Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 38

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 38
UFSSTILL: Megrun og freistingar Á notalegu haustkvöldi kom hún klyfjuð heim með nýtt grænmeti og baunir úr heilsubúðinni. Viti menn stendur ekki stór konfektkassi á eldhúsborðinu við hliðina á Camelpakkan- um hans. Hún horfði á kassann, setti frá sér pokann. Gekk aftur að kassanum, klóraði í sellófanpappírinn, fór að vaskin- um og þvoði grænmetið. Eftir kvöldmatinn hellti hún upp á sterkt kaffi og settist niður með blað við eldhúsborðið. Stóri konfektkassinn beið eftir henni. Klukkan hálfellefu var efra lagið búið um leið og hann fékk sér fimmtu sígarettuna glott- andi. „f>ú þarft ekkert að grennast meira ..." Nú líður vart sú vika að hann færi henni ekki flösku af dí- sætum líkjör, súkkúlaðihringi með koníaki, lakkrískonfekt eða bíði hreinlega með heitar vöfflur og rjóma þegar hún kemur úr verslunarferð á laugardegi. Hann sér fram á að geta reykt um áramótin. Þessi litla saga úr hversdagslífinu er ekkert einsdæmi. Allir sem eru í megrun kannast við þessa freistara. Eða hljóma þessar setningar ekki kunnuglega: „Láttu ekki svona, fáðu þér einn bita.“ „Þú ert ekkert feit. Þú þarft ekkert að grenna þig.“ „Endarðu ekki eins og Jón Páll ef þú heldur áfram að lyfta lóðum?“ „Fara ekki brjóstin á þér að síga á þessum hlaupum?“ „Æ, slepptu þessum eróbikktíma, förum frekar í bíó.“ En þú lætur ekki segjast. Þú ert svo ákveðin í því að grenna þig að þú sleppir ísnum eftir matinn og þú ferð í leikfimi eins og til stóð. Þú ert í stuði til að koma þér í fínt form, losa þig við lærapoka, maga og undirhöku. Af hverju er fólk þá að draga úr þér kjarkinn? Er þetta ímyndun í þér eða vakir eitt- hvað fyrir þessum freisturum? Sumir halda því fram að freistarinn þoli ekki tilhugsunina um að þú grennist af ótta við að það breyti sambandi ykkar vegna þess að þú grönn verðir ekki sú sama og þú feit. Dæmi um þetta eru vinkonur sem báðar voru þybbnar. Nú hefur annarri löngu tekist að losa sig við öll aukakíló og hin upplifir það sem hálfgerð svik. Allir kannast við mæður sem troða mat í börnin sín, jafnvel miðaldra, þéttholda börn. Móðirin nærir. Það var hennar hlut- verk og hún heldur því áfram. Það hlýjar henni um hjartaræt- urnzar þegar þú borðar lambasteikina hennar með góðri lyst og slátrið í miðri viku. Nú, svo eru til feitar mæður, og þær þurfa á þér að halda til að njóta súkkulaðitertunnar í ísskápnum. Eiginmenn þola illa megrunarkúra kvenna sinna þar sem það setur þeim sjálfum skorður. Matseðillinn á heimilinu breytist óhjákvæmilega. Á laugardagskvöldi vilja sumir fá sér neðan í því en nokkur glös af áfengisblöndu innihalda sama hitaeiningamagn og drjúg máltíð. Kjötmáltíð með kartöflum, sósu og fleiru er á við tvöfaldan dagskammt hitaeininga (rúm- lega 2000 kalóríur) og fæstir eiginmenn sætta sig við salat og skelfisk í stað safaríkrar kjötmáltíðar. Þótt eiginmenn stríði konum sínum á því að þær hafi nú lit- ið betur út fyrir tíu kílóum síðan óttast margir þá breytingu sem verður á konunni þegar hún tekur sig í gegn. Hið sama gildir um sumar eiginkonur. Þær stríða manninum sínum á aukadekkinu um miðjuna en þegar það er horfið velta þær vöngum yfir því hvort það er í þágu einhverrar annarrar. Ein ástæða þess að fólk reynir að hafa áhrif á megrunarkúra annarra kann að vera sú að þeir sem eru í megrun eru oft álíka smámunasamir og leiðinlegir og þeir sem eru hættir að drekka eða reykja. Sá sem er í megrun er að því fyrir sjálfan sig. Slíkt fólk á ekki að sitja og monta sig af eigin árangri um leið og það setur út á mataræði annarra. Þegjandi og hljóða- laust hefur þú ákveðið að borða ekki rjómasósur. En þú verður að láta öðrum eftir að ákveða hvort þeir borða kökuna sína og bera hana síðan utan á sér. Rétt eins og konan góða sem nú er orðin 58 kíló þótt eiginmaður- inn reyki eins og strompur. Hún finnur ekki eins mikið fyrir því og áður. Hún er miklu meira að heiman . . .□ Á freistingum gæt þín og falli þig ver . . . segir í sálminum. Þetta þekkja allir sem eru í megrun. Þeir sem hafa strengt þess heit að grenna sig, forðast sætindi, smjör og salt. En það ber að varast fleira en freistingarnar. Það er nefnilega annar þrándur í götu sem er freistarinn. Amma, mamma, öfund- sjúkar vinkonur og eiginmenn. Þeir sem telja að þú þurfir ekki að grennast eða þola ekki tilhugsunina um að þú léttist af ein- hverjum og margvíslegum ástæðum. Nýlega gerði ágæt kona samning við eiginmann sinn. Hann var á þá leið að ef hún grenntist um tíu kíló - næði kjörþyngdinni 58 kfló - myndi hann hætta að reykja. Maðurinn, sem er rúmlega fer- tugur, hefur verið stórreykingamaður árum saman. Hún hefur ver- ið í baráttu við aukakílóin frá því að hún man eftir sér og rokkað upp og niður. Síðasthðið vor hófst hún hins veg- ar handa og nálgast nú takmark sitt óðfluga. Fyrstu lún á einhveiju megrunarkexi. Því næst il léttrar fæðu, grænmetis- og bauna. Þeg- ar fór að Kða á sumarið keypti hún sér gallabuxur í stærð 30 og var orðin 63 kíló. Hún átti nú aðeins 5 kíló eftir í reyklausa tilveru á heimil- inu. Hann fylgdist með áhugasamur og reykti. Reykti, reykti og reykti. Við eldhúsvaskinn, í sturt- unni, í bflskúmum, á svölunum, við garðsláttinn en sló samt ekki af sér tæmar. 38 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.