Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 86

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 86
Sera Björn Stefansson, Kristín Ólafsdóttir eiginmaður Guðrúnar Sigríðar Ölafs- dóttur, sem lést 1918, með börnum sínum Ólafi prófessor og dætrunum Þorbjörgu, Ingibjörgu og Ásthildi, ekkju Steins Steinarr. Vilmundur Gylfason læknir og eiginmaður hennar Vil- mundur Jónsson landlæknir. Hún settist fyrst íslenskra kvenna við Háskóla íslands. (1948-1983) einn sérstæðasti stjórnmálamaður Islendinga á sínum stutta ferli. 1. Áslaug Foss (f. 1913). Fyrri maður hennar var James Poulton auglýsingastjóri í London en sá seinni Asbjörn Gis- holt aðstoðarofursti í Osló. Börn hennar: a. Hilmar Foss Foulton skipstjóri í Perth í Ástralíu, kvæntur June Poulton hjúkrunarfræðingi. b. David Poulton verslunarmaður í Osló. c. Edda Gisholt hjúkrunarfræðingur í Noregi, gift Rúber fylkislækni. d. Per Gisholt skrifstofumaður í Osló. FYRSTI KVENLÆKNIRINN Kristín Ólafsdóttir (1889-1971) var þriðja barn prestshjón- anna í Hjarðarholti. Hún fór menntaveginn sem ekki var al- gengt um stúlkur í hennar tíð. Hún lauk prófi í læknisfræði 1917, fyrst íslenskra kvenna við Háskóla íslands. Hún settist að á ísafirði 1917 og var þar aðstoðarsjúkrahúslæknir, en eftir 1931 var hún starfandi læknir í Reykjavík. Hún var meðal ann- ars í skólanefnd Húsmæðraskólans í Reykjavík og sat í barna- verndarnefnd. Kristín samdi bækur um heilsu- og manneldis- fræði og þýddi allmargar bækur, meðal annars skáldsögur og ævisögur merkra manna. Benedikt Tómasson læknir sagði um Kristínu að hún hefði verið „birg af klökkvalausri mannúð, kjarkmikil og sköruleg í orðum og fasi, glaðleg og kunni vel spaugi". VILMUNDARVITIÐ Maður Kristínar var sá landsfrægi Vilmundur Jónsson land- læknir. Hann var framan af starfsævi sinni héraðslæknir og sjúkrahúslæknir á ísafirði og gerðist jafnframt einn helsti leið- togi jafnaðarmanna á staðnum. Vilmundur var flugmælskur, mikill áróðursmeistari, kappsfullur og harðfylginn. Hann átti mestan þátt í því ásamt Finni Jónssyni að Álþýðuflokkurinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn þar árið 1921 og hélt honum um langt árabil. Gerðist ísafjörður á þeim tíma eins konar fyrirmyndarbær jafnaðarmennskunnar og var Vilmund- ur hugmyndafræðingur kratanna. Far var þá meðal annars reist sjúkrahús undir forystu hans sem var eitt hið glæsilegasta og stærsta á landinu. Sjálfur sat Vilmundur í bæjarstjórn ísa- fjarðar 1922 til 1931. Árið 1931 var Vilmundur í embætti landlæknis að undirlagi Jónasar frá Hriflu og var það umdeild veiting enda Vilmundur kjörinn á þing sama ár og stóð um hann mikill styrr. Hann var landlæknir í nær þrjá áratugi og samdi eða endursamdi þá mestalla heilbrigðislöggjöf landsins og setti manna mest mark á þróun heilbrigðismála á íslandi eins og þau hafa verið und- anfarin sextíu ár. Innan um voru djarfleg nýmæli, svo sem í fóstureyðingarlögunum frá 1935 og lögum um afkynjanir og vananir frá 1938. Þó að flestar úrbætur, sem Vilmundur gekkst fyrir, væru samkvæmt nýjustu þekkingu og sumar á undan sinni samtíð var hann íhaldssamur og sérvitur embætt- ismaður. Gætt var ítrustu sparsemi í hvívetna og tók hann til dæmis þann sið upp eftir Bretum að nota gömul umslög en notuð frímerki voru seld og andvirðið lagt við skrifstofuféð. Þá hafnaði Vilmundur greiðslum fyrir nefndastörf eða kleip sjálfur af þeim. Lýsir þetta sterkri sómatilfinningu Vilmundar, heiðarleika hans og festu. Þingmaður var Vilmundur fyrir Isafjarðarkaupstað á árun- um 1931 til 1933 og fyrir Norður-ísafjarðarsýslu 1933 til 1934 og aftur 1937 til 1941. Hann var áhrifamikill leiðtogi á þessum ár- um og mun hafa verið einn aðalhöfundur og hugmyndafræð- ingur að stjórn hinna vinnandi stétta sem sat að völdum frá 1934 til 1938. Þó að Vilmundur Jónsson væri virðulegur og hátt settur embættismaður voru margir helstu vinir hans í hópi bóhema og listamanna. Þannig voru þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness meðal skjólstæðinga hans og þeir dvöldu hjá honum löngum á Isafirði og töldu hann einkavin sinn enda kemur hann víða fyrir í ritum þeirra. Halldór Laxness sagði um samræðusnilli Vilmundar: „Vilmundur var ævinlega uppfullur af skríngilegum furðu- sögum og óskiljanlegum undrum, og varði slíkar sögur af mik- illi málafylgju, enda voru þær gersamlega pottþéttar að öðru leyti en því að þær stríddu á móti öllum þektum náttúrulög- málum; hann iðaði í skinninu af hlátri þegar menn voru að reyna að afsanna sögurnar með rökum; sjálfur var hann allra manna slýngastur í kappræðu en annars púra rasjónalisti.“ Sjálfur var Vilmundur einn frjóasti orðasmiður þjóðarinnar og skrifaði mikið, einkum þó um læknisfræði og sögu hennar. Árið 1985 kom út í tveimur þykkum bindum ritgerðasafn Vil- mundar sem ber nafnið Með hug og orði. GUÐRÚN OG GYLFI Þ. Kristín Ólafsdóttir og Vilmundur Jónsson eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1. Guðrún Vilmundardóttir (f. 1918), kona Gylfa Þ. Gísla- sonar, prófessors í hagfræði. Hann lauk prófi frá háskólanum í Frankfurt am Main 1939 og varð doktor við sama skóla 1954. 86 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.