Heimsmynd - 01.11.1990, Page 45
FEGURÐ: Fyrir konuna
Tískan í andlitsförðun í vetur
leggur áherslu á eðlilegan farða
þar sem litir ráða ekki ferðinni.
Áhersla á liti veltur á því hvað
klæðir hverja konu. Talsmenn
snyrtivörufyrirtækis Christians
Dior segja að eitthvað ákveðið út-
lit sé ekki lengur í tísku heldur
eigi andlitsfarðinn fyrst og fremst
að taka mið af því hvað er klæði-
legt. Dior leggur áherslu á nátt-
úrulega liti, bæði matta og glans-
andi. Augnskuggar eru helst í
gráu og brúnu en varalitir rúst-
rauðir.
Farðinn má sjást en það ber að
halda honum í hófi. Litir eru
gjarnan djúpir jarðlitir og margir
leggja áherslu á að varalitur og
kinnalitur séu í sem líkustum tóni.
Augnskuggar eru notaðir og auga-
brýrnar eiga að vera áberandi.
Hjá Chanel fást þær upplýsingar
að í förðun sé blandað saman
mattri og glansandi áferð. Húðin
á að vera mött en augnskuggar og
varalitir glansandi. Línur eru skýr-
ar, augu og varir áberandi.D
Eðlilegt útlit, segir Ralph Lauren,
með daufum en glansandi varalit,
daufum kinnalit og möttum andlits-
farða (myndin hér að ofan). Yves
Saint Laurent leggur áherslu á vín-
rauðar varir, skyggð augu og dökk-
ar augabrúnir. Calvin Klein vill
hafa förðunina sportlega en Geof-
frey Beene vill dramatíska förðun
með plómulitum vörum, fölum
vöngum, augnblýöntum og mjög
áberandi augabrúnum.
Loksins.
Handkrem sem
verndar
ánkláða.
ACO Mjuk Hand er notalegt handkrem sem ver og verndar hendurnar
aðeins meir en venjulega. Það er mýkjandi og í þvíer tvöfaldur skammtur
náttúrulegra, rakabindandi efna.
Og því fylgir enginn kláði. Það er því hægt að nota oft á dag, sé þess þörf.
ACO Mjuk Hand
Með og ánilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu.
HEIMSMYND 45