Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 24
málinu og upplýsti að um þessar mundir hefði búið hjá sér
bróðir sinn, Tryggvi B. Kristjánsson, og gæti hann hafa kom-
ist yfir umræddan stimpil. Sá kannaðist ekkert við aðild að
málinu.
Leitað var álits rithandarsérfræðings, Maríu Bergmann, og
taldi hún rithönd Jóns á öllum undirskriftum varðandi ávísun
þessa. Hann hélt þó fast við fyrri framburð sinn. Þann 9.
febrúar 1976 játaði hann hins vegar við yfirheyrslu hjá rann-
sóknarlögreglunni í Keflavík. Fyrir rétti síðar um sumarið
neitaði hann hins vegar algerlega að tjá sig um málið. Hann
var svo dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar.
Rúmu ári síðar, 22. september 1978, ritaði hins vegar hálf-
bróðir ákærða, fyrrnefndur Tryggvi Kristjánsson, undir yfir-
lýsingu þess efnis að hann hefði ásamt tveimur stúlkum, sem
hann vissi engin deili á, gerst sekur um verknaðinn. Stúlkurn-
ar fundust ekki. I framhaldi af þessari játningu Tryggva gaf
Jón nýja skýrslu hjá rannsóknarlögreglunni og fyrir sakadómi
Keflavíkur og neitaði algerlega öllum sakargiftum. Skýrslan
frá 9. febrúar 1976 hefði ekki verið gefin af fúsum og frjálsum
vilja. Hann hefði verið handtekinn að morgni þess dags í
Hafnarfirði að beiðni lögreglumanns í Keflavík og fluttur suð-
ur á Keflavíkurflugvöll og verið settur í fangaklefa, þar sem
hann var í haldi fram eftir kvöldi og því ekki mætt til skýrslu-
gjafarinnar ótilkvaddur. Er hann svo kom fyrir sakadóm
Keflavíkur, 13. ágúst 1976, hafi hann ekki þorað að greina frá
hinu rétta.
Niðurstaða Hæstaréttar: „Þegar virt er hvernig málið liggur
fyrir Hæstarétti, verður ákærði ekki sakfelldur fyrir verknað
þann sem hann er ákærður fyrir. Verður honum því dæmd
sýkna en sakarkostnaður lagður á ríkissjóð.“
Starfsmaður, sem verið hafði hjá saksóknara á þessum
tíma, sagðist vel muna eftir þessu máli. Það væri nær einstætt
að því leyti að á grundvelli þessarar framhaldsrannsóknar,
hefði saksóknari fyrir Hæstarétti krafist þess að ákærði væri
sýknaður af öllum fyrri kröfum ákæruvaldsins. Menn hefðu þá
talið það nánast formsatriði að ljúka málinu með undirskrift-
um aðila fyrir Hæstarétti, en þá hefði verið látinn fara fram
munnlegur málflutningur og ekki færri en fimm hæstaréttar-
dómarar dæmt í því. Þeir sem kváðu upp sýknudóminn voru
Björn Sveinbjörnsson, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einars-
son, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson (Hæstaréttar-
dómar 1980 bls. 33).
Þrátt fyrir þá framsýni Jóns Ólafssonar, sem bæði vinir og
óvildarmenn vilja eigna honum, og þrauthugsaða leiki langt
fram í tímann, þá skjátlaðist honum þegar hann hélt að hann
næði ekki lengra í leiknum með fjölmiðlana eftir hrap
Stjörnunnar. Nú var sú stund að renna upp að Stöð 2 væri
„ein rjúkandi rúst“. Á nýársdag hitti hann Harald Haraldsson
í Andra fyrir tilviljun. Haraldur fann frá honum þessa „hlýju
strauma", eins og frægt er orðið, og þeir fóru að skipuleggja
félagsskap um kaup á Stöð 2. Hann greip tækifærið. Óg innan
skamms var Jón Ólafsson orðinn varaformaður á Stöð 2 og
umdeildari en nokkru sinni fyrr. Einkum hefur spurningin um
innherjaviðskipti orðið mörgum áleitin, það er sú staðreynd
að Jón hefur umboð fyrir efni og tæki sem bæði útvarps- og
sjónvarpsstöðvar nota. Hann gæti því notað aðstöðu sína til
að sjá um að sínar umboðsvörur séu teknar fram yfir aðrar,
sæti þar með báðum megin við borðið og byði heim ásökunum
um stórfellda hagsmunaárekstra.
Eg spurði Jóhann J. Ólafsson stjórnarformann hvernig með
þessi mál væri farið á Stöð 2. Hann sagði að nýlega hefðu ver-
ið settar um það reglur að stjórnarmenn komi ekki nálægt við-
skiptum Stöðvarinnar við eigin fyrirtæki. Þeim sem innkaup
hafa með höndum er falið að sjá um að viðskipti stjórnar-
manna standist verðsamanburð og sé sá samanburður síðan
lagður fyrir stjórn hverju sinni. Hann tók fram að þessar regl-
ur hefðu ekki verið settar að neinu gefnu tilefni heldur hefði
þótt ástæða til að um þetta væru skýr fyrirmæli.
Eruð þið að blóðmjólka Stöðina?
Nei. Formaður og varaformaður sitja í framkvæmdanefnd
með sjónvarpsstjóra í sérstökum tímabundnum verkefnum og
hafa 200 þúsund krónur í laun á mánuði. Stjórnarformaður
hefur auk þess 100 þúsund krónur og varaformaður 75 þúsund
fyrir stjórnarstörf. Þessi störf hafa verið það krefjandi að varla
er tími til að sinna eigin fyrirtækjum meðan að þeim er unnið.
Umtöluð áhættuþóknun er eitt prósent af andvirði skuldbind-
inga, sem gengist er í ábyrgð fyrir. Á móti nýtur Stöð 2 betri
kjara hjá bönkunum, þannig að fyrirtækið tapar ekki.
Nýtur Jón Ólafsson fyllsta trausts stjórnarformanns?
„Já, vissulega. Hann er greindur, skýr, fljótur að hugsa, vel að
sér í viðskiptamálum, fjármálum og bókhaldi, lögum og regl-
um um hlutafélög, skjótráður og úrræðagóður, vill hafa hlut-
ina á hreinu og uppi á borðinu. Hann er kröfuharður, vili að
menn standi við það sem þeir segja, notar mikið endurskoð-
endur og lögfræðinga til að tryggja rétta meðferð mála.“
Aðalfundur Stöðvar 2 (eða Islenska útvarpsfélagsins hf.
eins og það heitir núna eftir sameiningu SÝNar, Bylgjunnar/
Stjörnunnar og Stöðvar 2 undir einn hatt) fer fram núna um
mánaðamótin. Fullyrt er að þar muni koma fram að Jón Ól-
afsson njóti ekki lengur trausts þeirra sem söfnuðust undir
hans merki í upphafi ársins. Það verður að koma í ljós.
Ýmsum hefur fundist hin snöggu umskipti á efnahag Jóns
Ólafssonar um miðjan þennan áratug meira en lítið dularfull
og leitað skýringa á þeim utan fyrirtækja hans. Eg spurði Jón
hvort hann gæti gefið mér lykil að þessari gátu. Hann sagði að
það væri raunar engin gáta. Hann gæti gefið mér nákvæma
dagsetningu: 17. október 1984, þegar hann náði samningum
við Columbia. Þetta var á gósentíma myndbandanna og hann
fékk hverja úrvalsmyndina af annarri, sem náðu feiknavin-
sældum og veltu upp á hálfa til heila milljón. Eftir nokkra
mánuði var hann kominn á Range Rover, „og ég hef haft það
fyrir reglu alla tíð að kaupa ekki bíl fyrr en ég á fyrir honum.“
Ári síðar hóf hann byggingu 400 fermetra einbýlishúss við
Stigahlíð og flutti inn árið 1986. „Ég staðgreiddi alla hluti og
fékk við það 10 til 20 prósent afslátt. Mig minnir að húsið hafi
kostað okkur 15 milljónir þá.“
Næsti búhnykkur var verslun Skífunnar í Kringlunni. „Ég
fékk tvo mismunandi aðila til að gera fjárhagsáætlun fyrir
þetta dæmi og báðir komust að neikvæðri niðurstöðu, leigan
væri of há til að þetta gengi. Ég er ekki á móti nákvæmum
arðsútreikningum, en ég ligg ekki lengi yfir þeim. Oftast
treysti ég á eðlisávísun til ákvarðanatöku. Og ég ákvað að
kýla á þetta. Sú ákvörðun reyndist rétt.“ Margir hafa staðfest
að þessir fáu fermetrar í Kringlunni hafi reynst gullnáma, svo
stóra hlutdeild hafi búðin í plötusölu á landinu.
framhaldi af þessu er ekki úr vegi að líta nánar á veldi
Jóns Ólafssonar. Hann rekur núna fimm fyrirtæki: Skíf-
una hf., Sonic hf., Tölvukaup hf., sem á Örtölvutækni
og Jón á í félagi við fleiri aðila, Bíó hf., sem leigði kvik-
myndahúsið Regnbogann í fyrra af Framkvæmdasjóði og Jón
keypti síðan, og Bíómyndir hf., myndbandaumboð. I kynn-
ingarbæklingi frá því í júní síðastliðnum er velta þriggja fyr-
stnefndu fyrirtækjanna áætluð 600 milljónir í ár á móti 480
milljónum í fyrra. Þar við bætist velta Regnbogans þannig að í
ár má reikna með að samanlagt velti þessi fimm fyrirtæki ekki
undir 700 milljónum króna. Þetta mundi raunar slaga nokkuð
hátt upp í veltutölur Stöðvar 2, svo að eitthvað sé nefnt til
samanburðar.
Þessar tölur voru bornar undir Þorvald Þorsteinsson, endur-
skoðanda hjá N. Manshcer hf., sem annast bókhald og upp-
gjör allra þessara fyrirtækja. Hann taldi þær ekki fjarri lagi
með fyrirvara um sveiflur frá ári til árs. Hann sagði góða reglu
vera á fyrirtækjunum.
Jón Ólafsson segir að hvergi á sínum ferli finnist fallinn víx-
ill og háttsettur aðili hjá íslandsbanka fullyrðir að Jón ráðist
Framhald á bls. 103
24 HEIMSMYND