Heimsmynd - 01.11.1990, Page 93

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 93
„Pó svo að kvenfólk kæmi í spilið breytti það ekki neinu með vináttuna. “ Tómas Már Sigurdsson verkfrædinemi og Jónmundur Gudmarsson heimspekinemi. g á marga góða vini og einn þeirra er Jónmundur. Við kynntumst þegar ég var níu ára og fluttist út á Seltjarnarnes. Þegar ég fór í Mýrarhúsaskóla lenti ég með honum í bekk. Það kom fljótlega í ljós að við höfðum sama áhugamál, sem var fótbolti, og í gegnum hann kynntumst við. Við bjuggum sitt hvorum megin á Nesinu og þá var mað- ur svo lítill að Seltjarnarnesið, sem er lítið og lágt, var risa- stórt í augum manns og þrátt fyrir að við værum saman í bekk hittumst við lítið fyrir utan skólatímann. En vináttan óx smám saman og aðallega í gegnum íþróttirnar. Jonni byrjaði að æfa handbolta með Gróttu þegar hann var ellefu ára og var stöðugt að reyna að plata mig með sér. Mér fannst handbolti alltaf frekar lítilfjörlegt sport en dróst einhvern veginn með og byrjaði að æfa af krafti. Við fórum oft í keppnisferðir út um land og eyddum miklum tíma saman. Alla tíð höfum við haft íþróttirnar að sameiginlegu áhugamáli og eiginlega dregið hvorn annan út í alls konar vitleysu. Þegar ég var fjórtán ára fór ég að spila golf af miklum áhuga og reyndi að draga Jonna með mér. Það tókst nú ekki nema í nokkur skipti. Þegar hann svo aftur á móti fór að æfa skylmingar reyndi hann að ota þeirri íþrótt að mér. Það gekk svo langt að ég keypti mér sverð en ég er búinn að lána það fyrir löngu. Við höfum alltaf stutt hvorn annan. Upphaflega var það í íþróttunum en seinna færðist það yfir á önnur svið og við fórum að gefa hvor öðrum ráð í einkalífinu þegar okkur fannst þess þurfa með. Þó svo að kvenfólk kæmi í spilið breytti það ekki neinu með vináttuna. Við fórum báðir í Menntaskólann í Reykjavík og lentum í sama bekk. Námið gekk allt stórslysalaust, þrátt fyrir að við værum til vandræða fyrir skæruhernað og kjaftagang, en eftir stúdentspróf skildi leiðir. Ég var kannski mest hræddur um að missa sambandið við hann þegar ég fór í jafnjarðbundið nám og verkfræði en hann aftur á móti í heimspeki. Ég hræddist þá nokkuð að við myndum þróast hvor í sína áttina og að hann veldi sér hreinlega nýja vini. Við höfðum alltaf verið að sýsla við álíka hluti, en þarna fórum við í algerlega ólíka heima. En sem betur fer hefur það eiginlega æxlast öfugt. I stað þess að fjarlægjast höfum við reynt að mennta hvorn annan dá- lítið. Hann eignaðist nýlega son og ég veit að mikið liggur á honum þar sem hann vill taka föðurhlutverkið alvarlega. Við höfum reyndar báðir verið mjög önnum kafnir í allt sumar. Hann að þýða bók og ég hef unnið úti á landi. Það sem ég met einna mest hjá Jonna er hvað hann er heill og tekur þátt í gleði og sorg. Þrátt fyrir að miklar breytingar eigi sér stað í lífi okkar beggja um þessar mundir, við flytjum báðir að heiman og hann eignast barn, helst vináttan óbreytt. HEIMSMYND 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.