Heimsmynd - 01.11.1990, Page 87

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 87
Ólöf Vilmund- ardóttir og maður henn- ar Þorsteinn Olafsson tann- læknir sem er látinn. Þórhallur Vilmundarson prófessor. Ólafur Björnsson, bóndi í Brautarholti, með börnum sínum og konu sinnar Ástu Ólafsdóttur. Vinstra megin við hann er Jón, nú bóndi í Brautarholti, en hægra megin er Ólafur landlæknir. I aftari röð eru Páll, nú bóndi í Brautarholti, Ingibjörg og Bjarni, sem dó 1948. Ólafur Björnsson og Ásthildur systir hans á unga aldri. Hann var orðinn dósent við Háskólann aðeins 23 ára gamall og prófessor 29 ára. Eins og tengdafaðir hans gerðist hann liðsmaður og leiðtogi Alþýðuflokksins og var fyrst kjörinn á þing 1946 og sat þar samfellt í 32 ár. Gylfi er einn af þekktustu íslendingum, sem nú eru uppi, og var um áratugaskeið í fremstu röð stjórnmálamanna. Hann var menntamála- og viðskiptaráðherra 1956 til 1971 og formað- ur Alþýðuflokksins 1968 til 1974. Gylfi I>. Gíslason var einn helsti mótandi viðreisnarstjórnarinnar og umbótanna sem hún kom á í efnahagsmálum. Hann hefur setið í ótal nefndum og ráðum og eftir hann liggja fjölmörg rit. Þau Guðrún og Gylfi eignuðust þrjá syni sem allir urðu þjóðkunnir. Þeir eru: ÞRÍR ÞJÓÐKUNNIR SYNIR a. Þorsteinn Gylfason (f. 1942) heimspekingur. Hann lauk BA-prófi frá Harvard í Bandaríkjunum og stundaði síðan framhaldsnám í Oxford og Múnchen. Hann hefur verið kenn- ari við Háskóla Islands frá 1971 og er nú prófessor við hann. Eftir Þorstein liggja ýmis rit og ritgerðir og fjölmargar þýðing- ar, einkum á sviði heimspeki. Þá hefur hann stundum látið að sér kveða um hugmyndafræði stjórnmála og síðastliðið sumar hefur hann skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið um þau efni sem vakið hafa mikla athygli og sterk viðbrögð. b. Vilmundur Gylfason (1948-1983) ráðherra. Hann var einn sérstæðasti stjórnmálamaður landsins á sínum stutta ferli og tókst þá að hrista svo upp í fólki með frumlegum skoðunum og siðbótahugmyndum að enginn var ósnortinn eftir. Sem barn og unglingur fékk Vilmundur orð fyrir að vera ódæll og baldinn svo að sögur um hann flugu um allan bæ og átti sú staðreynd að hann var ráðherrasonur að sjálfsögðu sinn þátt í því. Að loknu stúdentsprófi hélt Vilmundur til Bretlands og lauk magistersprófi í sagnfræði 1973. Eftir að hann kom heim lét hann strax að sér kveða sem harðskeyttur blaða- og dag- skrárgerðarmaður með nýjar hugmyndir um fjölmiðlun en kenndi auk þess við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hóf af- skipti af stjórnmálum árið 1974 er hann var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn á Vestfjörðum, í öðru sæti. Hann taldi þó megineinkenni íslenskra stjórnmála vera ónýtt flokkakerfi og lokaða fjölmiðlun og var hvergi deigur við að ráðast á spilling- arfenin og einstaka menn. Lenti hann meðal annars mjög upp á kant við forystumenn Framsóknarflokksins út af ýmsum málum og einnig réðst hann hart á dómskerfið. Hann var krossfari nýrra hugmynda og sumir sögðu að hann væri með Messíasarkomplex. Árið 1978 var Vilmundur í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík og fór ótroðnar leiðir sem fyrr. Vann Alþýðuflokk- urinn þá sinn stærsta sigur eftir stríð og þökkuðu margir Vil- mundi þann árangur. Eftir kosningar einangraðist Vilmundur þó í flokki sínum og mynduð var samsteypustjórn sem honum var ekki að skapi. Þegar hún sprakk eftir skamma setu tók við völdum minnihlutastjórn Alþýðuflokks um hríð (1979-1980) og varð Vilmundur þá dóms- og menntamálaráðherra, aðeins 31 árs gamall. Eftir 1980 var hann engu að síður einfari í þing- flokki Alþýðuflokks. Sumarið 1981 lenti hann í svokallaðri Al- þýðublaðsdeilu og í kjölfar hennar tók hann ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum að gefa út blaðið Nýtt land. Það var upphafið að úrsögn hans úr Alþýðuflokknum og stofnun nýs stjórnmálaflokks, Bandalags jafnaðarmanna, sem leit dagsins ljós veturinn 1982 til 1983. Fékk það fjóra þingmenn í kosning- unum þá um vorið. Úrslitin urðu Vilmundi þó mikil vonbrigði. Hann vildi breyta íslensku þjóðfélagi en til þess taldi harin fjóra þingmenn ná helsti skammt. Um sumarið var hann allur. Kona Vilmundar var Valgerður Bjarnadóttir, dóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra (sjá Engeyjarætt, HEIMS- MYND, 2. tbl. 1989) og sagði Vilmundur stundum í gamni að hann væri í senn sonur og tengdasonur viðreisnar. Þau eign- uðust fimm börn en misstu þrjú þeirra. c. Þorvaldur Gylfason (f. 1951) er yngsti sonur Guðrúnar Vilmundardóttur og Gylfa Þ. Gíslasonar. Hann er doktor í hagfræði frá Princetownháskóla í Bandaríkjunum og starfaði síðan erlendis allt til 1983, hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington og við Alþjóðahagfræðistofnunina í Stokkhólmi. Síðan hann kom heim hefur hann verið prófessor í þjóðhag- fræði við Háskóla íslands og er jafnan tekið vel eftir skoðun- um hans þegar hann lætur þær í ljós opinberlega. Hann þykir frumlegur gáfumaður eins og hann á kyn til. Þorvaldur var giftur Önnu Bjarnadóttur, systur Valgerðar, konu Vilmundar, en þau eru skilin. Seinni kona hans er Anna Bjarnadóttir kennari YNGRI BÖRN KRISTÍNAR 2. Ólöf Vilmundardóttir (f. 1920) er miðbarn Kristínar Ól- afsdóttur og Vilmundar landlæknis. Hún er ekkja Þorsteins Ólafssonar tannlæknis í Reykjavík. Börn þeirra eru: Framhald á bls. 100 HEIMSMYND 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.