Heimsmynd - 01.11.1990, Page 101

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 101
Collagett Elastinfrá St. Ives er alhliða rakakrem fyrir andlit. Notaðu Collagen Elastín kvölds og morgna og það mun byggja upp húð þína og viðhalda teygjan- leika hennar og æskutjáma. Facial Cleanser frá St. Ives er milt. fitulaust hreinsi- krem, fyrir allar húðgerðir. Það hreinsar fullkomlega burtu andlits- og augn- farða, án nokkurrar ertingar. w Kd.Wl.5oz. 141 Grams Pure Clay Masque frá St. Ives er styrkjandi hreinsi- maski sem gott er að nota einu sinni í viku. Hann er unninn úr jarðleir og grœðandi jurtum. Maskinn dregur úr ummerkjum preytu, djúphreinsar húðina og mýkir. Ö PureClay jjd Masque 3« withBotonica1 Proteins ÓLAFUR BJÖRNSSON PRÓFESS- OR OG SYSTUR HANS Guðrún Sigríður Ólafsdóttir (1890- 1918) var fjórða barn prestshjónanna í Hjarðarholti. Hún giftist séra Birni Stef- ánssyni prófasti, en hann var bróðir Hildar, konu Páls, bróður hennar. Séra Björn var prestur á ýmsum stöðum með- an Guðrúnar Sigríðar naut við en hún dó kornung. Einnig var hann kennari einn vetur í Hjarðarholtsskóla hjá tengdaföð- ur sínum. Börn þeirra voru: 1. Ólafur Björnsson (f. 1912) prófess- or. Hann lauk kandidatsprófi í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1938 þar sem hann þótti afburða námsmaður. Hann var dósent í hagfræði við Háskóla íslands 1942 en prófessor á árunum 1948 til 1982. Líkt og Gylfi Þ. Gíslason var hann mjög virkur í stjórnmálum en skip- aði sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. Hann var landskjörinn alþingismaður 1956 til 1959 en síðan þingmaður Reyk- víkinga til 1971. Hann var formaður bankaráðs Utvegsbankans um tólf ára skeið og átti sæti í mörgum nefndum og ráðum. Hann var ásamt Benjamín Ei- ríkssyni efnahagsráðgjafi viðreisnar- stjórnarinnar og því einn af helstu höf- undum þeirrar róttæku nýsköpunar í efnahags- og atvinnumálum sem hún beitti sér fyrir. Ólafur hefur verið ötull málsvari frjálsra viðskiptahátta hér á landi um áratugaskeið og nýtur mikillar virðingar. Eftir hann liggja þekkt fræðir- it og kennslubækur. Þingferli Ólafs lauk nokkuð snögglega þegar prófkjör komu til sögu. Hann hafði ekki lag á að aug- lýsa sig eins og aðrir frambjóðendur og féll því út. Kona Ólafs er óurðún Ara- dóttir. Synir þeirra eru: a. Ari Helgi Ólafsson (f. 1946) læknir á Akureyri, kvæntur Þorbjörgu Þórisdótt- ur hjúkrunarfræðingi. b. Björn Gunnar Ólafsson (f. 1949) þjóðfélagsfræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Helgu Finnsdóttur. c. Örnólfur Jónas Ólafsson (f. 1951) kerfisfræðingur í Reykjavík. 2. Ingibjörg Björnsdóttir (1914-1977), gift Þórarni Sigmundssyni, mjólkurfræð- ingi og bónda í Glóru í Hraungerðis- hreppi. Börn þeirra: a. Guðrún S. Þórarinsdóttir (f. 1941) kennari á Selfossi, gift Guðna Alfreðs- syni, prófessor í líffræði við Háskóla Is- lands. Synir þeirra yfir tvítugt eru Þórar- inn Guðnason (f. 1964) læknanemi og Hrafnkell Guðnason (f. 1967) bóndi í Glóru. b. Björn Þórarinsson (f. 1943) skóla- stjóri Tónlistarskólans á Laugum, kvænt- ur Sigríði Birnu Guðjónsdóttur. Börn hans yfir tvítugt eru Steinunn Eva Björnsdóttir (f. 1964) kennari á Selfossi, gift Ottó Val Ólafssyni húsasmið, Hall- dóra Rósa Björnsdóttir (f. 1966) leiklist- arnemi í Reykjavík og Ingibjörg Björns- dóttir (f. 1967) bankamaður í Reykjavík, í sambúð með Gunnari Þór Gunnarssyni húsasmið. c. Kristín Þórarinsdóttir (f. 1945) fjár- HEIMSMYND 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.