmdasjóði og Örtölvutækni af skiptaráðanda eftir gjaldþrot. Hann er sú týpan, sem bankar ekki heldur rífur upp hurðir. Og hann hefur sótt stíft til met- orða í Sjálfstæðisflokknum. Hann reyndi að verða formaður í sínu hverfafélagi. Valhöll sá um að halda honum í hæfilegri fjarlægð. Síðan hatar hann þá, því hann stillir öllu upp í vini og óvini.“ ► ður en lengra er haldið, skal það tekið fram að Jón Ólafsson fær að svara þessum og öðrum ásökunum síðar í þessari grein. Þessar nafnlausu heimildir gefa hins vegar góða mynd af þeirri uppsöfnuðu gremju sem hefur búið um sig meðal fjölmenns hóps í viðskiptalífinu og á hægri kanti stjórnmálanna í garð Jóns Ólafssonar. Maður, sem stóð SÝNarmegin við borðið í samningavið- ræðunum í vor og sumar, sagði við greinarhöfund: „Ég þekki Jón frá gamalli tíð og öðru hverju hafa leiðir okkar skorist. Hann er ævinlega öfugum megin með allt sem hann er að gera. Hann hefur alltaf og alls staðar verið með rýtinginn á lofti og skilið eftir sig sviðna jörð. Hann hlaut á sínum tíma dóm í ávísanamáli. Bróðir hans tók það á sig. Það sem kom í veg fyrir sameiningu Stöðvar 2 og SÝNar var þessi maður og að Stöðvarmenn voru ófáanlegir til að losa sig við hann. Ég sagði þetta við Harald Haraldsson beint 4. maí, en þeir eru ófáanlegir til að láta sér segjast. Hann er á kafi að mjólka fyrirtækið fyrir sig. Það sýna stjórnarlaunin og áhættu- þóknunin. Meðan hann var í framkvæmdastjórastólnum hans Þorvarðar seldi hann Stöð 2 filmur fyrir 15 milljónir sem A og A+ filmur, en voru í rauninni X-myndir, fékk greiddar 14 milljónir strax og hefur sennilega keypt þær á sjö til átta. Enda sagði hann mörgum strax eftir yfirtökuna á Stöð 2 að hann ætlaði að verða fljótur að ná inn andvirði hlutafjárins aftur. Viðskilnaðurinn á Bylgjunni/Stjörnunni er frægur. Jó- hann J. Ólafsson setur kíkinn fyrir blinda augað, er reiðu- búinn til að fórna öllu til að vera í forsvari fyrir Stöð 2. Har- aldur varð að athlægi fyrir ummælin í Morgunblaðinu um „já- kvæðu straumana", sem hann hefði fundið stafa frá Jóni Ólafssyni þegar þeir hittust á nýársdag og leiddi þá saman til yfirtöku á Stöð 2. Þeir loka eyrunum fyrir sannleikanum. Margir vita að í einkamáli hótaði hann manni, sem hann átti í viðskiptum við, að hann mundi senda fréttastofuna á hann. Hann reyndi líka bein afskipti af fréttastofunni í fjarveru Þor- varðar. Allir kaupmennirnir í Kringlunni eru orðnir honum andsnúnir.“ „Jón siglir fast upp að hlið forystumanna í viðskiptum, manna sem njóta trausts. Hann er fastur fyrir, ákveðinn, harður, beitir meðölum sem duga og er óvandur að þeim. (Hér telur hann upp ásakanir um sýknudóminn „furðulega“, orðróm um fíkniefni, grunsemdir um að fyrirtæki Jóns standi ekki traustum fótum.) Honum tókst að deila þeim hópi sem upphaflega ætlaði að standa að stofnun íslenska útvarpsfé- lagsins. Hann bauð fram sína skrifstofu fyrir söfnun áskrifta að hlutabréfum. Hann hafði feiknaáhuga á þessu og reyndist búinn að safna rúmlega helmingi hlutafjár, þegar gera átti upp málin fyrir stofnfund. Hinir töldu að þarna væri strax verið að mynda blokk, þarna væru saman komnir ættingjar, vinir og starfsmenn Jóns og að auki hulduher Alberts Guðmundsson- ar. Þeir gengu út en einn varð eftir, en heltist svo úr lestinni síðar. Fyrir síðustu kosningar var borin fram tillaga um hann á lista Sjálfstæðisflokksins til alþingiskosninga. Kjörnefnd hafn- aði honum á þeim grundvelli að hann væri of vafasamur. í fyrra reyndi hann að verða varaformaður Varðar. Núverandi formaður Varðar, Ólafur Klemensson, hafði samþykkt það og venjan er sú að formaður ráði því. Hann ætlaði vafalítið til mikilla áhrifa í Sjálfstæðisflokknum. „Cató gamli“, (Kjartan Gunnarsson) kom í veg fyrir það,“ segir lögfræðingur sem þekkir til. Við höfðum samband við einn þeirra sem viðstaddur var undirbúningsstofnfund Islenska útvarpsfélagsins og hann stað- festi að í aðalatriðum væri rétt frá skýrt, nema hvað hann gerði meira úr frumkvæði Jóns og dugnaði sem þó hefði kom- ið öðrum viðstöddum þannig fyrir sjónir sem þeim væri stillt upp við vegg. Af fimm milljón króna fyrirhuguðu hlutafé hefði Jón þegar verið búinn að safna 2,6 milljónum eða liðlega meirihluta. Þeir hefðu hins vegar komið til fundarins með því hugarfari að skipta hlutafénu nokkuð jafnt, skipta með sér verkum í bróðerni og stýra apparatinu sameiginlega gegnum fyrstu örðugleika. Einn af þeim, sem stóðu að stofnun og starfrækslu útvarps- stöðvarinnar Stjörnunnar á vegum Hljóðvarps hf., sem Ólafur Laufdal varð aðaleigandi að, sagðist ekki vilja láta nafns sins getið, því allar upplýsingar um Jón Ólafsson væru í sjálfu sér ærumeiðandi þótt sannar væru. Hann sagði að á fyrstu mán- uðum Stjörnunnar hefði hún virst í miklum uppgangi og þá þegar hefði Jón Ólafsson sent tilboð fyrir milligöngu lög- manns um að hún rynni inn í Islenska útvarpsfélagið með því að það yfirtæki skuldir. Þetta sýndi að þegar frá upphafi hafi Jón stefnt að því að ryðja þessum keppinaut úr vegi. Þessu var hafnað. Þegar fór að halla undan fæti tókust hins vegar samn- ingar á nokkrum klukkutímum um samrekstur stöðvanna. Sex mánuðum síðar hefði Jón krafist riftunar á samningnum, þar sem skuldir væru til muna meiri en ráð var fyrir gert í upphafi. Það væri hins vegar verið að athuga það núna hvort raunveru- lega hefði verið ástæða til gjaldþrots. Hald manna væri að skuldir stöðvarinnar hefðu verið látnar hrannast upp óupp- gerðar en tekjur komið inn á sameiginlegan reikning. Stór- hættuleg söluskattsskuld hefði verið látin danka, sem síðar hefðu fengist upplýsingar um að hefði verið umsemjanleg. Þannig hefði verið soginn safinn úr fyrirtækinu, en hræinu síð- an hent. Annar maður, sem unnið hafði við dagskrárgerð á Stjörnunni, sagði að hann væri ekki í vafa um að allt þetta spil hefði frá upphafi verið spilað með lokaleikinn í huga. Þar á bæ hefðu menn sett þá hugsjón að reka einkaútvarp með vandaðri dagskrá ofar viðskiptum og þessu kalda valdatafli. 18 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.