Heimsmynd - 01.11.1990, Page 58
AGOS
J
ORYGG
!
Vaxandi hætta steðjar að öryggi flugf-
arþega vegna flugvéla sem rifna, flug-
manna sem sofna og flugumsjónar-
manna, sem ráða ekki við umferðina.
Það er engin örtröð við afgreiðslu-
borðið á Keflavíkurflugvelli, þeg-
ar farþeginn kemur inn með far-
angur sinn til vigtunar og framvísar far-
seðli. Allt gengur rólega og skipulega
fyrir sig, engin streita sjáanleg á starfs-
fólki, farþeginn fer í gegnum vegabréfa-
skoðun og vopnaleit, bíður eftir útkalli í
afmörkuðum kimanum við barinn, strjál-
ingur af fólki stikar fram og aftur um
víðáttumikla sali, sem virka hálftómlegir
nema rétt á meðan farþegar koma og «
fara. A áfangastað, hver svo sem hann
er, austan eða vestan Atlantsála, er allt
öðruvísi um að litast. Flugvélin þarf oft-
ast að sveima dágóða stund í langri bið-
röð yfir flugvellinum. Manngrúi streymir
fram og aftur um óendanlega ganga þar
sem einkennisbúnir starfsmenn á hlaupa-
hjólum geysast framhjá farþegunum í
ýmsum erindum. Oft tekur jafnlangan
eða lengri tíma frá því komið er inn til
58 HEIMSMYND
eftir ÓLAF HANNIBALSSON