Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 91

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 91
„Eftir að við eignuðumst börnin hélst þetta vináttusamband og styrktist. “ Salóme Þorkelsdóttir alþingismaður og Ingibjörg Árnadóttir þýðandi. mínum huga hefur það djúptæka merkingu, þá á ég við vin sem hægt er að tala við um hvað sem er, trúnaðarvin. Margir eiga fleiri en einn vin, jafnvel marga, og getur verið erfitt að taka einn fram yfir annan. Vinátta get- ur enst ævilangt eða tímabundið. Hún getur orðið til í gegnum starfið. Þannig getur myndast trúnaður og góð vinátta milli starfsfélaga á vinnustað. Ég hef eignast góða vini í mínu starfi sem stjórnmála- maður og get rætt við þá í trúnaði á því sviði og ég met það mikils. Stjórnmálavafstur gleypir tíma manns, tómstundir meðtaldar. Fyrir það verður ýmsu að fórna, meðal annars því að rækta vináttusambönd sem eru manni mikils virði og hafa verið jafnvel frá barnæsku. Pú biður mig um að nefna einn góðan vin. Ég ætla að nefna vinkonu mína Ingibjörgu Árnadóttur, Ingu frænku. Við erum bræðradætur á svipuðum aldri og aldar upp í stórfjölskyldu sem var mjög samheldin. Við erum dálítið andlega skyldar, eins og það er stundum orðað, og þóttum ekki óáþekkar, enda héldu margir að við værum systur. Við vorum mjög samrýmdar og hittumst nær daglega þegar við vorum ungar stúlkur og fórum að vinna úti. Eftir að við giftum okkur og eignuðumst börnin hélst þetta vináttusamband og styrktist, því þá náði það einnig til barna okkar og eiginmanna. Þrátt fyrir að fjarlægðin milli heimila okkar væri nokkur eftir að við stofnuðum heimili, þar sem ég settist að í Mos- fellssveit og hún bjó áfram í Reykjavík, héldum við áfram að hafa daglegt samband í gegnum síma eða með heim- sóknum hvor til annarrar. Það truflaði okkur ekki að hafa börnin með. Þau undu glöð við sitt og sóttust eftir að hitt- ast. Ég þykist viss um að þau eiga góðar minningar og skemmtilegar frá þessum tíma. Við vinkonurnar gátum setið og skrafað saman daglangt, höfðum alltaf nóg að tala um. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta tímabil, auk þess að vera skemmtilegt, hafa verið uppbyggilegt og þroskandi. Eiginmenn okkar voru sennilega mjög umburðarlyndir við okkur, ég held að þeir hafi jafnvel dáðst að því hvað við gátum skrafað endalaust. Ef okkur fannst við ganga um of á þolinmæði þeirra, drógum við okkur bara í hlé, jafnvel inn á baðherbergi, og héldum hljóðskrafinu áfram um stund. Nú eru breyttir tímar, við Inga vinkona mín höfum ekki lengur dagleg samskipti, samt líður ekki sá dagur að mér verði ekki hugsað til hennar. Hún er geymd en ekki gleymd. Það er held ég merki um hina sönnu vináttu. HEIMSMYND 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.