Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 103
L
:«
b. Kristinn Gylfi Jónsson (f. 1963) við-
skiptafræðinemi, í sambúð með Helgu
Guðrúnu Johnson, fréttamanni á Stöð 2
(sjá Johnsonættina, HEIMSMYND, 5.
tbl. 1989).
c. Björn Jónsson (f. 1965), búfræðing-
ur og svínabóndi í Brautarholti.
d. Jón Bjarni Jónsson (f. 1967) bú-
fræðingur.
e. Emilía Björg Jónsdóttir (f. 1970)
enskunemi við Háskóla íslands.D
Jón Ólafsson. . .
framhald af bls. 24
ekki í skuldbindingar nema hafa allt
gulltryggt á bak við sig.
En Jón hefur ekki látið sér nægja að
vasast í öllum rafeindamiðlunum. Hann
haslaði sér líka völl í kvikmyndagerð
þegar hann gerðist framleiðandi kvik-
myndar Hilmars Oddssonar, Eins og
skepnan deyr. Hilmar segir að samskipti
þeirra hafi verið slétt og felld, „hundrað
prósent kórrétt“. Hann segir: „Jón
reyndist hafa traust í bankakerfinu og
hann átti heiðurinn af því að selja al-
heimsmyndbandarétt að myndinni til
Columbia Pictures. Við fengum eitthvað
um átján þúsund áhorfendur á myndina
hér heima og fjárhagsdæmið gekk ekki
upp. En með þessu náðum við myndinni
á slétt, gerðum upp laun til allra, greidd-
um allt upp og enginn fór með skulda-
hala á bakinu út úr þessu, en það er
nokkuð óalgengt með íslenskar myndir.
Ég fór með myndina á sýningar á kvik-
myndahátíð í Los Angeles og kom þá við
í Columbia í sambandi við myndbanda-
samningana og var tekið eins og kon-
ungi. Jón virtist hafa staðið sig vel gagn-
vart þeim og njóta trausts. Ég vann líka
með honum að gerð plötu með lögum úr
myndinni. En hann er harður bisness-
maður. Mér fannst erfitt að standa við
hliðina á honum við gerð samninga og
vildi ekki þurfa að sitja á móti honum
við samningaborð. Hann er það slunginn
og framsýnn. Hann notaði þetta sam-
starf okkar til að kynna sér alla hluti vel
og ég yrði ekki hissa, þótt hann ætti eftir
að halda áfram á þessu sviði. Eins og ég
sé hann er hann að mörgu leyti ameríski
draumurinn eins og hann rætist á Islandi,
draumurinn um drenginn sem upphefur
sig af götunni til æðstu metorða.“
Vissulega hefur Jón Olafsson hafist
upp af götunni. Hún er harður skóli þar
sem handalögmálið ríkir og olnbogarnir
duga vel til að ryðja sér braut. Harkan
og tillitsleysið hefur dugað honum vel í
heimi plötusnúðsins og myndræmunnar.
En hann hefur færst upp um deild. Hann
er nú áhrifamaður á fjölmiðli sem hefur
ómæld áhrif á þjóðmálaumræðuna. Þar
eru gerðar aðrar kröfur. Þar er krafist
næmrar siðgæðisvitundar, góðs uppeldis,
menntunar og víðsýnis, umburðarlyndis
gagnvart skoðunum annarra, virðingar
fyrir öðrum og varanlegri gildum en pen-
ingum. Er hann á alveg réttri hillu?CI
HEIMSMYND 103