Heimsmynd - 01.11.1990, Page 32

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 32
NÓVEMBER 1990 Steingrímur Ólafsson hefði ekki fæðst þann 9. nóvember árið 1965 hvar og hvenær hefði hann viljað fæðast? | í London upp úr 1950. Hvers vegna? Þá hefði ég náð bítla- og blómaskeiðinu sem unglingur, ekki sem kornabarn. Inn í hvernig aðstæður hefðir þú viljað fæðast? Ég hefði alveg verið til í að vera forríkur spilltur aðalsmaður á mektartímum Rómarveldisins. Svona er ég nú innrættur. Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst kosið að vera? Michelangelo, því þá hefði ég vit á list. Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? Konunni minni finnst Mel Gibson bæði sætur og sexý, en ég segi bara Jón afi. En innræti? Mömmu og pabba, heiðarlegasta og besta fólk í heimi. Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest? Ég ætti að segja hún amma mín miðað við allar sögurnar hennar en ég segi Sigyn Jónsdóttir, guðdóttir mín. Hvaða húsgögn viltu helst hafa í kringum þig? Dýr, fín og stór. Þau þyrftu líka að vera þvottekta og með kattahársfráhrindandi yfirborði. Hvernig slappar þú af? Ég slekk ljósin, kveiki á kertum og reykelsi, opna rauðvínsflösku, set góða bítlaplötu á fóninn og hugsa. Hver er besta bókin sem þú hefur lesið? Góði dátinn Svejk, eftir Jaroslav Hasek og bankabókin mín eftir að konan tók við fjármálunum. Hver er uppáhalds hjómplatan þín? Þarna setur þú mig í bobba. Ætli ég segi ekki Abbey Road með Bítlunum. Hvert er besta leikritið sem þú hefur séð?. Dýrin í Hálsaskógi, ekki minnsti vafi. Ég kann piparkökusönginn utanað og syng hann reglulega. Þá voru persónurnar, Lilli klifurmús, Mikki refur og bakaradrengurinn mér ógleymanlegar. Hver er eftirminnilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Clockwork Orange sem Stanley Kubrick leikstýrði. Af íslenskum kvikmyndum er það hins vegar myndin Síðasti bærinn í dalnum eftir Óskar Gíslason. Hvaða matur finnst þér bestur? Rjúpan hennar mömmu, hrísgrjónagrauturinn hennar ömmu á Akureyri, kjötbollurnar hennar ömmu Döddu, súkkulaðikakan hennar ömmu Döddu, kalkúnninn hennar tengdamömmu og pottrétt- irnir hennar konunnar minnar. Annars heitir hún Linda Sif og vill alls ekki ganga undir nafn- inu konan hans Steingríms. Hverju sérðu mest eftir? Græna horinu III, græna fólksvagninum sem dó síðast. Þetta var þriðji fólksvagninn sem ég hef átt. Hvaða hlut vildir þú helst eignast? Tölvu. Hverjir eru helstu kostir þínir? Viljastyrkur, þolinmæði, tryggð og ást. En veikleikar? >• Hversu mikill béfaður fýl- upoki ég get verið og kann ekki að fara með peninga. Hver er ánægju- legasta stundin í lífi þínu? Til þessa er það þeg- þungunarprufan sýndi fjólublátt. ^ Við hvað ertu hrædd ur: Tannlækna og málvillur. Hverjar eru þær rómantískustu aðstæður sem þú getur hugsað þér? Kósí kvöldverður með kertum og kossum og það að versla í Hagkaup á föstudögum. Ef þú ættir eina ósk hvers myndir þú óska þér? Að væntanlegt barn mitt verði heil- brigt og hamingjusamt. j 32 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.