Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 104

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 104
GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lækjartorgi CARTIER 18 karata gullhringur Sá eini sanni CARTIER Panthére quartz -ICELAND- FUlili -SHOPPING-1 Þar sem rásir tímans fara um Draumalandið, eru með jöfnu millibili eins konar skiptistöðvar þar sem hœgt er í draumi að skoða lífshlaup sálar, allt frá upphafi til loka. Hér er einn lítill en skemmtilegur draumur úr svona skiptistöð, pví hann spannar í látleysi sínu, fortíð (hugsanlega miðaldir), nútíð, sem er líkt og í biðstöðu (status quo) og framtíð sem er 1992 og þar á eftir. Draumurinn er frá konu í Keflavík og hana dreymdi petta litla œvintýri síðastliðið vor. DRAUMALANDIÐ DRAUMUR. Mér fannst ég vera stödd í ókunnugri borg. Þetta var að nóttu til og umhverfið var dimmt og ömurlegt. Þarna var mikið af dökkklæddu fólki sem eigraði fram og til baka í ein- hverju tilgangsleysi, að mér fannst. Það var eins og það væri undir annarlegum áhrifum. Mér leist ekki sem best á að vera innan um þetta fólk. Eg var hálfhrædd og þar að auki vissi ég ekki hvar ég var, en vissi þó að ég var að leita að einhverju húsi og þetta hús ætlaði ég að finna, en hafði ekki nokkra hugmynd um hvert ég ætti að fara. Þá vill það mér til happs að ég hitti mann sem ég kannast við og segi honum af vandræðum mínum, hann segir mér í hvaða átt ég eigi að fara. Ég geng nú góðan spöl, og kem svo að húsi, sem mér finnst vera húsið sem ég leita að. Þetta var skuggalegt hús og féll alveg inn í þetta ömurlega umhverfi. Þar sem ég stend fyrir framan húsið, finnst mér jörðin opnast fyrir fótum mér og er ég lít niður um gatið, sé ég lítið og afskaplega fallegt þorp. Húsin voru öll hvít með rauðmáluðum þökum og það var glampandi sól. Ég segi þá við sjálfa mig: „Þetta er bara eins og í ævintýri." Þá finn ég að eitthvert ósýnilegt afl togar í mig og ég sogast að gatinu. Satt best að segja langaði mig niður en var samt hrædd og streittist á móti. Það fór þó svo að þetta afl hafði yfirhöndina og ég féll nið- ur um gatið, þegar ég fell loka ég augunum og hugsa um leið „Þetta verður mín hinsta stund.“ Þegar ég svo opna augun aftur, verð ég mjög hissa því fallið var mjög lítið og ég var ekki stödd í þorpinu, heldur gryfju sem var sneisafull af gullsandi og í sandinum stóð skófla. RÁÐNING. Þessi draumur er ögn skrýtinn, fyrir þær sakir að hann felur í sér þrjár hliðar tilverunnar, fortíð, nútíð og framtíð. Þú virðist í fyrstu fara í draumi sálförum til kaldrar fortíðar, þar sem frumstæð öfl eru á ferð og dauðinn ræður ríkjum, en að leita til þess sem var er ekki alltaf til frama, síst af öllu í ríki dauðans. Því kemur An- imus, svefngengill þinn og leiðir þig út úr tómarúminu og inn í húsið sem geymir leyndardómana, og húsið í þessu tilfelli ert þú sjálf, þessi fyrsti partur vísar einnig til veikrar sjálfsímyndar um það leyti sem þig dreymir drauminn og jafnframt hræðslu við óörugga framtíð. En í núinu, nú í dag, ertu ósátt við þann veikleika þinn, að þú ráðir ekki eigin framtíð, eða hafir ekki dug til að taka af skarið. Animus, vinur þinn, er á sama máli og fyrst þú gerir ekkert, tekur hann til sinna ráða, hann leiðir þig inn í ókomna framtíð þína, þar sem hann opnar þér fjárhirslur þíns innri auðs, þangað get- ur þú sótt þrek og visku fyrir núið sem verður framtíð, og eins og draumurinn bendir þér ótvírætt á, er af nógu að taka og best að byrja strax til að vera vel undirbúin, því eftir 1992 þarftu á öllum spöðum að halda.D eftir KRISTJÁN FRÍMANN 104 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.